Þjóð of heimsk fyrir lýðræðið Lýður Árnason skrifar 23. febrúar 2012 06:00 Áberandi er andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Einnig margra fræðimanna sem vara við að það fari óbreytt í þjóðaratkvæði. Afdráttarlaust er nýja stjórnarskráin sögð of flókin eða hrein tilraunastarfsemi. Lítum á dæmi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks saka þingnefndina sem ákvarðar framhald stjórnarskrárinnar um tilraunastarfsemi í sambandi við stjórnarskrárbreytingar. Fulltrúi Framsóknarflokks í þingnefndinni er hreinskilinn í þeirri afstöðu sinni að frumvarp stjórnlagaráðs sé ólesið bull. En starf stjórnlagaráðs byggir á hundruðum blaðsíðna fræðimanna frá mismunandi tímum, allt frá stofnun Bandaríkjanna fram á okkar dag. Starf stjórnlagaráðs byggir á yfirlestri stjórnarskráa fjölmargra landa frá ýmsum tímum, starf stjórnlagaráðs byggir á tveimur hnausþykkum bindum stjórnlaganefndar sem voru einkar gagnleg, starf stjórnlagaráðs byggir á endurreisnarþrá eigin þjóðar í kjölfar hruns, samnefnurum þjóðfundar og umfram allt á óháðum fulltrúum sem kosnir voru af þjóðinni. Þetta er því engin tilraunastarfsemi heldur vel ígrundað ferli. Lagatæknir sem sat í stjórnlaganefnd segir að í nýju stjórnarskránni séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess að þeim verði svarað af eða á. Að taka til stefnumótandi atriði á einn stað finnst mér einmitt vera uppskrift að stjórnarskrá. Við getum deilt um hvort þau séu of mörg og flókin en læs þjóð getur myndað sér skoðun á því. Að mínum dómi er ekkert flókið í hinni nýju stjórnarskrá. Þvert á móti er hún mjög skýr og einföld. Því mun þjóðin kynnast verði af þjóðaratkvæðagreiðslu. En slík atkvæðagreiðsla verður að vera um frumvarpið í heild því hálfsamþykkt stjórnarskrá gerir lítið annað en að færa þjóðina aftur á byrjunarreit. Þingið gæti hæglega sofið á slíku í 70 ár til viðbótar. Reyndar hugnast það mörgum og ástæðan þessi: Verði engin þjóðaratkvæðagreiðsla gefur það valdhöfum valfrelsi. Verði þjóðaratkvæðagreiðsla um annað en heildina verður útkoman matskennd og aftur fá valdhafar valfrelsi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hina nýju stjórnarskrá, óbreytta, mun hinsvegar leggja Alþingi línur. Því er reynt að leggja stein í götu nýrrar stjórnarskrár vegna þess að verði hún samþykkt færir hún í öllum sínum einfaldleika vendipunktinn nær þjóðinni. Kynningarátak í aðdraganda atkvæðagreiðslu mun skila nýrri stjórnarskrá inn á hvert heimili í landinu. Þá mun hver sem vill dæma sjálfur um ágæti frumvarpsins. Sjálfskipaðir vizkubrunnar ættu að hætta þeim leiða sið að ákveða heimsku þessarar þjóðar, leyfum henni að gera það sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Áberandi er andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Einnig margra fræðimanna sem vara við að það fari óbreytt í þjóðaratkvæði. Afdráttarlaust er nýja stjórnarskráin sögð of flókin eða hrein tilraunastarfsemi. Lítum á dæmi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks saka þingnefndina sem ákvarðar framhald stjórnarskrárinnar um tilraunastarfsemi í sambandi við stjórnarskrárbreytingar. Fulltrúi Framsóknarflokks í þingnefndinni er hreinskilinn í þeirri afstöðu sinni að frumvarp stjórnlagaráðs sé ólesið bull. En starf stjórnlagaráðs byggir á hundruðum blaðsíðna fræðimanna frá mismunandi tímum, allt frá stofnun Bandaríkjanna fram á okkar dag. Starf stjórnlagaráðs byggir á yfirlestri stjórnarskráa fjölmargra landa frá ýmsum tímum, starf stjórnlagaráðs byggir á tveimur hnausþykkum bindum stjórnlaganefndar sem voru einkar gagnleg, starf stjórnlagaráðs byggir á endurreisnarþrá eigin þjóðar í kjölfar hruns, samnefnurum þjóðfundar og umfram allt á óháðum fulltrúum sem kosnir voru af þjóðinni. Þetta er því engin tilraunastarfsemi heldur vel ígrundað ferli. Lagatæknir sem sat í stjórnlaganefnd segir að í nýju stjórnarskránni séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess að þeim verði svarað af eða á. Að taka til stefnumótandi atriði á einn stað finnst mér einmitt vera uppskrift að stjórnarskrá. Við getum deilt um hvort þau séu of mörg og flókin en læs þjóð getur myndað sér skoðun á því. Að mínum dómi er ekkert flókið í hinni nýju stjórnarskrá. Þvert á móti er hún mjög skýr og einföld. Því mun þjóðin kynnast verði af þjóðaratkvæðagreiðslu. En slík atkvæðagreiðsla verður að vera um frumvarpið í heild því hálfsamþykkt stjórnarskrá gerir lítið annað en að færa þjóðina aftur á byrjunarreit. Þingið gæti hæglega sofið á slíku í 70 ár til viðbótar. Reyndar hugnast það mörgum og ástæðan þessi: Verði engin þjóðaratkvæðagreiðsla gefur það valdhöfum valfrelsi. Verði þjóðaratkvæðagreiðsla um annað en heildina verður útkoman matskennd og aftur fá valdhafar valfrelsi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um hina nýju stjórnarskrá, óbreytta, mun hinsvegar leggja Alþingi línur. Því er reynt að leggja stein í götu nýrrar stjórnarskrár vegna þess að verði hún samþykkt færir hún í öllum sínum einfaldleika vendipunktinn nær þjóðinni. Kynningarátak í aðdraganda atkvæðagreiðslu mun skila nýrri stjórnarskrá inn á hvert heimili í landinu. Þá mun hver sem vill dæma sjálfur um ágæti frumvarpsins. Sjálfskipaðir vizkubrunnar ættu að hætta þeim leiða sið að ákveða heimsku þessarar þjóðar, leyfum henni að gera það sjálf.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar