Fæðuöryggi, mannfjölgun og loftslagsbreytingar Ann-Kristine Johansson og Jan-Erik Enestam skrifar 22. mars 2012 06:00 Í þessari viku kemur Norðurlandaráð saman til fundar í Reykjavík til að fjalla um málefni norðurskautsins. Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs mun einnig ræða annað og mikilvægt mál, fæðuöryggi. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund nefndarinnar til að lýsa því hvernig fámenn þjóð á eyju í miðju Atlantshafi stendur vörð um fæðuöryggi sitt og stuðlar jafnframt að fæðuöryggi í öðrum löndum með því að flytja út sjávarafurðir. Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði jarðarbúar orðnir þremur milljörðum fleiri en nú. Það þarf því að afla fæðu fyrir fleira fólk en samtímis má búast við hraðfara breytingum á loftslagi og skertum aðgangi að fersku vatni. Síðustu ár hefur borið á verðhækkunum á matvælum vegna vaxandi eftirspurnar. Það veldur þrýstingi á framleiðendur og getur ógnað sjálfbærum veiðum og landbúnaði. Landbúnaðarframleiðsla getur valdið ofauðgun í vötnum og í hafi, jarðvegseyðingu, minni líffjölbreytni og öðrum skaða á umhverfinu. Það er víðtæk samstaða um að landbúnaður geti og eigi að vera sjálfbær. Það má ekki gleymast að hann getur stuðlað að breytileika landslags og lífríkis ef rétt er á málum haldið. Við teljum að fæðuframleiðslan sé á réttri leið hvað þetta varðar, en betur má ef duga skal. Undanfarin ár hefur áhugi vaxið á staðbundinni matvælaframleiðslu sem byggir á sögulegum hefðum og náttúrugæðum á hverjum stað. Vaxandi eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum matvælum hefur einnig haft umtalsverð jákvæð áhrif á framleiðslu bænda. Það er óhætt að segja að margar og ólíkar kröfur séu gerðar til matvælaframleiðenda. Þess er vænst að á hverju svæði séu staðbundnir landkostir nýttir til að tryggja fæðu fyrir 25 milljónir íbúa Norðurlanda. Matvælaverð á að vera sanngjarnt og viðráðanlegt fyrir neytendur. Maturinn á að vera hollur og næringarríkur. Framleiðslan á að vera bæði samfélagslega og umhverfislega ábyrg og í takt við menningu hvers svæðis. Þá þarf að mæta eftirspurn eftir lífrænt ræktaðri fæðu og staðbundnum matvælum. Svo takast megi að ná þessum margbreytilegu markmiðum er þörf fyrir skynsamlega stefnu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum og duglega framleiðendur sem geta aðlagast breyttum aðstæðum. Það verður einnig að nýta skynsamlega það opinbera fjármagn sem fer til landbúnaðarins til að framleiðsla bæði í fiskveiðum og landbúnaði verði sjálfbær. Evrópusambandið hefur til umfjöllunar tillögur um endurskoðun landbúnaðarstyrkjakerfisins. Það er ríkur vilji til þess að styrkir til landbúnaðar stuðli að því að ná samfélagslegum markmiðum í stað þess að þeir séu einfaldlega tekjubót fyrir bændur. Sama á við um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Þessar umbætur gætu stuðlað að grænum hagvexti. Fæðuöryggi felst ekki einungis í því að framleiða meira. Það felst einnig í því að nýta vel það sem er framleitt. Útreikningar benda til þess að árlega fari matvæli að andvirði 30 milljarða danskra króna til spillis á Norðurlöndum. Það þýðir að á bilinu tvær til þrjár milljónir tonna af góðum mat fara í súginn á hverju ári. Þetta er talsvert meira en samanlagður afli íslenska flotans og meira en árleg svínakjötsframleiðsla Dana. Þessi sóun veldur óþörfum umhverfisáhrifum og kemur engum að gangi. Þessu þarf að breyta. Loftslagsbreytingarnar munu hafa mikil áhrif. Í Suður-Evrópu má búast við því að framleiðsluskilyrði verði erfiðari. Norðar í álfunni gætu ræktunarskilyrði á hinn bóginn batnað við hlýnun. Bætt framleiðsluskilyrði koma ekki að gagni nema framleiðsluaðferðir verði lagaðar að nýjum aðstæðum. Ef það tekst gætu Norðurlönd haft ríkara hlutverki að gegna sem matvælaframleiðendur. Það er því mikilvægt að landgæðin verði nýtt með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Norðurlönd hafa hlutverki að gegna við að tryggja alþjóðlegt fæðuöryggi. Norrænu ríkin búa saman að margskonar reynslu sem getur komið að gagni við þær nauðsynlegu umbætur sem þarf að gera á fiskveiði- og landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Norðurlandaráð hefur komið fjölmörgum ábendingum á framfæri til Evrópusambandsins í þeim umræðum sem nú eiga sér stað um nýja fiskveiðistefnu. Norðurlandaráð hefur einnig blandað sér í umræður um umbætur á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Það er hlutverk Norðurlandaráðs að taka saman þá reynslu sem einstök ríki búa yfir og ræða hvernig megi nýta hana og þróa nýjar hugmyndir sem gætu komið að gagni víðar á Norðurlöndum, í Evrópusambandinu og jafnvel í víðara alþjóðlegu samhengi. Fundur okkar hér á Íslandi er liður í þessu starfi. Í þessu samhengi fögnum við því að fá tækifæri til að ræða fæðuöryggi við íslensk stjórnvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku kemur Norðurlandaráð saman til fundar í Reykjavík til að fjalla um málefni norðurskautsins. Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs mun einnig ræða annað og mikilvægt mál, fæðuöryggi. Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kemur á fund nefndarinnar til að lýsa því hvernig fámenn þjóð á eyju í miðju Atlantshafi stendur vörð um fæðuöryggi sitt og stuðlar jafnframt að fæðuöryggi í öðrum löndum með því að flytja út sjávarafurðir. Sameinuðu þjóðirnar spá því að árið 2050 verði jarðarbúar orðnir þremur milljörðum fleiri en nú. Það þarf því að afla fæðu fyrir fleira fólk en samtímis má búast við hraðfara breytingum á loftslagi og skertum aðgangi að fersku vatni. Síðustu ár hefur borið á verðhækkunum á matvælum vegna vaxandi eftirspurnar. Það veldur þrýstingi á framleiðendur og getur ógnað sjálfbærum veiðum og landbúnaði. Landbúnaðarframleiðsla getur valdið ofauðgun í vötnum og í hafi, jarðvegseyðingu, minni líffjölbreytni og öðrum skaða á umhverfinu. Það er víðtæk samstaða um að landbúnaður geti og eigi að vera sjálfbær. Það má ekki gleymast að hann getur stuðlað að breytileika landslags og lífríkis ef rétt er á málum haldið. Við teljum að fæðuframleiðslan sé á réttri leið hvað þetta varðar, en betur má ef duga skal. Undanfarin ár hefur áhugi vaxið á staðbundinni matvælaframleiðslu sem byggir á sögulegum hefðum og náttúrugæðum á hverjum stað. Vaxandi eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum matvælum hefur einnig haft umtalsverð jákvæð áhrif á framleiðslu bænda. Það er óhætt að segja að margar og ólíkar kröfur séu gerðar til matvælaframleiðenda. Þess er vænst að á hverju svæði séu staðbundnir landkostir nýttir til að tryggja fæðu fyrir 25 milljónir íbúa Norðurlanda. Matvælaverð á að vera sanngjarnt og viðráðanlegt fyrir neytendur. Maturinn á að vera hollur og næringarríkur. Framleiðslan á að vera bæði samfélagslega og umhverfislega ábyrg og í takt við menningu hvers svæðis. Þá þarf að mæta eftirspurn eftir lífrænt ræktaðri fæðu og staðbundnum matvælum. Svo takast megi að ná þessum margbreytilegu markmiðum er þörf fyrir skynsamlega stefnu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum og duglega framleiðendur sem geta aðlagast breyttum aðstæðum. Það verður einnig að nýta skynsamlega það opinbera fjármagn sem fer til landbúnaðarins til að framleiðsla bæði í fiskveiðum og landbúnaði verði sjálfbær. Evrópusambandið hefur til umfjöllunar tillögur um endurskoðun landbúnaðarstyrkjakerfisins. Það er ríkur vilji til þess að styrkir til landbúnaðar stuðli að því að ná samfélagslegum markmiðum í stað þess að þeir séu einfaldlega tekjubót fyrir bændur. Sama á við um fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Þessar umbætur gætu stuðlað að grænum hagvexti. Fæðuöryggi felst ekki einungis í því að framleiða meira. Það felst einnig í því að nýta vel það sem er framleitt. Útreikningar benda til þess að árlega fari matvæli að andvirði 30 milljarða danskra króna til spillis á Norðurlöndum. Það þýðir að á bilinu tvær til þrjár milljónir tonna af góðum mat fara í súginn á hverju ári. Þetta er talsvert meira en samanlagður afli íslenska flotans og meira en árleg svínakjötsframleiðsla Dana. Þessi sóun veldur óþörfum umhverfisáhrifum og kemur engum að gangi. Þessu þarf að breyta. Loftslagsbreytingarnar munu hafa mikil áhrif. Í Suður-Evrópu má búast við því að framleiðsluskilyrði verði erfiðari. Norðar í álfunni gætu ræktunarskilyrði á hinn bóginn batnað við hlýnun. Bætt framleiðsluskilyrði koma ekki að gagni nema framleiðsluaðferðir verði lagaðar að nýjum aðstæðum. Ef það tekst gætu Norðurlönd haft ríkara hlutverki að gegna sem matvælaframleiðendur. Það er því mikilvægt að landgæðin verði nýtt með skynsamlegum og sjálfbærum hætti. Norðurlönd hafa hlutverki að gegna við að tryggja alþjóðlegt fæðuöryggi. Norrænu ríkin búa saman að margskonar reynslu sem getur komið að gagni við þær nauðsynlegu umbætur sem þarf að gera á fiskveiði- og landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Norðurlandaráð hefur komið fjölmörgum ábendingum á framfæri til Evrópusambandsins í þeim umræðum sem nú eiga sér stað um nýja fiskveiðistefnu. Norðurlandaráð hefur einnig blandað sér í umræður um umbætur á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins. Það er hlutverk Norðurlandaráðs að taka saman þá reynslu sem einstök ríki búa yfir og ræða hvernig megi nýta hana og þróa nýjar hugmyndir sem gætu komið að gagni víðar á Norðurlöndum, í Evrópusambandinu og jafnvel í víðara alþjóðlegu samhengi. Fundur okkar hér á Íslandi er liður í þessu starfi. Í þessu samhengi fögnum við því að fá tækifæri til að ræða fæðuöryggi við íslensk stjórnvöld.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun