Að vera samferða sjálfum sér Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 17. mars 2012 08:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Fyrir nokkrum vikum bætti ég Íslandsmetið mitt í fimmtarþraut. Í kjölfarið átti ég samtal við eina bestu vinkonu mína sem vakti mig til umhugsunar og gaf mér innblástur í þennan pistil. Þessi vinkona mín æfir og keppir einnig í frjálsum íþróttum. Síðastliðin ár hafa verið henni erfið á brautinni og ekki gengið sem skildi. En loksins núna í vetur fóru hlutirnir aftur að gerast hjá henni og hún er farin að hlaupa á mun betri tímum en síðastliðin ár. Sama dag og ég setti Íslandsmetið hafði hún einmitt hlaupið á flottum tíma. Við vorum því báðar sáttar með daginn. Ég talaði mest um hvað mér hefði þótt gaman í dag en hún talaði mest um hvað hún ætti mikið inni sem kæmi fram í næsta hlaupi. Auðvitað var ég sammála henni í því en fannst ég þó verða að stoppa hana þegar hún sagði: „Ó, það verður svo gaman hjá okkur næsta sumar." Af hverju þurfum við alltaf að vera einu skrefi á undan okkur sjálfum? Við erum varla komin yfir endamarkslínuna þegar við erum farin að tala um hvað næsta hlaup á að vera rosalega öflugt. Þegar íslenska landsliðið í handbolta hefur keppni á stórmóti virðist það stundum skipta meira máli að ná góðu sæti upp á að komast inn á næsta stórmót eða lenda í góðum riðli í næstu undankeppni í stað þess að ná virkilega góðum árangri á því móti sem er í gangi akkúrat þá stundina. Þegar ég set Íslandsmet í fimmtarþraut innanhúss gefur það góð fyrirheit fyrir sumarið. Að sjálfsögðu má líta á það þannig en væri ekki gáfulegra bara að taka öllum árangri fagnandi án þess að þurfa sífellt að skilyrða hann við eitthvað sem hugsanlega getur orðið í framtíðinni? Ég veit að fyrir frjálsíþróttafólk skiptir sumarið 2012 miklu máli en það kæmi mér ekki á óvart ef að árangur sumarsins 2012 verði tengdur við sumarið 2016 þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir aftur. Ég sjálf stend mig oft að því að vera byrjuð að plana næsta æfinga- og keppnistímabil áður en núverandi æfinga- og keppnistímabili er lokið. Næsta sumar ætla ég að stökkva svona langt, lyfta svona þungt, hlaupa svona hratt, æfa svona mikið, vinna allar keppnir sem ég tek þátt í og bæta öll met. Það er auðvelt að gleyma sér í framtíðinni og missa af núverandi tímabili, tímabilinu sem síðasta sumar átti einmitt að vera tímabilið sem allt átti að ganga upp. Það er mikilvægt að vera samferða sjálfum sér, taka eitt skref í einu og byrja á réttum enda. Ætli maður sér að verða Ólympíumeistari er gott að byrja á því að tryggja sér keppnisrétt á leikunum fyrst. Frjálsar íþróttir Pistillinn Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Fyrir nokkrum vikum bætti ég Íslandsmetið mitt í fimmtarþraut. Í kjölfarið átti ég samtal við eina bestu vinkonu mína sem vakti mig til umhugsunar og gaf mér innblástur í þennan pistil. Þessi vinkona mín æfir og keppir einnig í frjálsum íþróttum. Síðastliðin ár hafa verið henni erfið á brautinni og ekki gengið sem skildi. En loksins núna í vetur fóru hlutirnir aftur að gerast hjá henni og hún er farin að hlaupa á mun betri tímum en síðastliðin ár. Sama dag og ég setti Íslandsmetið hafði hún einmitt hlaupið á flottum tíma. Við vorum því báðar sáttar með daginn. Ég talaði mest um hvað mér hefði þótt gaman í dag en hún talaði mest um hvað hún ætti mikið inni sem kæmi fram í næsta hlaupi. Auðvitað var ég sammála henni í því en fannst ég þó verða að stoppa hana þegar hún sagði: „Ó, það verður svo gaman hjá okkur næsta sumar." Af hverju þurfum við alltaf að vera einu skrefi á undan okkur sjálfum? Við erum varla komin yfir endamarkslínuna þegar við erum farin að tala um hvað næsta hlaup á að vera rosalega öflugt. Þegar íslenska landsliðið í handbolta hefur keppni á stórmóti virðist það stundum skipta meira máli að ná góðu sæti upp á að komast inn á næsta stórmót eða lenda í góðum riðli í næstu undankeppni í stað þess að ná virkilega góðum árangri á því móti sem er í gangi akkúrat þá stundina. Þegar ég set Íslandsmet í fimmtarþraut innanhúss gefur það góð fyrirheit fyrir sumarið. Að sjálfsögðu má líta á það þannig en væri ekki gáfulegra bara að taka öllum árangri fagnandi án þess að þurfa sífellt að skilyrða hann við eitthvað sem hugsanlega getur orðið í framtíðinni? Ég veit að fyrir frjálsíþróttafólk skiptir sumarið 2012 miklu máli en það kæmi mér ekki á óvart ef að árangur sumarsins 2012 verði tengdur við sumarið 2016 þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir aftur. Ég sjálf stend mig oft að því að vera byrjuð að plana næsta æfinga- og keppnistímabil áður en núverandi æfinga- og keppnistímabili er lokið. Næsta sumar ætla ég að stökkva svona langt, lyfta svona þungt, hlaupa svona hratt, æfa svona mikið, vinna allar keppnir sem ég tek þátt í og bæta öll met. Það er auðvelt að gleyma sér í framtíðinni og missa af núverandi tímabili, tímabilinu sem síðasta sumar átti einmitt að vera tímabilið sem allt átti að ganga upp. Það er mikilvægt að vera samferða sjálfum sér, taka eitt skref í einu og byrja á réttum enda. Ætli maður sér að verða Ólympíumeistari er gott að byrja á því að tryggja sér keppnisrétt á leikunum fyrst.
Frjálsar íþróttir Pistillinn Mest lesið „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira