Af hverju læra börn ekki að lesa? Sölvi Sveinsson skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Svarið er þversagnakennt: Af því að þau lesa ekki nóg. Sökin liggur víða. Hjá skólum að því leyti að svo var um hríð að lestur var einungis sjálfstæð kennslugrein í mörgum skólum upp í 3. eða 4. bekk, en þá hafa mörg börn ekki náð fullum tökum á þessu undri sem lestur er. Um leið fjölgar svokölluðum lesgreinum auk þess sem stærðfræði krefst þess einnig að börn skilji það sem þau lesa. Lestur og lesskilningur eru í námskrá fyrir alla bekki grunnskóla. Þess vegna verða allir skólar að leggjast á árar og kenna lestur markvissar og lengur en nú er gert, ekki kannski öllum, en þeim sem enn hiksta, og lesskilning þarf sífellt að örva. Ef til vill vantar eitthvað upp á þjálfun í lestrarkennslu af hálfu þeirrar menntastofnunar sem brautskráir nær alla íslenska kennara – og alveg er það fráleitt að sniðganga móðurmál við lengingu kennaranáms. Allir kennarar eru íslenskukennarar. Eða er það liðin tíð? Því næst er við heimili og þjóðfélag að sakast. Þegar ég byrjaði í skóla haustið 1957 vorum við flest læs að einhverju marki, mörg fluglæs. Eftir skóla var að engu að hverfa nema bók eða leik; rás eitt var eina útvarpsstöðin, sjónvarp enn bak við fjall tímans og bíó bara kl. 5 á sunnudögum. Þar sem amma eða afi var í horninu hjá foreldrum var oft gripið í spil, marjas, rommí og kasínu, þroskandi tveggja manna spil. Við lærðum líklega öll að tefla. PlayStation, FM og sólarhringssjónvarp, enn í fjarskanum. Nú er öldin önnur. Bókin hefur einfaldlega þokað fyrir fjölmiðlum sem bjóða upp á annars konar afþreyingu, gjarnan einstefnumiðlun þar sem börnin sitja og horfa eða hlusta eða gagnvirka miðlun þar sem eru tölvuleikirnir sem einkum höfða til drengja; allt of fá börn kunna nú spil eins og rommí, marjas og kasínu! Vissulega kunna þau ýmislegt annað sem að vísu er ekki jafnhvetjandi og ofangreind spil; það má margt spjalla yfir spilum, en flest er ósagt látið ef barn situr eitt við tölvu. Þjóðfélagið hefur síðan breyst á hálfri öld með þeim hætti að nú eru nær öll börn frá eins árs aldri í leikskóla þangað til þau byrja í grunnskóla. Vinnudagur þeirra yngstu er langur, frá 8 til 5 og jafnvel lengur. Langflestir foreldrar vinna utan heimilis þótt nú um stundir séu reyndar fleiri foreldrar heima en venjulega vegna atvinnuleysis. Stór hluti yngstu grunnskólabarnanna er í síðdegisgæslu, mörg börn til fimm. Allir eru þreyttir þegar heim er komið, en þó lesa mörg börn heima, en of mörg einungis örfáar síður af skyldurækni við kennara sinn eða skólann. Því miður er líka nokkur hópur sem ekki opnar bók heima fyrir. Skólar geta aldrei borið ábyrgð á uppeldi barna þótt þau dveljist í skólahúsinu lengur en heima yfir daginn. Kennarar taka þátt í uppeldi, vissulega, en foreldrarnir bera ábyrgðina. Foreldrar verða að venja börn við bók frá frumbernsku, lesa fyrir börn, lesa með þeim, lesa til skiptis þegar börn eru farin að stauta. Öðru vísi er allt unnið fyrir gýg. Í skólum er börnum kennt að lesa, en þeir einir verða fluglæsir sem lesa mikið heima. Í þeim skóla sem ég stjórna er mikil áhersla lögð á lestur, alveg frá 5 ára bekk og upp í 10. bekk. Við ætlumst til þess að börn lesi heima, þau lesa dag hvern í skólanum. Nú ætlum við að gjörbreyta síðdegisvistinni og námstengja hana betur en verið hefur. Leik- og grunnskólakennarar verða ráðnir, boðið verður upp á dans, tónmennt, skák, leiklist, myndmennt, útivist o.fl. sem styrkir börn í amstri daganna, og síðast en ekki síst aðstoð við heimanám af ýmsu tagi. Það er hins vegar algjörlega skýrt af skólans hálfu að við ætlumst til þess af foreldrum barnanna okkar að þeir lesi með börnum sínum dag hvern allan ársins hring. Árið er 365 dagar, en skólaárið er einungis 180 dagar. Þannig hefst þetta, ekki öðruvísi. Meira um tölvuleiki og ólæsi drengja síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Svarið er þversagnakennt: Af því að þau lesa ekki nóg. Sökin liggur víða. Hjá skólum að því leyti að svo var um hríð að lestur var einungis sjálfstæð kennslugrein í mörgum skólum upp í 3. eða 4. bekk, en þá hafa mörg börn ekki náð fullum tökum á þessu undri sem lestur er. Um leið fjölgar svokölluðum lesgreinum auk þess sem stærðfræði krefst þess einnig að börn skilji það sem þau lesa. Lestur og lesskilningur eru í námskrá fyrir alla bekki grunnskóla. Þess vegna verða allir skólar að leggjast á árar og kenna lestur markvissar og lengur en nú er gert, ekki kannski öllum, en þeim sem enn hiksta, og lesskilning þarf sífellt að örva. Ef til vill vantar eitthvað upp á þjálfun í lestrarkennslu af hálfu þeirrar menntastofnunar sem brautskráir nær alla íslenska kennara – og alveg er það fráleitt að sniðganga móðurmál við lengingu kennaranáms. Allir kennarar eru íslenskukennarar. Eða er það liðin tíð? Því næst er við heimili og þjóðfélag að sakast. Þegar ég byrjaði í skóla haustið 1957 vorum við flest læs að einhverju marki, mörg fluglæs. Eftir skóla var að engu að hverfa nema bók eða leik; rás eitt var eina útvarpsstöðin, sjónvarp enn bak við fjall tímans og bíó bara kl. 5 á sunnudögum. Þar sem amma eða afi var í horninu hjá foreldrum var oft gripið í spil, marjas, rommí og kasínu, þroskandi tveggja manna spil. Við lærðum líklega öll að tefla. PlayStation, FM og sólarhringssjónvarp, enn í fjarskanum. Nú er öldin önnur. Bókin hefur einfaldlega þokað fyrir fjölmiðlum sem bjóða upp á annars konar afþreyingu, gjarnan einstefnumiðlun þar sem börnin sitja og horfa eða hlusta eða gagnvirka miðlun þar sem eru tölvuleikirnir sem einkum höfða til drengja; allt of fá börn kunna nú spil eins og rommí, marjas og kasínu! Vissulega kunna þau ýmislegt annað sem að vísu er ekki jafnhvetjandi og ofangreind spil; það má margt spjalla yfir spilum, en flest er ósagt látið ef barn situr eitt við tölvu. Þjóðfélagið hefur síðan breyst á hálfri öld með þeim hætti að nú eru nær öll börn frá eins árs aldri í leikskóla þangað til þau byrja í grunnskóla. Vinnudagur þeirra yngstu er langur, frá 8 til 5 og jafnvel lengur. Langflestir foreldrar vinna utan heimilis þótt nú um stundir séu reyndar fleiri foreldrar heima en venjulega vegna atvinnuleysis. Stór hluti yngstu grunnskólabarnanna er í síðdegisgæslu, mörg börn til fimm. Allir eru þreyttir þegar heim er komið, en þó lesa mörg börn heima, en of mörg einungis örfáar síður af skyldurækni við kennara sinn eða skólann. Því miður er líka nokkur hópur sem ekki opnar bók heima fyrir. Skólar geta aldrei borið ábyrgð á uppeldi barna þótt þau dveljist í skólahúsinu lengur en heima yfir daginn. Kennarar taka þátt í uppeldi, vissulega, en foreldrarnir bera ábyrgðina. Foreldrar verða að venja börn við bók frá frumbernsku, lesa fyrir börn, lesa með þeim, lesa til skiptis þegar börn eru farin að stauta. Öðru vísi er allt unnið fyrir gýg. Í skólum er börnum kennt að lesa, en þeir einir verða fluglæsir sem lesa mikið heima. Í þeim skóla sem ég stjórna er mikil áhersla lögð á lestur, alveg frá 5 ára bekk og upp í 10. bekk. Við ætlumst til þess að börn lesi heima, þau lesa dag hvern í skólanum. Nú ætlum við að gjörbreyta síðdegisvistinni og námstengja hana betur en verið hefur. Leik- og grunnskólakennarar verða ráðnir, boðið verður upp á dans, tónmennt, skák, leiklist, myndmennt, útivist o.fl. sem styrkir börn í amstri daganna, og síðast en ekki síst aðstoð við heimanám af ýmsu tagi. Það er hins vegar algjörlega skýrt af skólans hálfu að við ætlumst til þess af foreldrum barnanna okkar að þeir lesi með börnum sínum dag hvern allan ársins hring. Árið er 365 dagar, en skólaárið er einungis 180 dagar. Þannig hefst þetta, ekki öðruvísi. Meira um tölvuleiki og ólæsi drengja síðar.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun