Baráttan við refsileysi skilar árangri 25. febrúar 2012 06:00 Kynferðislegt ofbeldi í hernaði er alvarlegt mein sem bitnar á milljónum manna um allan heim. Eitt stærsta viðfangsefnið í mannréttindabaráttu í heiminum er að binda enda á skipulagða beitingu kynferðislegs ofbeldis í styrjaldarátökum. Skýrsla framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til Öryggisráðsins 23. febrúar markar tímamót því þar eru í fyrsta skipti nafngreindir einstaklingar sem gerst hafa sekir um kynferðislegt ofbeldi í hernaði. Birting lista yfir þessa einstaklinga, er nýjasta vopn Öryggisráðsins til að vinna bug á refsileysi og kröftug yfirlýsing þess efnis að þeir sem láti kynferðislegt ofbeldi líðast, brjóti með því alþjóðalög. Drengjum nauðgað í fangelsumSum einstök dæmi, sem nefnd eru í skýrslunni, eru átakanleg. Frásagnir hafa borist frá Sýrlandi frá körlum sem segjast hafa verið misnotaðir kynferðislega og orðið sjálfir vitni að því að unglingspiltum hafi verið nauðgað. Og í Líbíu var konum rænt á heimilum sínum, í bifreiðum eða á götum úti og þær fluttar á ókunna staði þar sem þeim var nauðgað. Körlum var nauðgað í endaþarm í fangelsum í því skyni að knýja þá til sagna. Það er í senn jákvætt og hvetjandi að Öryggisáðið láti, hér eftir sem hingað til, kynferðislegt ofbeldi í hernaði til sín taka. Engu að síður hef ég enn sem fyrr þungar áhyggjur af látlausum mannréttindabrotum um allan heim, þar á meðal tíðni nauðgana í tengslum við átök. Sérstaklega er áhyggjuefni að í mörgum tilfellum eru það öryggissveitir ríkja sem gera sig sekar um kynferðislegt ofbeldi, og höggva þar þeir sem síst skyldi, því hlutverk þeirra er að vernda borgarana. Einkennisbúningurinn á að vera tákn öryggis, aga og almannaþjónustu en er á allt of mörgum stöðum táknmynd nauðgana, rána og gripdeilda; ógnar og skelfingar. Annað dæmi er beiting kynferðislegs ofbeldis eða hótana um slíkt, sem kúgunartækis í kosningabaráttu eða til að brjóta borgaralegt andóf á bak aftur. Við þekkjum einnig dæmi þess að kynferðislegu ofbeldi sé beitt í fangelsum og á landamærum þar sem átök geisa. Stjórnmála- og herforingjar á átakasvæðum nota kynferðisglæpi til að ná fram pólitískum, hernaðarlegum og efnahagslegum markmiðum með því að rekja upp þann vef sem hnýtir samfélagið saman í eina heild. Beiting þessa þögla, ódýra og áhrifaríka vopns hefur í för með sér alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir þolandann og dregur úr von um að hægt sé að koma á varanlegum friði. Það er lífseig þjóðsaga að nauðganir séu óumflýjanlegar á stríðstímum. En ef hægt er að skipuleggja kynferðislegt ofbeldi, þá er einnig hægt að refsa gerendum; ef hægt er að fyrirskipa það, þá er hægt að fordæma það. Barátta við refsileysi skilar árangriRefsileysi er þýðingarmikið mál í mörgum ríkjum. Þess vegna hef ég skorið upp herör gegn refsileysi við kynferðislegum glæpum. Við sjáum þess nú merki að þetta er farið að skila árangri, til dæmis í Lýðveldinu Kongó (DRC): Á innan við ári hafa með fulltingi Sameinuðu þjóðanna verið haldin 250 réttarhöld yfir liðsmönnum öryggissveita ríkisins. Í kjölfarið hafa meira en 150 einstaklingar verið dæmdir fyrir nauðgun og annars konar kynferðislega glæpi. Enn er margt ógert í baráttunni við nauðganir sem vopn í hernaði. Ég mun halda áfram með aðstoð Öryggisáðsins að berjast fyrir því að refsileysi heyri sögunni til og tryggja að gerendur verði dregnir fyrir dóm. Í þessari baráttu treysti ég á vilja Öryggisráðsins til að grípa til allra tiltækra ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kynferðislegt ofbeldi í hernaði er alvarlegt mein sem bitnar á milljónum manna um allan heim. Eitt stærsta viðfangsefnið í mannréttindabaráttu í heiminum er að binda enda á skipulagða beitingu kynferðislegs ofbeldis í styrjaldarátökum. Skýrsla framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til Öryggisráðsins 23. febrúar markar tímamót því þar eru í fyrsta skipti nafngreindir einstaklingar sem gerst hafa sekir um kynferðislegt ofbeldi í hernaði. Birting lista yfir þessa einstaklinga, er nýjasta vopn Öryggisráðsins til að vinna bug á refsileysi og kröftug yfirlýsing þess efnis að þeir sem láti kynferðislegt ofbeldi líðast, brjóti með því alþjóðalög. Drengjum nauðgað í fangelsumSum einstök dæmi, sem nefnd eru í skýrslunni, eru átakanleg. Frásagnir hafa borist frá Sýrlandi frá körlum sem segjast hafa verið misnotaðir kynferðislega og orðið sjálfir vitni að því að unglingspiltum hafi verið nauðgað. Og í Líbíu var konum rænt á heimilum sínum, í bifreiðum eða á götum úti og þær fluttar á ókunna staði þar sem þeim var nauðgað. Körlum var nauðgað í endaþarm í fangelsum í því skyni að knýja þá til sagna. Það er í senn jákvætt og hvetjandi að Öryggisáðið láti, hér eftir sem hingað til, kynferðislegt ofbeldi í hernaði til sín taka. Engu að síður hef ég enn sem fyrr þungar áhyggjur af látlausum mannréttindabrotum um allan heim, þar á meðal tíðni nauðgana í tengslum við átök. Sérstaklega er áhyggjuefni að í mörgum tilfellum eru það öryggissveitir ríkja sem gera sig sekar um kynferðislegt ofbeldi, og höggva þar þeir sem síst skyldi, því hlutverk þeirra er að vernda borgarana. Einkennisbúningurinn á að vera tákn öryggis, aga og almannaþjónustu en er á allt of mörgum stöðum táknmynd nauðgana, rána og gripdeilda; ógnar og skelfingar. Annað dæmi er beiting kynferðislegs ofbeldis eða hótana um slíkt, sem kúgunartækis í kosningabaráttu eða til að brjóta borgaralegt andóf á bak aftur. Við þekkjum einnig dæmi þess að kynferðislegu ofbeldi sé beitt í fangelsum og á landamærum þar sem átök geisa. Stjórnmála- og herforingjar á átakasvæðum nota kynferðisglæpi til að ná fram pólitískum, hernaðarlegum og efnahagslegum markmiðum með því að rekja upp þann vef sem hnýtir samfélagið saman í eina heild. Beiting þessa þögla, ódýra og áhrifaríka vopns hefur í för með sér alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir þolandann og dregur úr von um að hægt sé að koma á varanlegum friði. Það er lífseig þjóðsaga að nauðganir séu óumflýjanlegar á stríðstímum. En ef hægt er að skipuleggja kynferðislegt ofbeldi, þá er einnig hægt að refsa gerendum; ef hægt er að fyrirskipa það, þá er hægt að fordæma það. Barátta við refsileysi skilar árangriRefsileysi er þýðingarmikið mál í mörgum ríkjum. Þess vegna hef ég skorið upp herör gegn refsileysi við kynferðislegum glæpum. Við sjáum þess nú merki að þetta er farið að skila árangri, til dæmis í Lýðveldinu Kongó (DRC): Á innan við ári hafa með fulltingi Sameinuðu þjóðanna verið haldin 250 réttarhöld yfir liðsmönnum öryggissveita ríkisins. Í kjölfarið hafa meira en 150 einstaklingar verið dæmdir fyrir nauðgun og annars konar kynferðislega glæpi. Enn er margt ógert í baráttunni við nauðganir sem vopn í hernaði. Ég mun halda áfram með aðstoð Öryggisáðsins að berjast fyrir því að refsileysi heyri sögunni til og tryggja að gerendur verði dregnir fyrir dóm. Í þessari baráttu treysti ég á vilja Öryggisráðsins til að grípa til allra tiltækra ráða.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun