Viðskipti innlent

Sex laxar á hver þúsund tonn

makríll
Í kösinni leynist einn og einn lax.
fréttablaðið/óskar
makríll Í kösinni leynist einn og einn lax. fréttablaðið/óskar
Meðafli á laxi á Íslandsmiðum virðist nema um 5 til 6 löxum á hverjar 1.000 lestir sem veiðast af makríl. Rannsóknirnar benda til að laxinn sem veiðist sem meðafli á Íslandsmiðum sé ekki upprunninn á Íslandi.

Á árinu 2010 hóf Fiskistofa skipulagða skoðun á meðafla í flotvörpuveiðum með sérstaka áherslu á lax.

Veiðimálastofnun og MATÍS hafa annast líffræðilega skoðun á laxinum og erfðafræðilega greiningu á sýnunum.

Undanfarin tvö sumur bárust Fiskistofu alls 402 laxasýni frá flotvörpuveiðiskipum. Þar sem hér er um brautryðjendastarf að ræða verða upplýsingarnar kynntar á vettvangi Alþjóða Hafrannsóknaráðsins (ICES).- shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×