Hverjir mega stela? 21. febrúar 2012 06:00 Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Helga Jóhannesson hæstaréttarlögmann. Þar ræðir hann ástandið í samfélaginu og er mikið niðri fyrir sem skiljanlegt er. Hann byrjar á því að ræða hrunið en telur að það sem gerst hafi á eftir sé að valda samfélaginu mun meira tjóni en gjaldþrot nær allra fjármálastofnana landsins og fjölda fyrirtækja. Hann telur sem sé að réttarríkinu sé ógnað, annars vegar með skólpræsahernaði bloggara og DV og hins vegar með því að Alþingi sé orðin framleiðsluverksmiðja fyrir popúlistalöggjöf sem ali á fölskum vonum fólks og sé að gera út af við atvinnulífið. Þetta er meginefni fyrri hluta greinarinnar, seinni hlutinn verður ekki gerður að umræðuefni hér. Helsti gallinn við greinina í heild er að það er ekki heiglum hent að henda reiður á hvað höfundur á í raun og veru við, til dæmis með orðinu popúlistalöggjöf, að því leyti er greinin ámóta skýr og ýmsir úrskurðir hæstaréttar. Reynum nú að rýna í greinina og átta okkur á hvað hangir á spýtunni. Kjarninn í málflutningi höfundar virðist mér koma fram í annarri málsgreininni en þar segir hann að það sem hafi tapast í hruninu hafi bara verið peningar og enginn hafi orðið fyrir líkamlegu tjóni. Svo virðist því sem höfundur telji það ámælislaust að stela ef maður veldur ekki öðrum líkamlegu tjóni við verknaðinn. Í framhaldi af þessu verður ekki betur séð en popúlistalöggjöfin sem rætt er um séu lögin um sérstakan saksóknara og önnur lög og ráðstafanir sem sett hafa verið til að hafa hendur í hári þeirra sem rændu banka, fjármálastofnanir og jafnvel tryggingarfélög innan frá og sæta nú rannsóknum og fyrir vikið. Hvað það er við þessa löggjöf og ráðstafanir sem vekur falskar vonir hjá almenningi er heldur ekki ljóst en þó er hægt að ímynda sér að höfundur vonist til að annaðhvort sé hægt að fá sakborninga sýknaða með lagatæknibrellum eða að hrunflokkarnir komist til valda í næstu kosningum og dragi vígtennurnar úr sérstökum saksóknara. Hvernig höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að lög um sérstakan saksóknara séu að veita atvinnulífinu náðarhöggið er mér einnig hulin ráðgáta nema náttúrlega að hann telji að dómar yfir þeim sem nú sæta rannsóknum og ákæru komi í veg fyrir að þeir geti starfað við fjármálafyrirtæki í framtíðinni og valdi því óbætanlegu tjóni. Að lokum. Ef það sem kom fram hér að ofan er rétt útlegging á skilningi höfundar á þjófnaði er eðlilegt að spyrja hvort sá skilningur hans eigi við um alla, jafnt horaða búðarþjófa í hettupeysu sem stela samloku og banana úr 10/11, sem og sléttrakaða, velgreidda menn í teinóttum jakkafötum sem ræna banka innan frá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Síðastliðinn fimmtudag birtist í Fréttablaðinu grein eftir Helga Jóhannesson hæstaréttarlögmann. Þar ræðir hann ástandið í samfélaginu og er mikið niðri fyrir sem skiljanlegt er. Hann byrjar á því að ræða hrunið en telur að það sem gerst hafi á eftir sé að valda samfélaginu mun meira tjóni en gjaldþrot nær allra fjármálastofnana landsins og fjölda fyrirtækja. Hann telur sem sé að réttarríkinu sé ógnað, annars vegar með skólpræsahernaði bloggara og DV og hins vegar með því að Alþingi sé orðin framleiðsluverksmiðja fyrir popúlistalöggjöf sem ali á fölskum vonum fólks og sé að gera út af við atvinnulífið. Þetta er meginefni fyrri hluta greinarinnar, seinni hlutinn verður ekki gerður að umræðuefni hér. Helsti gallinn við greinina í heild er að það er ekki heiglum hent að henda reiður á hvað höfundur á í raun og veru við, til dæmis með orðinu popúlistalöggjöf, að því leyti er greinin ámóta skýr og ýmsir úrskurðir hæstaréttar. Reynum nú að rýna í greinina og átta okkur á hvað hangir á spýtunni. Kjarninn í málflutningi höfundar virðist mér koma fram í annarri málsgreininni en þar segir hann að það sem hafi tapast í hruninu hafi bara verið peningar og enginn hafi orðið fyrir líkamlegu tjóni. Svo virðist því sem höfundur telji það ámælislaust að stela ef maður veldur ekki öðrum líkamlegu tjóni við verknaðinn. Í framhaldi af þessu verður ekki betur séð en popúlistalöggjöfin sem rætt er um séu lögin um sérstakan saksóknara og önnur lög og ráðstafanir sem sett hafa verið til að hafa hendur í hári þeirra sem rændu banka, fjármálastofnanir og jafnvel tryggingarfélög innan frá og sæta nú rannsóknum og fyrir vikið. Hvað það er við þessa löggjöf og ráðstafanir sem vekur falskar vonir hjá almenningi er heldur ekki ljóst en þó er hægt að ímynda sér að höfundur vonist til að annaðhvort sé hægt að fá sakborninga sýknaða með lagatæknibrellum eða að hrunflokkarnir komist til valda í næstu kosningum og dragi vígtennurnar úr sérstökum saksóknara. Hvernig höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að lög um sérstakan saksóknara séu að veita atvinnulífinu náðarhöggið er mér einnig hulin ráðgáta nema náttúrlega að hann telji að dómar yfir þeim sem nú sæta rannsóknum og ákæru komi í veg fyrir að þeir geti starfað við fjármálafyrirtæki í framtíðinni og valdi því óbætanlegu tjóni. Að lokum. Ef það sem kom fram hér að ofan er rétt útlegging á skilningi höfundar á þjófnaði er eðlilegt að spyrja hvort sá skilningur hans eigi við um alla, jafnt horaða búðarþjófa í hettupeysu sem stela samloku og banana úr 10/11, sem og sléttrakaða, velgreidda menn í teinóttum jakkafötum sem ræna banka innan frá?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun