Í orði en ekki á borði Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 30. janúar 2012 06:00 Borgaryfirvöld sæta harðri gagnrýni um þessar mundir fyrir hvernig staðið er að sameiningu skóla í Grafarvogi og foreldrar í Hvassaleitisskóla eru æfir yfir skorti á samráði. Upplýsingaflæðið er slakt og foreldrar fá ekki svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Þetta skapar óvissu sem leiðir af sér óöryggi og kvíða fyrir því sem koma skal. Hér er um framtíð barna að ræða og því eðlilegt að foreldrar vilji skýrari svör og einhvers konar staðfestingu á því að gæði skólastarfsins verði ekki skert. Frá því að tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í mars 2011 hefur talsverður titringur verið í kringum sameiningarferlið. Vissulega skapa breytingar alltaf ákveðna óvissu en ítrekað er rætt um að þá skipti sköpum að víðtækt samráð sé viðhaft og allur undirbúningur vel ígrundaður. Formaður foreldrafélags Hamraskóla í Grafarvogi sem sat í stýrihópi borgaryfirvalda um sameiningu unglingadeilda í þremur grunnskólum í borgarhlutanum hefur nú sagt sig úr hópnum. Ástæðan var skortur á samráði. Spurningum hennar var ekki svarað og þeim vísað frá umræðu þar sem þetta þótti ekki rétti vettvangurinn. Hvaða vettvang átti fulltrúi foreldra þá að nota? Sameiningunni var mótmælt á fjölmennum fundi þar sem um 200 foreldrar komu saman og gagnrýndu slælegan undirbúning og sýndarsamráð. Enginn fulltrúi skólayfirvalda var á svæðinu. Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar fundar sem haldinn var 24. janúar síðastliðinn með skólastjórnendum og skólayfirvöldum. Þar mótmæltu foreldrar þeim áformum að skólayfirvöld ætli að hýsa stóran hluta nemenda Breiðagerðisskóla í Hvassaleitisskóla næsta vetur meðan byggingarframkvæmdir standa yfir í Breiðagerðisskóla. Stjórn foreldrafélagsins segir þetta gert án lögbundins samráðs við foreldra og skólaráð. Á sama tíma standi yfir viðkvæmt og umdeilt sameiningarferli í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Þarf þetta að vera svona? Hvers vegna er ekki hægt að virða lög og reglur um virkt samráð? Hér er ekki einungis um rétt foreldra að ræða heldur einnig auknar líkur á farsælli niðurstöðu. Reynslan sýnir að virkt samráð tryggir betri lausn. Ekki er um raunverulegt samráð að ræða ef foreldrum er ekki veittur raunhæfur frestur og tækifæri til að kynna sér breytingar og hafa áhrif á þær. Formaður Heimilis og skóla, Ketill B. Magnússon, kynnti áskorun til sveitarfélaga og skólayfirvalda á skólaþingi sveitarfélaga 4. nóvember 2011 þar sem óskað var eftir samráði við foreldra (sjá heimasíðu samtakanna http://heimiliogskoli.is). Þar kom m.a. fram að kynning á niðurstöðum án möguleika til áhrifa, eins og einhver sveitarfélög hafa gert að undanförnu, sé sýndarsamráð og Heimili og skóli fordæma slík vinnubrögð. Til eru dæmi um gott samráð við fulltrúa foreldra um skólamálefni þar sem hlustað er á og tekið tillit til sjónarmiða foreldra. Hvernig væri að fylgja góðu fordæmi? Þegar foreldrar láta í sér heyra og eru augljóslega ósáttir við stöðu mála þá væri heillavænlegast fyrir skólayfirvöld og borgarfulltrúa að láta það eiga sig að stökkva í hinar pólitísku skotgrafir. Þær eru til þess gerðar að fresta því að viðunandi lausn náist, líkt og tíðkast hefur með raunverulegar skotgrafir. Ræðum saman og finnum góða lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Borgaryfirvöld sæta harðri gagnrýni um þessar mundir fyrir hvernig staðið er að sameiningu skóla í Grafarvogi og foreldrar í Hvassaleitisskóla eru æfir yfir skorti á samráði. Upplýsingaflæðið er slakt og foreldrar fá ekki svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Þetta skapar óvissu sem leiðir af sér óöryggi og kvíða fyrir því sem koma skal. Hér er um framtíð barna að ræða og því eðlilegt að foreldrar vilji skýrari svör og einhvers konar staðfestingu á því að gæði skólastarfsins verði ekki skert. Frá því að tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í mars 2011 hefur talsverður titringur verið í kringum sameiningarferlið. Vissulega skapa breytingar alltaf ákveðna óvissu en ítrekað er rætt um að þá skipti sköpum að víðtækt samráð sé viðhaft og allur undirbúningur vel ígrundaður. Formaður foreldrafélags Hamraskóla í Grafarvogi sem sat í stýrihópi borgaryfirvalda um sameiningu unglingadeilda í þremur grunnskólum í borgarhlutanum hefur nú sagt sig úr hópnum. Ástæðan var skortur á samráði. Spurningum hennar var ekki svarað og þeim vísað frá umræðu þar sem þetta þótti ekki rétti vettvangurinn. Hvaða vettvang átti fulltrúi foreldra þá að nota? Sameiningunni var mótmælt á fjölmennum fundi þar sem um 200 foreldrar komu saman og gagnrýndu slælegan undirbúning og sýndarsamráð. Enginn fulltrúi skólayfirvalda var á svæðinu. Stjórn foreldrafélags Hvassaleitisskóla sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar fundar sem haldinn var 24. janúar síðastliðinn með skólastjórnendum og skólayfirvöldum. Þar mótmæltu foreldrar þeim áformum að skólayfirvöld ætli að hýsa stóran hluta nemenda Breiðagerðisskóla í Hvassaleitisskóla næsta vetur meðan byggingarframkvæmdir standa yfir í Breiðagerðisskóla. Stjórn foreldrafélagsins segir þetta gert án lögbundins samráðs við foreldra og skólaráð. Á sama tíma standi yfir viðkvæmt og umdeilt sameiningarferli í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Þarf þetta að vera svona? Hvers vegna er ekki hægt að virða lög og reglur um virkt samráð? Hér er ekki einungis um rétt foreldra að ræða heldur einnig auknar líkur á farsælli niðurstöðu. Reynslan sýnir að virkt samráð tryggir betri lausn. Ekki er um raunverulegt samráð að ræða ef foreldrum er ekki veittur raunhæfur frestur og tækifæri til að kynna sér breytingar og hafa áhrif á þær. Formaður Heimilis og skóla, Ketill B. Magnússon, kynnti áskorun til sveitarfélaga og skólayfirvalda á skólaþingi sveitarfélaga 4. nóvember 2011 þar sem óskað var eftir samráði við foreldra (sjá heimasíðu samtakanna http://heimiliogskoli.is). Þar kom m.a. fram að kynning á niðurstöðum án möguleika til áhrifa, eins og einhver sveitarfélög hafa gert að undanförnu, sé sýndarsamráð og Heimili og skóli fordæma slík vinnubrögð. Til eru dæmi um gott samráð við fulltrúa foreldra um skólamálefni þar sem hlustað er á og tekið tillit til sjónarmiða foreldra. Hvernig væri að fylgja góðu fordæmi? Þegar foreldrar láta í sér heyra og eru augljóslega ósáttir við stöðu mála þá væri heillavænlegast fyrir skólayfirvöld og borgarfulltrúa að láta það eiga sig að stökkva í hinar pólitísku skotgrafir. Þær eru til þess gerðar að fresta því að viðunandi lausn náist, líkt og tíðkast hefur með raunverulegar skotgrafir. Ræðum saman og finnum góða lausn.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar