Konan sem syngur Elísabet Brekkan skrifar 30. janúar 2012 14:00 „Leikarar stóðu sig allir með prýði,“ segir meðal annars í leikdómi um Eldhaf eftir Wajdi Mouawad í Borgarleikhúsinu. mynd/grímur bjarnason Eftir Wajdi Mouawad í þýðingu Hrafnhildar Hagalín. Sýnt í Borgarleikhúsinu. Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmynd og búninga. Tónlistarstjóri er Hallur Ingólfsson. Leikarar: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Jörundur Ragnarsson, Birgitta Birgisdóttir, Þórir Sæmundsson. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Myndbandshönnun: Arnar Steinn Friðbjarnarson. Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson. Frumsýning á fimmtudag í Borgarleikhúsinu. Eldhaf, verk sem lætur engan ósnortinn, var frumsýnt í Theatre de Quad "Sous í Montréal í Kanada árið 2003, en þar starfar höfundur verksins. Hér segir frá afdrifum baráttukonu í borgarastyrjöldinni í Líbanon 1988. Hún gerir tilraun til þess að ráða hershöfðingjann Antoine Lahad af dögum, en hann var í hennar augum táknmynd fyrir hið hataða hernám. Þegar Nawal, móðir tvíburanna Símons og Jeanne, deyr eru þeim afhent tvö bréf af vini og lögfræðingi móðurinnar. Í miðri sorginni hrannast upp spurningarmerki um erfiða fortíð móðurinnar. Þau eiga kannski bæði föður og bróður? Eftir langa reisu til gamla lands móðurinnar og gegnum tímann komast þau að því hvers vegna hún hafði þagað í áraraðir. Viðbjóður ófriðartíma er nálægur. Líka angist þeirra og óhamingja sem alla daga þurfa að beygja sig í svaðið fyrir böðlum sínum, sem svo sjálfir eru fórnarlömb þeirra stríða sem gerir sakleysingja að svínum. Meðferð á konum og börnum og ummótun heilabúa ungra manna er meðal þess sem fjallað er um í þessu verki. Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir þessu verki og er handbragð hans mjög sýnilegt. Sagan um systkinin og leit þeirra fer fram í magnaðri leikmynd Ilmar Stefánsdóttur, sem er svo heillandi og sterk að hún ein og sér lyftir frásögninni í hæðir. Það er heillandi hvernig frásögnin fær sína staðsetningu í nútíð og fortíð með því að skipta úr efri hluta sviðsins þar sem fortíðin og endurlitið eiga sér stað og niður á fremri hlutann þar sem nútíðin er leikin. Mögnuð er líka myndbandshönnunin og þrívíddin öll sem Arnar Steinn Friðbjarnarson útfærir snilldarlega, auk allra þeirra meðvitaðra og ómeðvitaðra umhverfishljóða sem allan tímann leita á. Leikarar stóðu sig allir með prýði. Flestir þurftu þeir að bregða sér í fleiri hlutverk og talsvert uppfyrir sig í aldri, sem ekki kom að sök. Bergur Þór Ingólfsson, sem fór með hlutverk lögmannsins Lebels og læknisins, er eins og öxullinn í verkinu, sterkur, trúverðugur, fyndinn, sá sem leiddi frásögnina áfram. Þórir Sæmundsson átti óhugnanlega góðan leik í hlutverki hins brjálaða byssumanns, þó hann hafi verið heldur unglegur í uppgjörinu í lok leiksins. Unnur Ösp Stefánsdóttir kann orðið listina að framkalla samkennd með hraktri móður og sýndi góðan og ýkjulausan leik. Hlutverk tónlistarinnar í verkinu er mikilvægt þar sem hún ýmist heggur á hnúta eða leiðir hugann til venjulega lífsins þrátt fyrir hörmungarnar. Einnig var lýsingin skemmtilega notuð og búningar Ilmar sögðu margar sögur í þessari örlagasögu einnar lítillar fjölskyldu, en um leið allra þeirra kynslóða sem fórnað er í stríði hvar sem er í veröldinni. Niðurstaða: Einstaklega vel gerð, nýstárleg og spennandi sýning. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Eftir Wajdi Mouawad í þýðingu Hrafnhildar Hagalín. Sýnt í Borgarleikhúsinu. Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmynd og búninga. Tónlistarstjóri er Hallur Ingólfsson. Leikarar: Unnur Ösp Stefánsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Jörundur Ragnarsson, Birgitta Birgisdóttir, Þórir Sæmundsson. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Myndbandshönnun: Arnar Steinn Friðbjarnarson. Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson. Frumsýning á fimmtudag í Borgarleikhúsinu. Eldhaf, verk sem lætur engan ósnortinn, var frumsýnt í Theatre de Quad "Sous í Montréal í Kanada árið 2003, en þar starfar höfundur verksins. Hér segir frá afdrifum baráttukonu í borgarastyrjöldinni í Líbanon 1988. Hún gerir tilraun til þess að ráða hershöfðingjann Antoine Lahad af dögum, en hann var í hennar augum táknmynd fyrir hið hataða hernám. Þegar Nawal, móðir tvíburanna Símons og Jeanne, deyr eru þeim afhent tvö bréf af vini og lögfræðingi móðurinnar. Í miðri sorginni hrannast upp spurningarmerki um erfiða fortíð móðurinnar. Þau eiga kannski bæði föður og bróður? Eftir langa reisu til gamla lands móðurinnar og gegnum tímann komast þau að því hvers vegna hún hafði þagað í áraraðir. Viðbjóður ófriðartíma er nálægur. Líka angist þeirra og óhamingja sem alla daga þurfa að beygja sig í svaðið fyrir böðlum sínum, sem svo sjálfir eru fórnarlömb þeirra stríða sem gerir sakleysingja að svínum. Meðferð á konum og börnum og ummótun heilabúa ungra manna er meðal þess sem fjallað er um í þessu verki. Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir þessu verki og er handbragð hans mjög sýnilegt. Sagan um systkinin og leit þeirra fer fram í magnaðri leikmynd Ilmar Stefánsdóttur, sem er svo heillandi og sterk að hún ein og sér lyftir frásögninni í hæðir. Það er heillandi hvernig frásögnin fær sína staðsetningu í nútíð og fortíð með því að skipta úr efri hluta sviðsins þar sem fortíðin og endurlitið eiga sér stað og niður á fremri hlutann þar sem nútíðin er leikin. Mögnuð er líka myndbandshönnunin og þrívíddin öll sem Arnar Steinn Friðbjarnarson útfærir snilldarlega, auk allra þeirra meðvitaðra og ómeðvitaðra umhverfishljóða sem allan tímann leita á. Leikarar stóðu sig allir með prýði. Flestir þurftu þeir að bregða sér í fleiri hlutverk og talsvert uppfyrir sig í aldri, sem ekki kom að sök. Bergur Þór Ingólfsson, sem fór með hlutverk lögmannsins Lebels og læknisins, er eins og öxullinn í verkinu, sterkur, trúverðugur, fyndinn, sá sem leiddi frásögnina áfram. Þórir Sæmundsson átti óhugnanlega góðan leik í hlutverki hins brjálaða byssumanns, þó hann hafi verið heldur unglegur í uppgjörinu í lok leiksins. Unnur Ösp Stefánsdóttir kann orðið listina að framkalla samkennd með hraktri móður og sýndi góðan og ýkjulausan leik. Hlutverk tónlistarinnar í verkinu er mikilvægt þar sem hún ýmist heggur á hnúta eða leiðir hugann til venjulega lífsins þrátt fyrir hörmungarnar. Einnig var lýsingin skemmtilega notuð og búningar Ilmar sögðu margar sögur í þessari örlagasögu einnar lítillar fjölskyldu, en um leið allra þeirra kynslóða sem fórnað er í stríði hvar sem er í veröldinni. Niðurstaða: Einstaklega vel gerð, nýstárleg og spennandi sýning.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira