Þóra: Við klúðruðum þessu sjálfar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. mars 2012 06:45 Þóra var mögnuð á milli stanganna og hélt sínu liði inni í leiknum allt þar til undir lokin.fréttablaðið/stefán Íslendingaliðið Malmö lauk keppni í Meistaradeildinni í gær eftir grátlegt 3-0 tap fyrir þýska liðinu Frankfurt. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Malmö. Sænska liðið stóð sig vel í að verja forskotið og það var ekki fyrr en á 66. mínútu sem þýska liðið skoraði. Það stefndi allt í framlengingu þegar Frankfurt skoraði tvö mörk á tveimur mínútum undir lok leiksins. Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir átti frábæran leik í marki Malmö en stórleikur hennar dugði ekki til að þessu sinni. „Ég veit ekki hvort þetta er meira svekkjandi af því ég átti fínan leik. Það er erfitt að greina það. Maður er aumur á líkama og sál eftir þennan leik," sagði Þóra við Fréttablaðið eftir leikinn. „Þetta var hrikalega svekkjandi því við héldum ansi lengi út. Við fengum líka fín tækifæri til þess að skora í fyrri hálfleik. Við klúðruðum þessu sjálfar og getum ekki kennt neinum öðrum um. Þær voru betri en við í dag og eru betri. Við verðum bara að viðurkenna það." Það lá ansi mikið á Malmö allan leikinn en þökk sé stórleik Þóru var sænska liðið alltaf inni í leiknum. „Í stöðunni 1-0 lifði þetta hjá okkur þó svo það hefði ekki verið frábært fyrir okkur að fara í framlengingu." Það var farið að draga mikið af leikmönnum Malmö undir lokin. Liðið æfir og spilar á gervigrasi og því getur verið þungt að fara á gras. „Við vorum orðnar ansi þreyttar. Grasið er samt of einföld afsökun. Við leyfðum þeim að spila of mikið í kringum okkur og urðum að hlaupa mikið þess vegna. Við felum okkur ekki á bak við neinar afsakanir. Við tökum ábyrgð á þessu." Eftir leikinn þurfti Malmö-liðið að fara í langa rútuferð aftur heim til Svíþjóðar og voru þær ekki komnar heim fyrr en í morgunsárið. „Þetta verður löng og erfið ferð. Ætli þjálfarinn lengi hana ekki síðan með því að smella leiknum í tækið," sagði Þóra létt. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Íslendingaliðið Malmö lauk keppni í Meistaradeildinni í gær eftir grátlegt 3-0 tap fyrir þýska liðinu Frankfurt. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Malmö. Sænska liðið stóð sig vel í að verja forskotið og það var ekki fyrr en á 66. mínútu sem þýska liðið skoraði. Það stefndi allt í framlengingu þegar Frankfurt skoraði tvö mörk á tveimur mínútum undir lok leiksins. Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir átti frábæran leik í marki Malmö en stórleikur hennar dugði ekki til að þessu sinni. „Ég veit ekki hvort þetta er meira svekkjandi af því ég átti fínan leik. Það er erfitt að greina það. Maður er aumur á líkama og sál eftir þennan leik," sagði Þóra við Fréttablaðið eftir leikinn. „Þetta var hrikalega svekkjandi því við héldum ansi lengi út. Við fengum líka fín tækifæri til þess að skora í fyrri hálfleik. Við klúðruðum þessu sjálfar og getum ekki kennt neinum öðrum um. Þær voru betri en við í dag og eru betri. Við verðum bara að viðurkenna það." Það lá ansi mikið á Malmö allan leikinn en þökk sé stórleik Þóru var sænska liðið alltaf inni í leiknum. „Í stöðunni 1-0 lifði þetta hjá okkur þó svo það hefði ekki verið frábært fyrir okkur að fara í framlengingu." Það var farið að draga mikið af leikmönnum Malmö undir lokin. Liðið æfir og spilar á gervigrasi og því getur verið þungt að fara á gras. „Við vorum orðnar ansi þreyttar. Grasið er samt of einföld afsökun. Við leyfðum þeim að spila of mikið í kringum okkur og urðum að hlaupa mikið þess vegna. Við felum okkur ekki á bak við neinar afsakanir. Við tökum ábyrgð á þessu." Eftir leikinn þurfti Malmö-liðið að fara í langa rútuferð aftur heim til Svíþjóðar og voru þær ekki komnar heim fyrr en í morgunsárið. „Þetta verður löng og erfið ferð. Ætli þjálfarinn lengi hana ekki síðan með því að smella leiknum í tækið," sagði Þóra létt.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira