Betra samfélag 1. febrúar 2012 06:00 Í dag eru rétt þrjú ár liðin frá því minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG tók við völdum eftir alvarlegasta fjármálahrun í sögu lýðveldisins. Í þingkosningunum 25. apríl sama ár fengu þessir flokkar skýrt meirihlutaumboð frá kjósendum. Verkefni okkar í þágu almennings og framtíðarheilla landsmanna virtust í fyrstu nær óyfirstíganleg og sá möguleiki var raunverulega fyrir hendi að þjóðin yrði gjaldþrota ef ekki yrði hið bráðasta og af einurð tekist á við vandann. Sem gefur að skilja reyndi þetta á bein tveggja ungra flokka, Samfylkingarinnar og VG, sem báðir voru stofnaðir fyrir 12 til 13 árum. Varla var heldur við því að búast að margir vörslumenn sérhagsmuna í landinu yrðu sérlega hrifnir þegar þeir lásu samstarfsyfirlýsingu fyrstu hreinræktuðu ríkisstjórnar jafnaðar-, umhverfis- og vinstristefnu: Norrænt velferðarsamfélag skyldi vera leiðarljós, sjálfbær þróun, félagslegt réttlæti og jöfnuður og opin og skilvirk stjórnsýsla samfara lýðræðisumbótum. Ýmislegt hefur gengið á og ekki hafa allir samherjar okkar sætt sig við framkvæmd einstakra stefnumála. En mótlætið hefur hert okkur og þroskað og þegar hér er komið sögu efumst við ekki um að takast muni að ljúka stórum og mikilvægum viðfangsefnum á þeim tíma sem eftir lifir kjörtímabilsins. Við erum bjartsýn og í sóknarhug enda betri tíð í vændum. Ástæða til bjartsýniEndurreisn bankakerfisins og skuldaúrvinnsla fyrirtækjanna skapar svigrúm sem mun hleypa auknum krafti í atvinnulífið. Hagvöxtur reynist meiri en spáð var, líklega 3,5 til 4 prósent á síðasta ári. Hann gæti hæglega orðið 2,5 til 3 prósent á þessu ári en til samanburðar er því spáð að hann verði 1,5 prósent að jafnaði innan Evrópusambandsins. Ytri skilyrði geta vitanlega dregið úr vilja til fjárfestinga vegna þrálátra hremminga alþjóða fjármálakerfisins. En á móti slíku vegur að mörgu leyti ágætt ástand innanlands. Benda má á vaxandi loðnukvóta sem er góður búhnykkur og skilar milljörðum inn í hagkerfi okkar. Miklar orkuframkvæmdir eru hafnar eða í þann mund að hefjast, við Búðarháls, á norðaustursvæðinu og á suðvesturhorninu. Framvindan ræðst af þeim samningaviðræðum sem þegar eru hafnar við fjölbreyttan hóp fjárfesta sem sýnt hafa landinu áhuga. Á annan tug fjárfestingarsamninga er til skoðunar eða hafa verið undirritaðir og koma brátt til framkvæmda. Á næstunni verða stigin tvö mikilvæg skref í afnámi gjaldeyrishaftanna. Annars vegar er um að ræða annað gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands en hins vegar er um að ræða fyrsta fjárfestingarútboðið sem ætlað er að laða erlendar fjárfestingar til landsins samfara flutningi á aflandskrónum inn í landið. Matsfyrirtækið Fitch gat þess í ársbyrjun að takist útboðin vel komi til greina að lyfta Íslandi í fjárfestingarflokk. Fari svo væri Ísland á nýjan leik metið í fjárfestingarflokki af öllum stóru matsfyrirtækjunum og eitt þeirra breytti nýlega horfum Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Lýðræði og auðlindirInnan fárra vikna er stefnt að framlagningu frumvarps um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem tryggja á landsmönnum forræði yfir auðlindum sjávar og að þeir njóti eðlilegrar rentu af þeim. Sjávarútvegi hefur vegnað vel undanfarin misseri og hefur eigið fé greinarinnar tvöfaldast á milli ára. Þetta er margþætt mál og breytingar gera ríkar kröfur til allra um samstarfsvilja. Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma verður vonandi samþykkt á Alþingi innan tíðar. Með innleiðingu Árósarsamningsins, friðlýsingum svæða og mörgum fleiri aðgerðum hefur verið brotið í blað í umhverfismálum. Þá er í undirbúningi stofnun auðlindasjóðs. Við ætlum okkur að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og koma í veg fyrir að sú merkilega lýðræðistilraun, sem við höfum beitt okkur fyrir, renni út í sandinn. Alþingi hefur til þessa reynst þetta gagngera umbótastarf um megn. Umbætur á svið lýðræðis- og mannréttindamála hafa verið og verða áfram eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Varanlegan bataEnginn þarf að velkjast í vafa um að þjóðin á síðasta orðið um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samkvæmt ákvörðun meirihluta Alþingis er nú verið að kanna til fullnustu kosti og galla aðildar. Afstaða stjórnarflokkanna til aðildar er ólík en virðing og umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er einmitt nauðsynleg í stórmálum sem þessu. Það ætti ekki heldur að þurfa að vefjast fyrir neinum að ríkisstjórn jafnaðar, umhverfisverndar og vinstristefnu leggur sig fram nú sem endranær um að verja félagslegt réttlæti og jöfnuð. Meðal mikilvægra verkefna á þessu sviði er að vinna áfram að því að afla haldbærra gagna um skuldastöðu heimilanna eða einstakra hópa. Aðeins á slíkum grundvelli er hægt að útfæra áframhaldandi stuðning við fjölskyldur í vanda. Heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins er enn eitt forgangsverkefnið sem mikilvægt er að ljúka á kjörtímabilinu. Margar nágrannaþjóðir spyrja sig nú hvernig það megi vera að Íslendingum hafi tekist á svo skömmum tíma að fóta sig eftir stórfellt efnahagshrun. Mest er um vert að sýna fram á að batinn er hafinn og hefur allar forsendur til þess að verða varanlegur. Einnig að dýpri og frekari umbreytingar á þjóðfélaginu eiga enn eftir að bæta mannlífið og kjörin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í dag eru rétt þrjú ár liðin frá því minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG tók við völdum eftir alvarlegasta fjármálahrun í sögu lýðveldisins. Í þingkosningunum 25. apríl sama ár fengu þessir flokkar skýrt meirihlutaumboð frá kjósendum. Verkefni okkar í þágu almennings og framtíðarheilla landsmanna virtust í fyrstu nær óyfirstíganleg og sá möguleiki var raunverulega fyrir hendi að þjóðin yrði gjaldþrota ef ekki yrði hið bráðasta og af einurð tekist á við vandann. Sem gefur að skilja reyndi þetta á bein tveggja ungra flokka, Samfylkingarinnar og VG, sem báðir voru stofnaðir fyrir 12 til 13 árum. Varla var heldur við því að búast að margir vörslumenn sérhagsmuna í landinu yrðu sérlega hrifnir þegar þeir lásu samstarfsyfirlýsingu fyrstu hreinræktuðu ríkisstjórnar jafnaðar-, umhverfis- og vinstristefnu: Norrænt velferðarsamfélag skyldi vera leiðarljós, sjálfbær þróun, félagslegt réttlæti og jöfnuður og opin og skilvirk stjórnsýsla samfara lýðræðisumbótum. Ýmislegt hefur gengið á og ekki hafa allir samherjar okkar sætt sig við framkvæmd einstakra stefnumála. En mótlætið hefur hert okkur og þroskað og þegar hér er komið sögu efumst við ekki um að takast muni að ljúka stórum og mikilvægum viðfangsefnum á þeim tíma sem eftir lifir kjörtímabilsins. Við erum bjartsýn og í sóknarhug enda betri tíð í vændum. Ástæða til bjartsýniEndurreisn bankakerfisins og skuldaúrvinnsla fyrirtækjanna skapar svigrúm sem mun hleypa auknum krafti í atvinnulífið. Hagvöxtur reynist meiri en spáð var, líklega 3,5 til 4 prósent á síðasta ári. Hann gæti hæglega orðið 2,5 til 3 prósent á þessu ári en til samanburðar er því spáð að hann verði 1,5 prósent að jafnaði innan Evrópusambandsins. Ytri skilyrði geta vitanlega dregið úr vilja til fjárfestinga vegna þrálátra hremminga alþjóða fjármálakerfisins. En á móti slíku vegur að mörgu leyti ágætt ástand innanlands. Benda má á vaxandi loðnukvóta sem er góður búhnykkur og skilar milljörðum inn í hagkerfi okkar. Miklar orkuframkvæmdir eru hafnar eða í þann mund að hefjast, við Búðarháls, á norðaustursvæðinu og á suðvesturhorninu. Framvindan ræðst af þeim samningaviðræðum sem þegar eru hafnar við fjölbreyttan hóp fjárfesta sem sýnt hafa landinu áhuga. Á annan tug fjárfestingarsamninga er til skoðunar eða hafa verið undirritaðir og koma brátt til framkvæmda. Á næstunni verða stigin tvö mikilvæg skref í afnámi gjaldeyrishaftanna. Annars vegar er um að ræða annað gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands en hins vegar er um að ræða fyrsta fjárfestingarútboðið sem ætlað er að laða erlendar fjárfestingar til landsins samfara flutningi á aflandskrónum inn í landið. Matsfyrirtækið Fitch gat þess í ársbyrjun að takist útboðin vel komi til greina að lyfta Íslandi í fjárfestingarflokk. Fari svo væri Ísland á nýjan leik metið í fjárfestingarflokki af öllum stóru matsfyrirtækjunum og eitt þeirra breytti nýlega horfum Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Lýðræði og auðlindirInnan fárra vikna er stefnt að framlagningu frumvarps um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem tryggja á landsmönnum forræði yfir auðlindum sjávar og að þeir njóti eðlilegrar rentu af þeim. Sjávarútvegi hefur vegnað vel undanfarin misseri og hefur eigið fé greinarinnar tvöfaldast á milli ára. Þetta er margþætt mál og breytingar gera ríkar kröfur til allra um samstarfsvilja. Rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma verður vonandi samþykkt á Alþingi innan tíðar. Með innleiðingu Árósarsamningsins, friðlýsingum svæða og mörgum fleiri aðgerðum hefur verið brotið í blað í umhverfismálum. Þá er í undirbúningi stofnun auðlindasjóðs. Við ætlum okkur að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar og koma í veg fyrir að sú merkilega lýðræðistilraun, sem við höfum beitt okkur fyrir, renni út í sandinn. Alþingi hefur til þessa reynst þetta gagngera umbótastarf um megn. Umbætur á svið lýðræðis- og mannréttindamála hafa verið og verða áfram eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Varanlegan bataEnginn þarf að velkjast í vafa um að þjóðin á síðasta orðið um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samkvæmt ákvörðun meirihluta Alþingis er nú verið að kanna til fullnustu kosti og galla aðildar. Afstaða stjórnarflokkanna til aðildar er ólík en virðing og umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er einmitt nauðsynleg í stórmálum sem þessu. Það ætti ekki heldur að þurfa að vefjast fyrir neinum að ríkisstjórn jafnaðar, umhverfisverndar og vinstristefnu leggur sig fram nú sem endranær um að verja félagslegt réttlæti og jöfnuð. Meðal mikilvægra verkefna á þessu sviði er að vinna áfram að því að afla haldbærra gagna um skuldastöðu heimilanna eða einstakra hópa. Aðeins á slíkum grundvelli er hægt að útfæra áframhaldandi stuðning við fjölskyldur í vanda. Heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins er enn eitt forgangsverkefnið sem mikilvægt er að ljúka á kjörtímabilinu. Margar nágrannaþjóðir spyrja sig nú hvernig það megi vera að Íslendingum hafi tekist á svo skömmum tíma að fóta sig eftir stórfellt efnahagshrun. Mest er um vert að sýna fram á að batinn er hafinn og hefur allar forsendur til þess að verða varanlegur. Einnig að dýpri og frekari umbreytingar á þjóðfélaginu eiga enn eftir að bæta mannlífið og kjörin í landinu.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun