Virkjanir í Þjórsá 20. mars 2012 06:00 Það var stórt skref í sögu mannkynsins þegar því tókst að beisla eldinn og hefur þeim sem það gerðu tæplega órað fyrir hve stórt skref var þar með búið að stíga til framþróunar. Sama má segja um þegar mönnum tókst í fyrsta sinn að virkja orku rennandi vatns, hvort heldur sem var til að framkvæma vinnu, eða til að hafa stjórn á hvernig það rynni um jörðina sem þeir voru að yrkja. Þannig hefur það alla tíð verið, frá því maðurinn náði þeim áfanga að smíða sér fyrstu verkfærin, að eitt hefur rekið annað á framfarabraut: Orka beisluð hvort sem fólst í rennandi vatni, blæstri vindanna eða skini sólarinnar, en þaðan er vitanlega öll sú orka komin sem beisluð hefur verið, þó að í fyrstu blasi það ekki alltaf við. Margt hefur vitanlega breyst síðan mannskepnan steig sín fyrstu skref í átt til þeirra framfara sem hér var lýst og víst hefur margt af því sem við mennirnir höfum tekið okkur fyrir hendur ekki verið mjög gæfulegt, skoðað í ljósi sögunnar. Beislun orku hefur ekki alltaf verið til góðs og þarf ekki annað en leiða hugann að nokkrum undangengnum styrjöldum til að sannfærast um það, en hinu er ekki hægt að neita að margt hefur líka vel til tekist og æðimörg er sú orkuvinnsla sem bæði er til góðs og framfara. Sú var tíð að Reykjavík var hituð, fyrst með kolum, mó og öðru því sem til féll, eða þar til olían tók við áður en hitaveitan kom til sögunnar. Ótrúlega stutt er síðan hús í höfuðborginni voru kynt með olíu nær alfarið - og enn styttra er síðan því var hætt, að koma fyrir olíukatli í nýjum húsum til upphitunar þar til hitaveitan gæti síðan tekið við. Nú virðist svo komið, að nokkuð stórum hluta landsmanna finnist það sjálfgefið að búa við mengunarlausa orku í formi jarðhita og frá virkjunum í fallvötnum. En er það svo? Til að koma þessu svo fyrir hefur ýmislegt þurft til að koma, s.s. hugvit, verkþekking og ekki síst framsýni og geta til að hrinda hlutunum í framkvæmd. Nú er hins vegar svo að sjá, að hluti þjóðarinnar telji þetta allt svo sjálfsagt, að nú sé hægt að setjast í helgan stein og hafa það náðugt og viðhorfið er oftast klætt í þann búning, að um áhuga fyrir „óspilltri" náttúru landsins sé að ræða. Sá áhugi er því miður nokkuð seint til sögunnar kominn, því ekki er mjög mikið eftir af óspilltri náttúru, en um það er hins vegar ekki deilt, að þar sem hún finnst, er vitanlega sjálfsagt og eðlilegt að fara varlega og gæta þess að spilla henni ekki að óþörfu. Ef marka má fréttir sem fluttar hafa verið í Fréttablaðinu og á Stöð 2, þá mun standa til að framlengja líf ríkisstjórnarinnar með því að falla frá áformum um fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Um er að ræða þrjár til fjórar virkjanir eftir því hvernig talið er. Þrjár í neðri hluta árinnar að viðbættri einni miðlun sem auka mun afköst allra virkjananna. Um er að ræða einhverja hagstæðustu virkjanakosti sem völ er á, neikvæð umhverfisáhrif eru hverfandi og miðlanir fyrri virkjana koma til með að nýtast þeim nýju. Ákvörðun um að falla frá þessum virkjunum gleður vafalaust umhverfisverndarsinna, en er um leið enn eitt dapurlegt dæmið um hve langt menn geta gengið til að ná fram kröfum sínum. Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, lýsti á sínum tíma yfir hrifningu sinni á umræddum virkjunum og taldi þær góðan kost. Þar hafði hann vitanlega rétt fyrir sér, en það hafði hann hins vegar ekki þegar hann gaf gufuaflsvirkjunum til raforkuframleiðslu góða einkunn, því eins og alþjóð veit fylgir þeim mengun sem barist er við og að auki er nýting orkunnar afar lítil. Fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá eru einn hagkvæmasti virkjunarkostur sem í boði er, ekki síst vegna aukinnar nýtingar á vatnsmiðluninni í ánni. Virkjanirnar koma ekki til með að valda umhverfisspjöllum sem neinu nemur og gera í raun ekki annað en nýta enn betur rennsli árinnar sem að öðrum kosti fer, engum til gagns, óbeislað til sjávar. Umhverfisverndarsinnar hafa það að markmiði að helst ekkert verði virkjað, náttúran skuli njóti vafans (eins og þeir kalla það) og til frekari útskýringar á afstöðu sinni, skýla þeir sér bakvið, að allt sé þetta nú gert fyrir komandi kynslóðir. Sér til stuðnings hafa þeir fengið ýmsa utan úr heimi til að leggja málstaðnum lið, m. a. með óspektum á virkjanasvæðunum. Kalla þeir sig „aðgerðasinna" og tilgangurinn mun eiga að helga meðalið. Gera má því skóna að er tímar líða og komandi kynslóðir líta til baka, muni þeim þykja afstaða svokallaðra verndunarsinna í besta falli brosleg er þeir taka til við að hrinda í framkvæmd því sjálfsagða, þ.e. að nýta orku árinnar og að þá muni verði litið með eftirsjá til þess tekjutaps sem þjóðarbúið hafi orðið fyrir vegna kyrrstöðunnar. Nema sú undarlega staða komi upp, að orka verði einskis virði og þar af leiðandi ekkert við hana að gera. Flestum þykir það væntanlega ósennileg uppákoma og mun líklegra er að eftirspurn eftir umhverfisvænni, endurnýjanlegri orku fari vaxandi um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það var stórt skref í sögu mannkynsins þegar því tókst að beisla eldinn og hefur þeim sem það gerðu tæplega órað fyrir hve stórt skref var þar með búið að stíga til framþróunar. Sama má segja um þegar mönnum tókst í fyrsta sinn að virkja orku rennandi vatns, hvort heldur sem var til að framkvæma vinnu, eða til að hafa stjórn á hvernig það rynni um jörðina sem þeir voru að yrkja. Þannig hefur það alla tíð verið, frá því maðurinn náði þeim áfanga að smíða sér fyrstu verkfærin, að eitt hefur rekið annað á framfarabraut: Orka beisluð hvort sem fólst í rennandi vatni, blæstri vindanna eða skini sólarinnar, en þaðan er vitanlega öll sú orka komin sem beisluð hefur verið, þó að í fyrstu blasi það ekki alltaf við. Margt hefur vitanlega breyst síðan mannskepnan steig sín fyrstu skref í átt til þeirra framfara sem hér var lýst og víst hefur margt af því sem við mennirnir höfum tekið okkur fyrir hendur ekki verið mjög gæfulegt, skoðað í ljósi sögunnar. Beislun orku hefur ekki alltaf verið til góðs og þarf ekki annað en leiða hugann að nokkrum undangengnum styrjöldum til að sannfærast um það, en hinu er ekki hægt að neita að margt hefur líka vel til tekist og æðimörg er sú orkuvinnsla sem bæði er til góðs og framfara. Sú var tíð að Reykjavík var hituð, fyrst með kolum, mó og öðru því sem til féll, eða þar til olían tók við áður en hitaveitan kom til sögunnar. Ótrúlega stutt er síðan hús í höfuðborginni voru kynt með olíu nær alfarið - og enn styttra er síðan því var hætt, að koma fyrir olíukatli í nýjum húsum til upphitunar þar til hitaveitan gæti síðan tekið við. Nú virðist svo komið, að nokkuð stórum hluta landsmanna finnist það