Þekkist ekki lengur úti á götu 20. mars 2012 07:00 Smári er byrjaður að safna fyrir Mottumars. Mynd/Anton „Það er mjög þungu fargi af mér létt. Ég var að spá í að setja sílíkon í hökuna til að jafna út þungann," segir Smári Tarfur Jósepsson. Gítarleikarinn snjalli er búinn að raka af sér alskeggið sem hann hefur verið með á andlitinu nánast samfleytt síðan 1994, eða í átján ár. Skeggið hefur verið einkennismerki hans en nú er svo komið að hann þekkist ekki úti á götu. „Nú er ekki glápt á mann og hneykslast lengur. Skeggið er heldur ekki að fjúka framan í mig eins og vildi gjarnan gerast." Það voru þær Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir sem eru með honum í hljómsveitinni Ylju sem áttu þátt í þessari stóru ákvörðun. „Þær hafa ýtt mér út í margt skemmtilegt og framandi, þar á meðal mottuna góðu. Best finnst mér þó að þær eru ákaflega hæfileikaríkir gítarleikarar og samvinna mín við þær hefur ýtt mér til þess að verða enn betri á gítar sjálfur," segir Smári, sem er einna þekktastur fyrir samstarf sitt með rappsveitinni Quarashi. Í stað alskeggsins er Smári kominn með forláta mottu og er þegar byrjaður að safna fyrir Mottumars. Hægt er að sjá síðuna hans hér. „Það er ákveðinn húmor í mottunni sem mér finnst skemmtilegur. Það blundar líka í manni mikill Þjóðverji. Ég var alltaf rosalegur Detlef Schrempf-aðdáandi í gamla daga," segir hann hress og á við þýska NBA-leikmanninn. „Svo hef ég ekki séð hökuna á mér síðan rétt um tvítugt. Ég hélt að það væri bara krepptur hnefi þarna undir." - fb Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Það er mjög þungu fargi af mér létt. Ég var að spá í að setja sílíkon í hökuna til að jafna út þungann," segir Smári Tarfur Jósepsson. Gítarleikarinn snjalli er búinn að raka af sér alskeggið sem hann hefur verið með á andlitinu nánast samfleytt síðan 1994, eða í átján ár. Skeggið hefur verið einkennismerki hans en nú er svo komið að hann þekkist ekki úti á götu. „Nú er ekki glápt á mann og hneykslast lengur. Skeggið er heldur ekki að fjúka framan í mig eins og vildi gjarnan gerast." Það voru þær Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir sem eru með honum í hljómsveitinni Ylju sem áttu þátt í þessari stóru ákvörðun. „Þær hafa ýtt mér út í margt skemmtilegt og framandi, þar á meðal mottuna góðu. Best finnst mér þó að þær eru ákaflega hæfileikaríkir gítarleikarar og samvinna mín við þær hefur ýtt mér til þess að verða enn betri á gítar sjálfur," segir Smári, sem er einna þekktastur fyrir samstarf sitt með rappsveitinni Quarashi. Í stað alskeggsins er Smári kominn með forláta mottu og er þegar byrjaður að safna fyrir Mottumars. Hægt er að sjá síðuna hans hér. „Það er ákveðinn húmor í mottunni sem mér finnst skemmtilegur. Það blundar líka í manni mikill Þjóðverji. Ég var alltaf rosalegur Detlef Schrempf-aðdáandi í gamla daga," segir hann hress og á við þýska NBA-leikmanninn. „Svo hef ég ekki séð hökuna á mér síðan rétt um tvítugt. Ég hélt að það væri bara krepptur hnefi þarna undir." - fb
Lífið Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira