Lífið

Fjölmiðlastjörnur tóku lagið með Sú Ellen

Andri Freyr Viðarsson/Car pooling Andri Freyr Viðarsson, útvarpsmaður
Andri Freyr Viðarsson/Car pooling Andri Freyr Viðarsson, útvarpsmaður
Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson og sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan stigu á stokk með hljómsveitinni Sú Ellen á Austfirðingaballi á laugardag.

Ballið fór fram á skemmtistaðnum Spot og eru slík Austfirðingaböll haldin tvisvar á ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var mikil stemning á ballinu, eins og alltaf þegar Austfirðingar koma saman, og þótti fjölmiðlamönnunum mikill heiður að fá að taka lagið með Sú Ellen enda hljómsveitin í miklum metum hjá þeim báðum.

Andri Freyr og Helgi sungu lögin Símon og Sveppalagið og ætlaði víst allt um koll að keyra er þeir luku sér af. Þetta var í fyrsta sinn sem Andri Freyr sækir Austfirðingaball en haft var eftir honum að hann ætlaði að mæta á þau öll eftir þessa upplifun. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.