sjálfgefið að búa við mengunarlausa orku í formi jarðhita og frá virkjunum í fallvötnum. En er það svo? Til að koma þessu svo fyrir hefur ýmislegt þurft til að koma, s.s. hugvit, verkþekking og ekki síst framsýni og geta til að hrinda hlutunum í framkvæmd. Nú er hins vegar svo að sjá, að hluti þjóðarinnar telji þetta allt svo sjálfsagt, að nú sé hægt að setjast í helgan stein og hafa það náðugt og viðhorfið er oftast klætt í þann búning, að um áhuga fyrir „óspilltri" náttúru landsins sé að ræða. Sá áhugi er því miður nokkuð seint til sögunnar kominn, því ekki er mjög mikið eftir af óspilltri náttúru, en um það er hins vegar ekki deilt, að þar sem hún finnst, er vitanlega sjálfsagt og eðlilegt að fara varlega og gæta þess að spilla henni ekki að óþörfu. Ef marka má fréttir sem fluttar hafa verið í Fréttablaðinu og á Stöð 2, þá mun standa til að framlengja líf ríkisstjórnarinnar með því að falla frá áformum um fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Um er að ræða þrjár til fjórar virkjanir eftir því hvernig talið er. Þrjár í neðri hluta árinnar að viðbættri einni miðlun sem auka mun afköst allra virkjananna. Um er að ræða einhverja hagstæðustu virkjanakosti sem völ er á, neikvæð umhverfisáhrif eru hverfandi og miðlanir fyrri virkjana koma til með að nýtast þeim nýju. Ákvörðun um að falla frá þessum virkjunum gleður vafalaust umhverfisverndarsinna, en er um leið enn eitt dapurlegt dæmið um hve langt menn geta gengið til að ná fram kröfum sínum. Formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, lýsti á sínum tíma yfir hrifningu sinni á umræddum virkjunum og taldi þær góðan kost. Þar hafði hann vitanlega rétt fyrir sér, en það hafði hann hins vegar ekki þegar hann gaf gufuaflsvirkjunum til raforkuframleiðslu góða einkunn, því eins og alþjóð veit fylgir þeim mengun sem barist er við og að auki er nýting orkunnar afar lítil. Fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá eru einn hagkvæmasti virkjunarkostur sem í boði er, ekki síst vegna aukinnar nýtingar á vatnsmiðluninni í ánni. Virkjanirnar koma ekki til með að valda umhverfisspjöllum sem neinu nemur og gera í raun ekki annað en nýta enn betur rennsli árinnar sem að öðrum kosti fer, engum til gagns, óbeislað til sjávar. Umhverfisverndarsinnar hafa það að markmiði að helst ekkert verði virkjað, náttúran skuli njóti vafans (eins og þeir kalla það) og til frekari útskýringar á afstöðu sinni, skýla þeir sér bakvið, að allt sé þetta nú gert fyrir komandi kynslóðir. Sér til stuðnings hafa þeir fengið ýmsa utan úr heimi til að leggja málstaðnum lið, m. a. með óspektum á virkjanasvæðunum. Kalla þeir sig „aðgerðasinna" og tilgangurinn mun eiga að helga meðalið. Gera má því skóna að er tímar líða og komandi kynslóðir líta til baka, muni þeim þykja afstaða svokallaðra verndunarsinna í besta falli brosleg er þeir taka til við að hrinda í framkvæmd því sjálfsagða, þ.e. að nýta orku árinnar og að þá muni verði litið með eftirsjá til þess tekjutaps sem þjóðarbúið hafi orðið fyrir vegna kyrrstöðunnar. Nema sú undarlega staða komi upp, að orka verði einskis virði og þar af leiðandi ekkert við hana að gera. Flestum þykir það væntanlega ósennileg uppákoma og mun líklegra er að eftirspurn eftir umhverfisvænni, endurnýjanlegri orku fari vaxandi um ókomna tíð.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun