Nýi Landspítalinn: "Heldur þann versta…“ 25. febrúar 2012 06:00 Flestum mun kunnugt um að fyrir liggja áætlanir um að byggja upp nýjan Landspítala við Hringbraut. Nefndir hafa verið aðrir möguleikar á staðsetningu t.d. Vífilsstaðir, Keldnaholt og fleiri en ekki hefur verið léð máls á þeim tillögum. Undirrituð og fleiri hafa bent á að staðarvalið sé stór mistök ekki síst með hliðsjón af umferð. Miklabrautin/Hringbrautin og Bústaðavegur eru sennilega mestu umferðargötur höfuðborgarinnar og mikill farartálmi bæði í nútíð og framtíð. Eftirfarandi tafla sem fengin er frá Umferðar- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar sýnir sniðtalningar sl. 10 ára þ.e. umferðarmagn (metin sólarhringsumferð, allir straumar í gatnamótum) á stærstu umferðarljósagatnamótum borgarinnar: Af töflunni má ráða að umferðarþungi á götum Reykjavíkur er þyngstur einmitt næst þeim stað sem valinn hefur verið fyrir hinn Nýja Landspítala við Hringbraut. Þessar tölur koma samt ekki á óvart þar sem öllum sem leið eiga um Miklubraut/Hringbraut og Bústaðaveg er kunnugt um hvernig umferðin mjakast áfram um þessar götur á flestum tímum dagsins. Aðkoman að Nýjum Landspítala við Hringbraut (sem vonandi mun aldrei verða byggður þar) er þannig skelfileg jafnt fyrir sjúklinga, heimsóknargesti, starfsfólk og síðast en ekki síst fyrir sjúkraflutninga. Ástandið á eftir að versna, bílafjöldi eykst og umferð mun aukast t.d. með tilkomu Háskólans í Reykjavík, nýrra stúdentagarða, Hörpunnar og fjölgun ferðamanna. Fyrirhugað er að reisa 250 rúma hótel við hlið Hörpunnar, sótt hefur verið um leyfi til byggingar 300 rúma hótels við rætur Öskjuhlíðar, við Keiluhöllina. Þrengslin á götunum umhverfis Vatnsmýrina munu aukast ár frá ári. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að meiri háttar gatnagerð sé ekki á framkvæmdaáætlun næstu 10-15 árin. Var þeim sem tóku ákvörðun um staðarval hins Nýja Landspítala við Hringbraut kunnugt um umferðarþungann sem ofangreind tafla sýnir? Það verður að draga í efa. Var leitað álits sjúkraflutningamanna? Það eru jú þeir sem betur en aðrir þekkja þessa mestu farartálma Reykjavíkur og hve sjúkraflutningar um ofangreindar umferðaræðar geta verið tímafrekir og erfiðir á öllum tímum sólarhrings. Flutningstími bráðveikra eða slasaðra sjúklinga frá heimili eða slysstað að bráðamóttöku sjúkrahúss getur oft skipt höfuðmáli varðandi það hvernig sjúklingnum reiðir af. Flestum er kunnugt um að hver mínúta sem líður áður en sjúklingur með bráðan kransæðasjúkdóm kemst á sjúkrahús getur verið afdrifarík. Mestu máli skiptir að flutningstíminn sé sem allra stystur. Verði Landspítalinn byggður við Hringbraut er hverjum manni ljóst að sjúkraflutningar munu verða tímafrekari innan þessa þrengsta og umferðarþyngsta hluta höfuðborgarinnar, heldur en þar sem umferðaræðar eru greiðari og aðgengi betra eins og t.d. að Vífilsstöðum eða Keldnaholti eða þess vegna í Fossvoginum. Í þessu samhengi er höfð í huga áætluð framtíðarsýn á íbúabyggð á höfuðborgarsvæðinu sem og umferðarþungi eftir stofnbrautum. Tökum dæmi: Bráðveikan sjúkling eða illa slasaðan þarf að flytja frá vettvangi í Grafarvogi, Breiðholti, Mosfellsbæ, Akranesi eða Selfossi. Það tekur tímann X að flytja sjúklinginn að Vífilsstöðum, en að minnsta kosti 10 mínútum lengur, eða tímann X+10 mínútur að Hringbrautinni, vegna meiri vegalengdar og hins mikla umferðarþunga á leiðinni eftir Miklubraut/Hringbraut. Þessi viðbótartími, 10 mínútur, getur skipt sköpum varðandi lífslíkur eða batahorfur sjúklingsins í sjúkrabílnum. Hver vill taka ábyrgð á mannslífi eða heilsutjóni sem af slíkri töf á sjúkraflutningi getur leitt? Stjórnendur Landspítalans? Velferðarráðherra? Alþingi? Greinarhöfundar hafa fyrr fært ítarlegar og vel rökstuddar ástæður fyrir því hvers vegna nýr Landspítali eigi ekki að rísa við Hringbraut. Það er versta staðsetningin af öllum þeim sem nefndar hafa verið. En svo virðist sem þeir sem tóku ákvörðun um staðarvalið hafi verið með svipað hugarfar og Snæfríður Íslandssól þegar velja skyldi henni mannsefni: „Heldur þann versta en þann næstbesta" sagði hún þegar faðir hennar spurði hana 17 ára gamla hvers vegna hún vildi ekki Dómkirkjuprestinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Flestum mun kunnugt um að fyrir liggja áætlanir um að byggja upp nýjan Landspítala við Hringbraut. Nefndir hafa verið aðrir möguleikar á staðsetningu t.d. Vífilsstaðir, Keldnaholt og fleiri en ekki hefur verið léð máls á þeim tillögum. Undirrituð og fleiri hafa bent á að staðarvalið sé stór mistök ekki síst með hliðsjón af umferð. Miklabrautin/Hringbrautin og Bústaðavegur eru sennilega mestu umferðargötur höfuðborgarinnar og mikill farartálmi bæði í nútíð og framtíð. Eftirfarandi tafla sem fengin er frá Umferðar- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar sýnir sniðtalningar sl. 10 ára þ.e. umferðarmagn (metin sólarhringsumferð, allir straumar í gatnamótum) á stærstu umferðarljósagatnamótum borgarinnar: Af töflunni má ráða að umferðarþungi á götum Reykjavíkur er þyngstur einmitt næst þeim stað sem valinn hefur verið fyrir hinn Nýja Landspítala við Hringbraut. Þessar tölur koma samt ekki á óvart þar sem öllum sem leið eiga um Miklubraut/Hringbraut og Bústaðaveg er kunnugt um hvernig umferðin mjakast áfram um þessar götur á flestum tímum dagsins. Aðkoman að Nýjum Landspítala við Hringbraut (sem vonandi mun aldrei verða byggður þar) er þannig skelfileg jafnt fyrir sjúklinga, heimsóknargesti, starfsfólk og síðast en ekki síst fyrir sjúkraflutninga. Ástandið á eftir að versna, bílafjöldi eykst og umferð mun aukast t.d. með tilkomu Háskólans í Reykjavík, nýrra stúdentagarða, Hörpunnar og fjölgun ferðamanna. Fyrirhugað er að reisa 250 rúma hótel við hlið Hörpunnar, sótt hefur verið um leyfi til byggingar 300 rúma hótels við rætur Öskjuhlíðar, við Keiluhöllina. Þrengslin á götunum umhverfis Vatnsmýrina munu aukast ár frá ári. Reykjavíkurborg hefur þegar gefið út yfirlýsingu um að meiri háttar gatnagerð sé ekki á framkvæmdaáætlun næstu 10-15 árin. Var þeim sem tóku ákvörðun um staðarval hins Nýja Landspítala við Hringbraut kunnugt um umferðarþungann sem ofangreind tafla sýnir? Það verður að draga í efa. Var leitað álits sjúkraflutningamanna? Það eru jú þeir sem betur en aðrir þekkja þessa mestu farartálma Reykjavíkur og hve sjúkraflutningar um ofangreindar umferðaræðar geta verið tímafrekir og erfiðir á öllum tímum sólarhrings. Flutningstími bráðveikra eða slasaðra sjúklinga frá heimili eða slysstað að bráðamóttöku sjúkrahúss getur oft skipt höfuðmáli varðandi það hvernig sjúklingnum reiðir af. Flestum er kunnugt um að hver mínúta sem líður áður en sjúklingur með bráðan kransæðasjúkdóm kemst á sjúkrahús getur verið afdrifarík. Mestu máli skiptir að flutningstíminn sé sem allra stystur. Verði Landspítalinn byggður við Hringbraut er hverjum manni ljóst að sjúkraflutningar munu verða tímafrekari innan þessa þrengsta og umferðarþyngsta hluta höfuðborgarinnar, heldur en þar sem umferðaræðar eru greiðari og aðgengi betra eins og t.d. að Vífilsstöðum eða Keldnaholti eða þess vegna í Fossvoginum. Í þessu samhengi er höfð í huga áætluð framtíðarsýn á íbúabyggð á höfuðborgarsvæðinu sem og umferðarþungi eftir stofnbrautum. Tökum dæmi: Bráðveikan sjúkling eða illa slasaðan þarf að flytja frá vettvangi í Grafarvogi, Breiðholti, Mosfellsbæ, Akranesi eða Selfossi. Það tekur tímann X að flytja sjúklinginn að Vífilsstöðum, en að minnsta kosti 10 mínútum lengur, eða tímann X+10 mínútur að Hringbrautinni, vegna meiri vegalengdar og hins mikla umferðarþunga á leiðinni eftir Miklubraut/Hringbraut. Þessi viðbótartími, 10 mínútur, getur skipt sköpum varðandi lífslíkur eða batahorfur sjúklingsins í sjúkrabílnum. Hver vill taka ábyrgð á mannslífi eða heilsutjóni sem af slíkri töf á sjúkraflutningi getur leitt? Stjórnendur Landspítalans? Velferðarráðherra? Alþingi? Greinarhöfundar hafa fyrr fært ítarlegar og vel rökstuddar ástæður fyrir því hvers vegna nýr Landspítali eigi ekki að rísa við Hringbraut. Það er versta staðsetningin af öllum þeim sem nefndar hafa verið. En svo virðist sem þeir sem tóku ákvörðun um staðarvalið hafi verið með svipað hugarfar og Snæfríður Íslandssól þegar velja skyldi henni mannsefni: „Heldur þann versta en þann næstbesta" sagði hún þegar faðir hennar spurði hana 17 ára gamla hvers vegna hún vildi ekki Dómkirkjuprestinn.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun