Laus úr ruslflokknum Þorgils Jónsson skrifar 22. febrúar 2012 08:00 Bjartari tímar? Með uppfærslu matsfyrirtækisins Fitch er Ísland laust úr ruslflokki. Á meðan hafa matsfyrirtækin lækkað mat sitt á horfum ýmissa Evrópuríkja. Samsett mynd/Fréttablaðið Ákvörðun matsfyrirtækisins Fitch Ratings um að hækka lánshæfi Íslands fyrir síðustu helgi upp í fjárfestingaflokk úr spákaupmennskuflokki, eða ruslflokki, markaði nokkur tímamót því að þetta var í fyrsta sinn frá hruninu sem lánshæfismat Íslands hefur verið hækkað. Ekki nóg með það, heldur kemur þessi uppfærsla í skugga niðurfærslna á lánsmati eða framtíðarhorfum hjá fjölda Evrópulanda. Vissulega eru úrskurðir matsfyrirtækjanna þriggja, Fitch, Moody's og Standard & Poor's engin lokauppsaga yfir örlögum og lánakjörum ríkja, og þau hafa sannarlega fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir verk sín í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008. Almennt er álitið að þau komi frekar í kjölfar markaðanna. "Hið nýja AAA“Það sést einna best á því að niðurfærsla S&P á Bandaríkjunum og síðar Frakklandi úr toppflokkunum AAA niður í AA olli engum stórvægilegum breytingum við fjármögnun. Raunar hafa margir það á orði að „AA sé hið nýja AAA", þar sem nú séu tiltölulega fá ríki eftir í toppflokkum allra þriggja matsfyrirtækjanna. Þar eru nú Norðurlöndin fjögur, Bretland, Þýskaland, Holland, Lúxemborg, Sviss, Liechtenstein, Kanada, Ástralía og Singapúr. Raunar má bæta því við að Moody's breytti nýlega horfum Bretlands í neikvæðar, þannig að auknar líkur eru á því að landið verði fellt úr toppflokki á næstu misserum. Öldudalur ÍslandsUpp úr síðustu aldamótum og fram að því að útlitið tók að dökkna á árunum 2007 og 2008 var lánshæfi Íslands með ágætum. Hæst var matið hjá Moody's sem hafði Ísland í hæsta flokki allt frá 2002 fram að vordögum 2008. Eftir það fór, skiljanlega, að halla undan fæti og við árslok 2008, eftir hrun bankakerfisins höfðu öll þrjú fyrirtækin fært lánshæfi ríkissjóðs niður í neðsta þrep fjárfestingarflokks. Þar hefur Ísland haldist hjá S&P og Moody's, en Fitch færði Ísland niður í ruslflokk í janúar 2010 eftir að forseti Íslands synjaði Icesave-lögum staðfestingar í fyrra skiptið. Í rökum Fitch með uppfærslunni á föstudaginn segir að árangur hafi náðst í að endurheimta stöðugleika í hagkerfinu, framfylgja kerfisumbótum og endurbyggja lánstraust ríkissjóðs. Þá sé það mat fyrirtækisins að skuldir muni ekki fara upp fyrir 100% af landsframleiðslu, hagvöxtur sé orðinn jákvæður og ekki sé útlit fyrir að Ísland muni dragast inn í annað samdráttarskeið þrátt fyrir erfiðleika evrusvæðisins. Möguleikar Íslands á því að klífa hærra á lánshæfislistanum eru sagðir velta á skuldamálum einkageirans, afnámi gjaldeyrishafta og því að samskipti við erlenda lánardrottna komist í eðlilegt horf. Aðstæður hér á landi séu frekar í ætt við það sem gerist í ríkjum ofar á listanum. Ágætar horfurÞegar litið er fram á veginn er ekki að sjá annað en að Ísland ætti að vera vel statt með tilliti til matsfyrirtækjanna þriggja. Ríkisskuldabréfaútboð síðasta sumar gekk vel þar sem um 114 milljarða var aflað. Nú er hreinn gjaldeyrisforði Seðlabanka tæpir 600 milljarðar króna og því er fjármögnun ríkissjóðs trygg um fyrirsjáanlegan tíma. Tíðindin í uppfærslu Fitch eru því mun frekar táknræn og varpa ljósi á að Ísland sé á réttri leið eftir allt sem gengið hefur á síðustu ár. Fréttir Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Ákvörðun matsfyrirtækisins Fitch Ratings um að hækka lánshæfi Íslands fyrir síðustu helgi upp í fjárfestingaflokk úr spákaupmennskuflokki, eða ruslflokki, markaði nokkur tímamót því að þetta var í fyrsta sinn frá hruninu sem lánshæfismat Íslands hefur verið hækkað. Ekki nóg með það, heldur kemur þessi uppfærsla í skugga niðurfærslna á lánsmati eða framtíðarhorfum hjá fjölda Evrópulanda. Vissulega eru úrskurðir matsfyrirtækjanna þriggja, Fitch, Moody's og Standard & Poor's engin lokauppsaga yfir örlögum og lánakjörum ríkja, og þau hafa sannarlega fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir verk sín í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008. Almennt er álitið að þau komi frekar í kjölfar markaðanna. "Hið nýja AAA“Það sést einna best á því að niðurfærsla S&P á Bandaríkjunum og síðar Frakklandi úr toppflokkunum AAA niður í AA olli engum stórvægilegum breytingum við fjármögnun. Raunar hafa margir það á orði að „AA sé hið nýja AAA", þar sem nú séu tiltölulega fá ríki eftir í toppflokkum allra þriggja matsfyrirtækjanna. Þar eru nú Norðurlöndin fjögur, Bretland, Þýskaland, Holland, Lúxemborg, Sviss, Liechtenstein, Kanada, Ástralía og Singapúr. Raunar má bæta því við að Moody's breytti nýlega horfum Bretlands í neikvæðar, þannig að auknar líkur eru á því að landið verði fellt úr toppflokki á næstu misserum. Öldudalur ÍslandsUpp úr síðustu aldamótum og fram að því að útlitið tók að dökkna á árunum 2007 og 2008 var lánshæfi Íslands með ágætum. Hæst var matið hjá Moody's sem hafði Ísland í hæsta flokki allt frá 2002 fram að vordögum 2008. Eftir það fór, skiljanlega, að halla undan fæti og við árslok 2008, eftir hrun bankakerfisins höfðu öll þrjú fyrirtækin fært lánshæfi ríkissjóðs niður í neðsta þrep fjárfestingarflokks. Þar hefur Ísland haldist hjá S&P og Moody's, en Fitch færði Ísland niður í ruslflokk í janúar 2010 eftir að forseti Íslands synjaði Icesave-lögum staðfestingar í fyrra skiptið. Í rökum Fitch með uppfærslunni á föstudaginn segir að árangur hafi náðst í að endurheimta stöðugleika í hagkerfinu, framfylgja kerfisumbótum og endurbyggja lánstraust ríkissjóðs. Þá sé það mat fyrirtækisins að skuldir muni ekki fara upp fyrir 100% af landsframleiðslu, hagvöxtur sé orðinn jákvæður og ekki sé útlit fyrir að Ísland muni dragast inn í annað samdráttarskeið þrátt fyrir erfiðleika evrusvæðisins. Möguleikar Íslands á því að klífa hærra á lánshæfislistanum eru sagðir velta á skuldamálum einkageirans, afnámi gjaldeyrishafta og því að samskipti við erlenda lánardrottna komist í eðlilegt horf. Aðstæður hér á landi séu frekar í ætt við það sem gerist í ríkjum ofar á listanum. Ágætar horfurÞegar litið er fram á veginn er ekki að sjá annað en að Ísland ætti að vera vel statt með tilliti til matsfyrirtækjanna þriggja. Ríkisskuldabréfaútboð síðasta sumar gekk vel þar sem um 114 milljarða var aflað. Nú er hreinn gjaldeyrisforði Seðlabanka tæpir 600 milljarðar króna og því er fjármögnun ríkissjóðs trygg um fyrirsjáanlegan tíma. Tíðindin í uppfærslu Fitch eru því mun frekar táknræn og varpa ljósi á að Ísland sé á réttri leið eftir allt sem gengið hefur á síðustu ár.
Fréttir Mest lesið Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira