Skáld og stjórnmálamenn í Vinnufatabúðinni 6. mars 2012 11:00 Hvað eiga útivistarmenn, skáld, skrifstofufólk, stjórnmálamenn, iðnaðarmenn og verkafólk sameiginlegt? Jú, að sækjast eftir klassískri merkjavöru sem endist og endist, í Vinnufatabúðinni. Verslunin hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu og er rómuð fyrir góða og persónulega þjónustu. Á fyrstu árunum gátu viðskiptavinir Vinnufatabúðinnarinnar ekki einungis verslað föt, heldur einnig látið sérsauma og breyta herrabuxum. Vinnufatabúðin er í tvílyftu húsi við Laugaveg 76, sem verða mun 102 ára í sumar. Þar hefur lítið verið hróflað við innréttingum síðan verslunin var sett á fót sumarið 1941; en nú, 71 ári síðar, standa breytingar fyrir dyrum sem líta munu dagsins ljós með hækkandi sól. Frá árinu 1910 hefur Laugavegur 76 meðal annars hýst matvörubúð, sælgætisverslun, úrsmið, gjafavörubúð og Gúmmívinnustofuna, sem talin er fyrsta dekkjaverkstæði landsins. Hún annaðist viðgerðir á bifreiðahjólbörðum og reiðhjóladekkjum, framleiddi gúmmílím og endurnýtti hjólbarða í gúmmískó. Sú merka saga vekur forvitni yngri kynslóða í dag, sem líta til endurvinnslu og endurnotkunar hráefnis. Í tilefni fyrirhugaðrar andlitslyftingar efnir Vinnufatabúðin til rýmingarsölu þar sem boðinn er 20-60 prósenta afsláttur af þekktum merkjavörum. Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
Hvað eiga útivistarmenn, skáld, skrifstofufólk, stjórnmálamenn, iðnaðarmenn og verkafólk sameiginlegt? Jú, að sækjast eftir klassískri merkjavöru sem endist og endist, í Vinnufatabúðinni. Verslunin hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldu og er rómuð fyrir góða og persónulega þjónustu. Á fyrstu árunum gátu viðskiptavinir Vinnufatabúðinnarinnar ekki einungis verslað föt, heldur einnig látið sérsauma og breyta herrabuxum. Vinnufatabúðin er í tvílyftu húsi við Laugaveg 76, sem verða mun 102 ára í sumar. Þar hefur lítið verið hróflað við innréttingum síðan verslunin var sett á fót sumarið 1941; en nú, 71 ári síðar, standa breytingar fyrir dyrum sem líta munu dagsins ljós með hækkandi sól. Frá árinu 1910 hefur Laugavegur 76 meðal annars hýst matvörubúð, sælgætisverslun, úrsmið, gjafavörubúð og Gúmmívinnustofuna, sem talin er fyrsta dekkjaverkstæði landsins. Hún annaðist viðgerðir á bifreiðahjólbörðum og reiðhjóladekkjum, framleiddi gúmmílím og endurnýtti hjólbarða í gúmmískó. Sú merka saga vekur forvitni yngri kynslóða í dag, sem líta til endurvinnslu og endurnotkunar hráefnis. Í tilefni fyrirhugaðrar andlitslyftingar efnir Vinnufatabúðin til rýmingarsölu þar sem boðinn er 20-60 prósenta afsláttur af þekktum merkjavörum.
Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira