Lánað úr litlum forða Gylfi Magnússon skrifar 30. mars 2012 06:00 Fyrir Landsdómi og í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var talsvert fjallað um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra þann 6. október 2008. Þremur dögum síðar féll bankinn og nú er því miður útlit fyrir að Seðlabankinn og þar með skattgreiðendur tapi miklu á þessari lánveitingu, endurheimti e.t.v. ekki nema rétt um helming lánsfjárins. Þessi lánveiting var um margt afar skrýtin. Í fyrsta lagi mátti öllum vera ljóst á þessum tíma að Kaupþing var á leið í þrot, þótt ekki hafi legið fyrir þá hversu slæmt eignasafn bankans var í raun. Það var engin von til þess að Kaupþing gæti lifað af gjaldþrot Glitnis og Landsbanka. Gjaldþrot eins af stóru bönkunum þremur hlaut að fella hina tvo – og nú voru tveir þegar fallnir. Í öðru lagi mátti Seðlabankinn alls ekki við því að missa 500 milljónir evra af gjaldeyri á þessum tíma. Raunar fékk Kaupþing alls nær 600 milljónir evra frá Seðlabankanum síðustu dagana fyrir hrun því að bankinn fékk einnig tvö önnur lægri lán. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafði verið mikið áhyggjuefni í aðdraganda hrunsins. Hann var rétt um hálfur milljarður evra í ársbyrjun 2006 en á árunum 2006 til 2008 voru tekin langtímalán upp á 1,3 milljarða evra til að auka forðann. Frá árinu 2006 og til haustsins 2008 var forðinn rétt um 1,5 milljarðar evra. Forðinn er vitaskuld í ýmsum gjaldmiðlum, ekki einungis evrum, en hér verður miðað við stærð hans í evrum, m.a. til að gengisfall krónunnar skekki ekki myndina. Gjaldeyrisforði er hér miðaður við það lausa fé í erlendri mynt sem Seðlabankinn hefur tryggt sér til a.m.k. tólf mánaða. Það eru fyrst og fremst innstæður í öðrum seðlabönkum eða hjá alþjóðastofnunum og auðseljanleg örugg verðbréf, allt í erlendri mynt. Reiknaður er hreinn gjaldeyrisforði þannig að til frádráttar koma fyrirsjáanlegar útgreiðslur næstu tólf mánuði, þ.e. fé sem getur eða mun streyma út úr bankanum þegar greiða þarf af lánum hans eða tekið er út af óbundnum reikningum í erlendri mynt í bankanum. Vergur gjaldeyrisforði (án fyrrnefnds frádráttar) var hærri upphæð, rétt um 2.500 milljónir evra í september og október 2008. Sá hluti vergs forða sem getur komið til greiðslu næstu mánuði er ekki nothæfur í raun. Sé því fé ráðstafað verður veruleg hætta á greiðsluþroti seðlabanka. Sviptingarnar haustið 2008 kipptu fótunum undan fjármögnun gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þegar í lok september, nokkrum dögum fyrir hrun bankakerfisins og fyrrnefnda lánveitingu til Kaupþings, var orðið ljóst að í óefni stefndi. Gjaldeyrisforðinn var kominn niður í 825 milljónir evra og lánin þrjú til Kaupþings því rétt rúm 72% hreins forða. Vergur forði var að vísu jákvæður um 2.576 milljónir evra en það stefndi í nettóútgreiðslur næstu tólf mánuði sem samsvöruðu 1.751 milljón evra. Allar þessar tölur eru aðgengilegar á heimasíðu Seðlabankans, í krónum. Því miður eru tölurnar eingöngu birtar miðað við stöðuna í lok hvers mánaðar en mjög áhugavert væri að sjá þróunina frá degi til dags þessa haustmánuði. Þegar gjaldeyrisforði Seðlabanka var orðinn þetta lítill hafði bankinn nær ekkert raunverulegt svigrúm til að tryggja bankakerfinu laust fé í erlendri mynt. Seðlabankinn gerði það samt og afhenti Kaupþingi tæpar 600 milljónir evra. Það var hluti af skýringunni á því að í lok október 2008 var gjaldeyrisforðinn orðinn neikvæður um 319 milljónir evra – Seðlabankinn átti vergan forða upp á einungis 2.670 milljónir evra til að standa í skilum með greiðslur sem gátu numið allt að 2.989 milljónum evra á næstu tólf mánuðum og þar af allt að 1.813 milljónum í nóvembermánuði einum. Þróun gjaldeyrisforðans þessa haustmánuði þýddi einfaldlega að það stefndi mjög hratt í greiðsluþrot Seðlabankans og íslenska ríkisins og vöruskort innanlands. Því var afstýrt með því að kalla til aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hefði raunverulegur gjaldeyrisforði Seðlabankans verið um 2,5 milljarðar evra haustið 2008, eins og upplýsingafulltrúi bankans heldur nú fram, þá hefði Ísland ekki þurft á aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að halda. Það hefði a.m.k. ekki þurft bæði gjaldeyrishöft og aðstoð AGS. Það var að vísu gæfa Íslendinga, svo undarlega sem það kann að hljóma, að gjaldeyrisforði Seðlabankans var þetta rýr. Hefði hann verið digrari hefði Seðlabankinn að öllum líkindum lagt viðskiptabönkunum sem voru að falla til enn meira fé en þó engan veginn nóg til að bjarga þeim. Því hefði tjón Seðlabankans og þar með skattborgaranna orðið enn meira. Það var reynt, m.a. var rætt í fullri alvöru að nýta erlendar eignir lífeyrissjóðanna í þessu skyni helgina fyrir fall bankanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir Landsdómi og í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var talsvert fjallað um þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra þann 6. október 2008. Þremur dögum síðar féll bankinn og nú er því miður útlit fyrir að Seðlabankinn og þar með skattgreiðendur tapi miklu á þessari lánveitingu, endurheimti e.t.v. ekki nema rétt um helming lánsfjárins. Þessi lánveiting var um margt afar skrýtin. Í fyrsta lagi mátti öllum vera ljóst á þessum tíma að Kaupþing var á leið í þrot, þótt ekki hafi legið fyrir þá hversu slæmt eignasafn bankans var í raun. Það var engin von til þess að Kaupþing gæti lifað af gjaldþrot Glitnis og Landsbanka. Gjaldþrot eins af stóru bönkunum þremur hlaut að fella hina tvo – og nú voru tveir þegar fallnir. Í öðru lagi mátti Seðlabankinn alls ekki við því að missa 500 milljónir evra af gjaldeyri á þessum tíma. Raunar fékk Kaupþing alls nær 600 milljónir evra frá Seðlabankanum síðustu dagana fyrir hrun því að bankinn fékk einnig tvö önnur lægri lán. Gjaldeyrisforði Seðlabankans hafði verið mikið áhyggjuefni í aðdraganda hrunsins. Hann var rétt um hálfur milljarður evra í ársbyrjun 2006 en á árunum 2006 til 2008 voru tekin langtímalán upp á 1,3 milljarða evra til að auka forðann. Frá árinu 2006 og til haustsins 2008 var forðinn rétt um 1,5 milljarðar evra. Forðinn er vitaskuld í ýmsum gjaldmiðlum, ekki einungis evrum, en hér verður miðað við stærð hans í evrum, m.a. til að gengisfall krónunnar skekki ekki myndina. Gjaldeyrisforði er hér miðaður við það lausa fé í erlendri mynt sem Seðlabankinn hefur tryggt sér til a.m.k. tólf mánaða. Það eru fyrst og fremst innstæður í öðrum seðlabönkum eða hjá alþjóðastofnunum og auðseljanleg örugg verðbréf, allt í erlendri mynt. Reiknaður er hreinn gjaldeyrisforði þannig að til frádráttar koma fyrirsjáanlegar útgreiðslur næstu tólf mánuði, þ.e. fé sem getur eða mun streyma út úr bankanum þegar greiða þarf af lánum hans eða tekið er út af óbundnum reikningum í erlendri mynt í bankanum. Vergur gjaldeyrisforði (án fyrrnefnds frádráttar) var hærri upphæð, rétt um 2.500 milljónir evra í september og október 2008. Sá hluti vergs forða sem getur komið til greiðslu næstu mánuði er ekki nothæfur í raun. Sé því fé ráðstafað verður veruleg hætta á greiðsluþroti seðlabanka. Sviptingarnar haustið 2008 kipptu fótunum undan fjármögnun gjaldeyrisforða Seðlabankans. Þegar í lok september, nokkrum dögum fyrir hrun bankakerfisins og fyrrnefnda lánveitingu til Kaupþings, var orðið ljóst að í óefni stefndi. Gjaldeyrisforðinn var kominn niður í 825 milljónir evra og lánin þrjú til Kaupþings því rétt rúm 72% hreins forða. Vergur forði var að vísu jákvæður um 2.576 milljónir evra en það stefndi í nettóútgreiðslur næstu tólf mánuði sem samsvöruðu 1.751 milljón evra. Allar þessar tölur eru aðgengilegar á heimasíðu Seðlabankans, í krónum. Því miður eru tölurnar eingöngu birtar miðað við stöðuna í lok hvers mánaðar en mjög áhugavert væri að sjá þróunina frá degi til dags þessa haustmánuði. Þegar gjaldeyrisforði Seðlabanka var orðinn þetta lítill hafði bankinn nær ekkert raunverulegt svigrúm til að tryggja bankakerfinu laust fé í erlendri mynt. Seðlabankinn gerði það samt og afhenti Kaupþingi tæpar 600 milljónir evra. Það var hluti af skýringunni á því að í lok október 2008 var gjaldeyrisforðinn orðinn neikvæður um 319 milljónir evra – Seðlabankinn átti vergan forða upp á einungis 2.670 milljónir evra til að standa í skilum með greiðslur sem gátu numið allt að 2.989 milljónum evra á næstu tólf mánuðum og þar af allt að 1.813 milljónum í nóvembermánuði einum. Þróun gjaldeyrisforðans þessa haustmánuði þýddi einfaldlega að það stefndi mjög hratt í greiðsluþrot Seðlabankans og íslenska ríkisins og vöruskort innanlands. Því var afstýrt með því að kalla til aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Hefði raunverulegur gjaldeyrisforði Seðlabankans verið um 2,5 milljarðar evra haustið 2008, eins og upplýsingafulltrúi bankans heldur nú fram, þá hefði Ísland ekki þurft á aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að halda. Það hefði a.m.k. ekki þurft bæði gjaldeyrishöft og aðstoð AGS. Það var að vísu gæfa Íslendinga, svo undarlega sem það kann að hljóma, að gjaldeyrisforði Seðlabankans var þetta rýr. Hefði hann verið digrari hefði Seðlabankinn að öllum líkindum lagt viðskiptabönkunum sem voru að falla til enn meira fé en þó engan veginn nóg til að bjarga þeim. Því hefði tjón Seðlabankans og þar með skattborgaranna orðið enn meira. Það var reynt, m.a. var rætt í fullri alvöru að nýta erlendar eignir lífeyrissjóðanna í þessu skyni helgina fyrir fall bankanna.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar