Lífið

Útrás Reykjavík í New York

Ísold Uggadóttir.
Ísold Uggadóttir.
Stuttmyndin Útrás Reykjavík í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur hefur verið valin á kvikmyndahátíðina New Directors/New Films sem fer fram í New York dagana 21.mars - 1.apríl.

Hátíðin er haldin á vegum Museum of Modern Art og The Film Society of Lincoln Center en alls eru 12 stuttmyndir valdar inn á hátíðina. New Directors/New Films er þekkt fyrir að kynna til leiks ný nöfn í kvikmyndabransann en meðal þeirra sem stigu sín fyrstu skref á hátíðinni eru Pedró Almodóvar, Steven Spielberg og Spike Lee.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×