Lífið

Stillt upp í Airwaves 2012

Tilkynnt hefur verið um fyrstu tíu flytjendurna sem koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem verður haldin í haust. Í erlendu deildinni eru það breska gítarsveitin Django Django, 80's tyggjópoppsveitin Friends frá Brooklyn, breska þjóðlagaskotna indísveitin Daughter og dimma elektrótvíeykið Exitmusic frá Brooklyn.

Í íslensku deildinni stíga á svið Sóley, Prins Póló, Sykur, Samaris, Úlfur Úlfur og The Vintage Caravan. Miðasalan á hátíðina er hafin á glænýrri heimasíðu Iceland Airwaves. Fram til 1. júní verður hægt að kaupa miða á sérstökum afsláttarkjörum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.