Perlan, sýninga- og safnahús Sigurjón Jóhannsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Perlan, eitt af höfuðkennileitum Reykjavíkurborgar, var upphaflega byggð sem útsýnis- og veitingastaður, þaðan sem sjá mátti vítt og breitt yfir og til allra átta. Sem slíkur áfangastaður hefur Perlan notið mikilla vinsælda og dregið að sér sæg gesta og ferðamanna allt frá opnun. Hins vegar virðist rýmið undir útsýnisskífunni ekki hafa öðru hlutverki að þjóna en aðgenginu að útsýni og veitingum. Lofthæðin þarna er yfir 10 m og svæðið rammað inn af hitaveitugeymum Orkuveitunnar sem mynda við það ríflega 700 fm gólfflöt. Upphaflega voru hugmyndir um að nota rýmið til samkomu- og viðburðahalds en minna hefur orðið úr því og húsið helst nýtt sem markaðs- og kynningartorg sem samrýmist varla þeim metnaði sem liggur að baki byggingunni. Hvað mundi sóma sér betur í þessum húsakynnum en Náttúruminjasafn Íslands sem hefur verið á meiri og minni hrakhólum í liðlega hálfa öld, allt frá því að það var tekið niður í Safnahúsinu um miðja síðustu öld og sett undir Náttúrufræðistofnun sem skyldi annast sýningahaldið. Í fyrstu var opnuð sýning í húsakynnum hennar við Hlemm í 100 fm sal á 3. hæð árið 1968. Tuttugu árum síðar var ráðist í nýjar og auknar sýningar með opnun tveggja 100 fm sala á 3. og 4. hæð, auk stigagangs og kapp lagt á að koma upp vönduðum sýningum. Þetta var töluvert átak fyrir vísinda- og rannsóknarstofnun sem í eðli sínu gegnir öðru hlutverki en að standa fyrir almennu sýningarhaldi. Ég er kunnugur þessari sögu vegna starfa minna að undirbúningi, hönnun og uppsetningu beggja þessara sýninga. Að auki gerði ég áætlanir um sýningu í ofangreindu rými í Perlunni sem átti að fylgja eftir sýningunum við Hlemm, en því miður varð ekkert úr því. Sýningarnar við Hlemm voru teknar niður og komið fyrir í geymslum, en ný lög um Náttúruminjasafn samþykkt á Alþingi sem ég fagna, þar sem Safnið var gert að sjálfstæðri stofnun sem sýni og kynni íslenska náttúru í nánu samstarfi við aðrar stofnanir sem stunda náttúrurannsóknir s. s. Hafrannsóknastofnun, Veðurstofu, Orkustofnun, Náttúrufræðistofnun og háskólana. Þörfin fyrir heppilegt húsnæði fyrir Náttúruminjasafn verður brýnni með hverju árinu sem líður og jafnframt vandræðalegri með sívaxandi ferðamannastraumi. Í Perluna kemur árlega þorri þeirra ferðamanna sem til landsins koma. Hún er eitt af helstu kennileitum Borgarinnar og útsýnisstaður. Væri nokkuð heppilegra en að þessi útsýnisstaður byði upp á sýningarhald um náttúru landsins og jarðfræði, grundvöll þeirrar sjálfbæru orku sem við erum svo hreykin af. Hér mætti koma fyrir tilkomumiklum sýningum á helstu þáttum íslenskrar náttúru, s. s. lífríki sjávar, fuglabyggð og varpstöðvum, eldvirkni, gosstöðvum o.s.frv. Með þessu móti mundi miðrýmið öðlast hlutverk ekki ósvipað því sem Ráðhúsið hefur áunnið sér með Íslandslíkaninu sem er gott dæmi um sýningarhald sem hefur tekist vel. Um tíu ára bil hefur Sögusafnið verið til húsa í Perunni og sýnt svipmyndir frá sögu þjóðarinnar og bókmenntum, vinsæll og fjölsóttur ferðamannastaður sem með áunninni reynslu og árangri ætti að vera öðru sýningarhaldi hvatning og lyftistöng, hljóti þessar hugmyndir brautargengi sem hér eru til umfjöllunar og hafa komið fram af og til frá því fyrir aldamót. Með því að taka Perluna undir Náttúruminjasafn mætti leysa tilvistarvanda Náttúruminjasafns, nýta reynslu Sögusafnsins, halda Perlunni í opinberri eigu og styrkja áform um Öskjuhlíð sem öflugt útivistarsvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Perlan, eitt af höfuðkennileitum Reykjavíkurborgar, var upphaflega byggð sem útsýnis- og veitingastaður, þaðan sem sjá mátti vítt og breitt yfir og til allra átta. Sem slíkur áfangastaður hefur Perlan notið mikilla vinsælda og dregið að sér sæg gesta og ferðamanna allt frá opnun. Hins vegar virðist rýmið undir útsýnisskífunni ekki hafa öðru hlutverki að þjóna en aðgenginu að útsýni og veitingum. Lofthæðin þarna er yfir 10 m og svæðið rammað inn af hitaveitugeymum Orkuveitunnar sem mynda við það ríflega 700 fm gólfflöt. Upphaflega voru hugmyndir um að nota rýmið til samkomu- og viðburðahalds en minna hefur orðið úr því og húsið helst nýtt sem markaðs- og kynningartorg sem samrýmist varla þeim metnaði sem liggur að baki byggingunni. Hvað mundi sóma sér betur í þessum húsakynnum en Náttúruminjasafn Íslands sem hefur verið á meiri og minni hrakhólum í liðlega hálfa öld, allt frá því að það var tekið niður í Safnahúsinu um miðja síðustu öld og sett undir Náttúrufræðistofnun sem skyldi annast sýningahaldið. Í fyrstu var opnuð sýning í húsakynnum hennar við Hlemm í 100 fm sal á 3. hæð árið 1968. Tuttugu árum síðar var ráðist í nýjar og auknar sýningar með opnun tveggja 100 fm sala á 3. og 4. hæð, auk stigagangs og kapp lagt á að koma upp vönduðum sýningum. Þetta var töluvert átak fyrir vísinda- og rannsóknarstofnun sem í eðli sínu gegnir öðru hlutverki en að standa fyrir almennu sýningarhaldi. Ég er kunnugur þessari sögu vegna starfa minna að undirbúningi, hönnun og uppsetningu beggja þessara sýninga. Að auki gerði ég áætlanir um sýningu í ofangreindu rými í Perlunni sem átti að fylgja eftir sýningunum við Hlemm, en því miður varð ekkert úr því. Sýningarnar við Hlemm voru teknar niður og komið fyrir í geymslum, en ný lög um Náttúruminjasafn samþykkt á Alþingi sem ég fagna, þar sem Safnið var gert að sjálfstæðri stofnun sem sýni og kynni íslenska náttúru í nánu samstarfi við aðrar stofnanir sem stunda náttúrurannsóknir s. s. Hafrannsóknastofnun, Veðurstofu, Orkustofnun, Náttúrufræðistofnun og háskólana. Þörfin fyrir heppilegt húsnæði fyrir Náttúruminjasafn verður brýnni með hverju árinu sem líður og jafnframt vandræðalegri með sívaxandi ferðamannastraumi. Í Perluna kemur árlega þorri þeirra ferðamanna sem til landsins koma. Hún er eitt af helstu kennileitum Borgarinnar og útsýnisstaður. Væri nokkuð heppilegra en að þessi útsýnisstaður byði upp á sýningarhald um náttúru landsins og jarðfræði, grundvöll þeirrar sjálfbæru orku sem við erum svo hreykin af. Hér mætti koma fyrir tilkomumiklum sýningum á helstu þáttum íslenskrar náttúru, s. s. lífríki sjávar, fuglabyggð og varpstöðvum, eldvirkni, gosstöðvum o.s.frv. Með þessu móti mundi miðrýmið öðlast hlutverk ekki ósvipað því sem Ráðhúsið hefur áunnið sér með Íslandslíkaninu sem er gott dæmi um sýningarhald sem hefur tekist vel. Um tíu ára bil hefur Sögusafnið verið til húsa í Perunni og sýnt svipmyndir frá sögu þjóðarinnar og bókmenntum, vinsæll og fjölsóttur ferðamannastaður sem með áunninni reynslu og árangri ætti að vera öðru sýningarhaldi hvatning og lyftistöng, hljóti þessar hugmyndir brautargengi sem hér eru til umfjöllunar og hafa komið fram af og til frá því fyrir aldamót. Með því að taka Perluna undir Náttúruminjasafn mætti leysa tilvistarvanda Náttúruminjasafns, nýta reynslu Sögusafnsins, halda Perlunni í opinberri eigu og styrkja áform um Öskjuhlíð sem öflugt útivistarsvæði.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar