Þjóðin fái að kjósa um stjórnarskrána 22. febrúar 2012 05:45 Stjórnarskrá Til stendur að kalla stjórnlagaráð saman á ný í sumar fyrir væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu.Fréttablaðið/GVA Drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt í dag. Hart var deilt um málið á þingi í gær. Seinni umræðu lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi en atkvæði verða greidd um málið síðdegis í dag. Deilt var um breytingatillögu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við tillögu Þórs Saari og fleiri um málið í gær. Samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni stendur til að leggja fram spurningar um helstu atriði stjórnarskrárinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni gagnrýndu málsmeðferðina og töldu tillöguna ekki þingtæka. Þeir töldu breytingartillöguna svo umfangsmikla að í raun væri um nýja tillögu að ræða. Þá fylgdi henni ekki skrifleg kostnaðaráætlun, líkt og kveður á um í þingsköpum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði hins vegar að um breytingartillögu væri að ræða, meðal annars vegna þess að tillagan bæri enn sama heiti og sú upphaflega. Þá sagði hún að hefð væri fyrir því að ganga ekki hart eftir því að skrifleg kostnaðaráætlun fylgdi. Þá hygðist fyrsti flutningsmaður breytingartillögunnar, Valgerður H. Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, upplýsa um kostnaðinn í framsögu sinni. Olli þetta nokkru orðaskaki hjá þingmönnum, en að því loknu var tillagan tekin á dagskrá. Valgerður sagði eðlilegt að leggja fram breytingar á tillögunni þar sem hún mundi ganga aftur til stjórnlagaráðs áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Tími væri kominn til að stíga næsta skref í málinu. „Við þurfum að efla samráð, fyrst við stjórnlagaráð sem gjörþekkir tillögurnar sem liggja fyrir, og síðan við fólkið í landinu." Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, gagnrýndi að tillögur að þeim spurningum sem beina ætti til stjórnlagaráðs að leggja ætti fyrir þjóðina samhliða atkvæðagreiðslunni lægju ekki fyrir við upphaf umræðunnar, slíkt væri óðagotið. Undir það tóku fleiri. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, hafði uppi miklar efasemdir um að tillagan væri þingtæk. Efnislega sagði hann hana vera skemmri skírn á tillögu Þórs Saari. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri þingmenn kvörtuðu yfir því að Alþingi hefði ekki fengið að ræða málið efnislega og segja skoðun sína á breytingum stjórnarskrárinnar. Það væri ótækt með jafn mikilvægt efni. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt í dag. Hart var deilt um málið á þingi í gær. Seinni umræðu lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi en atkvæði verða greidd um málið síðdegis í dag. Deilt var um breytingatillögu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við tillögu Þórs Saari og fleiri um málið í gær. Samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni stendur til að leggja fram spurningar um helstu atriði stjórnarskrárinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni gagnrýndu málsmeðferðina og töldu tillöguna ekki þingtæka. Þeir töldu breytingartillöguna svo umfangsmikla að í raun væri um nýja tillögu að ræða. Þá fylgdi henni ekki skrifleg kostnaðaráætlun, líkt og kveður á um í þingsköpum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði hins vegar að um breytingartillögu væri að ræða, meðal annars vegna þess að tillagan bæri enn sama heiti og sú upphaflega. Þá sagði hún að hefð væri fyrir því að ganga ekki hart eftir því að skrifleg kostnaðaráætlun fylgdi. Þá hygðist fyrsti flutningsmaður breytingartillögunnar, Valgerður H. Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, upplýsa um kostnaðinn í framsögu sinni. Olli þetta nokkru orðaskaki hjá þingmönnum, en að því loknu var tillagan tekin á dagskrá. Valgerður sagði eðlilegt að leggja fram breytingar á tillögunni þar sem hún mundi ganga aftur til stjórnlagaráðs áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Tími væri kominn til að stíga næsta skref í málinu. „Við þurfum að efla samráð, fyrst við stjórnlagaráð sem gjörþekkir tillögurnar sem liggja fyrir, og síðan við fólkið í landinu." Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, gagnrýndi að tillögur að þeim spurningum sem beina ætti til stjórnlagaráðs að leggja ætti fyrir þjóðina samhliða atkvæðagreiðslunni lægju ekki fyrir við upphaf umræðunnar, slíkt væri óðagotið. Undir það tóku fleiri. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, hafði uppi miklar efasemdir um að tillagan væri þingtæk. Efnislega sagði hann hana vera skemmri skírn á tillögu Þórs Saari. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri þingmenn kvörtuðu yfir því að Alþingi hefði ekki fengið að ræða málið efnislega og segja skoðun sína á breytingum stjórnarskrárinnar. Það væri ótækt með jafn mikilvægt efni. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira