Þurfa líklega enn frekari frest til svara 22. febrúar 2012 09:00 Skúli Bjarnason Ekki hafa borist fullnægjandi svör frá stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) við spurningum sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sendi henni á mánudag vegna fyrirhugaðrar uppsagnar hans. „Það er ekkert hæft í því að þarna sé að finna fullnægjandi svör. Því fer víðs fjarri," segir Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars, og furðar sig á því að Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, hafi haldið öðru fram í fjölmiðlum. „Á spurningunum er ákaflega skýr framsetning, en því er nú kannski ekki alveg að heilsa með svarbréfið." Eðli málsins samkvæmt segir Skúli viðbúið að fara verði fram á frekari frest til andsvara vegna fyrirhugaðrar uppsagnar Gunnars, berist ekki fullnægjandi svör í tíma. Fyrri frestur Gunnars til andsvara rann út á mánudag, en stjórn FME ákvað á fundi sínum á mánudagskvöld að veita honum frekari frest til andsvara þar til á morgun, fimmtudag. Skúli segist jafnframt undrandi á ákvörðun formanns stjórnar FME að fara fram á að trúnaður ríki um þau svör sem þegar hafi verið send við fyrirspurnum Gunnars. „Það er ekki að okkar beiðni. Venjulega er slíkur trúnaður settur á með hagsmuni starfsmanns í huga, en það er ekki okkar ósk. Því fer fjarri og við viljum gjarnan og skorum á hann að leggja þetta fram." Eins áréttar Skúli að forstjóri FME sé samkvæmt úrskurði fjármálaráðherra opinber embættismaður og njóti verndar laga sem slíkur. Því þýði lítið að vísa til „brottreksturs á grundvelli ráðningarsamnings", líkt og stjórnarformaður FME hafi gert. „Í landinu eru lög og almennt er það svo að ef þau veita ríkari rétt þá ganga þau framar slíkum samningum." Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, segist ekki geta tjáð sig frekar um mál Gunnars á þessu stigi. „Ég er til fyrirsvars fyrir stjórnvald og get þar af leiðandi, þó ég vildi, ekki tjáð mig um eða birt þau samskipti sem eiga við forstjórann við undirbúning hugsanlegrar stjórnsýsluákvörðunar," segir hann. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Ekki hafa borist fullnægjandi svör frá stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) við spurningum sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sendi henni á mánudag vegna fyrirhugaðrar uppsagnar hans. „Það er ekkert hæft í því að þarna sé að finna fullnægjandi svör. Því fer víðs fjarri," segir Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars, og furðar sig á því að Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, hafi haldið öðru fram í fjölmiðlum. „Á spurningunum er ákaflega skýr framsetning, en því er nú kannski ekki alveg að heilsa með svarbréfið." Eðli málsins samkvæmt segir Skúli viðbúið að fara verði fram á frekari frest til andsvara vegna fyrirhugaðrar uppsagnar Gunnars, berist ekki fullnægjandi svör í tíma. Fyrri frestur Gunnars til andsvara rann út á mánudag, en stjórn FME ákvað á fundi sínum á mánudagskvöld að veita honum frekari frest til andsvara þar til á morgun, fimmtudag. Skúli segist jafnframt undrandi á ákvörðun formanns stjórnar FME að fara fram á að trúnaður ríki um þau svör sem þegar hafi verið send við fyrirspurnum Gunnars. „Það er ekki að okkar beiðni. Venjulega er slíkur trúnaður settur á með hagsmuni starfsmanns í huga, en það er ekki okkar ósk. Því fer fjarri og við viljum gjarnan og skorum á hann að leggja þetta fram." Eins áréttar Skúli að forstjóri FME sé samkvæmt úrskurði fjármálaráðherra opinber embættismaður og njóti verndar laga sem slíkur. Því þýði lítið að vísa til „brottreksturs á grundvelli ráðningarsamnings", líkt og stjórnarformaður FME hafi gert. „Í landinu eru lög og almennt er það svo að ef þau veita ríkari rétt þá ganga þau framar slíkum samningum." Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, segist ekki geta tjáð sig frekar um mál Gunnars á þessu stigi. „Ég er til fyrirsvars fyrir stjórnvald og get þar af leiðandi, þó ég vildi, ekki tjáð mig um eða birt þau samskipti sem eiga við forstjórann við undirbúning hugsanlegrar stjórnsýsluákvörðunar," segir hann. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira