Skeggleysi bara tískubóla 28. janúar 2012 13:00 Skegg og gaman Stjúri hefur lengi predikað fyrir skeggvexti og segir skeggleysi vera tískubólu sem er við það að springa.fréttablaðið/pjetur Vel hært skegg er vinsælt um þessar mundir. Á tískusýningum fatahönnuðanna Henrik Vibskov og Vivienne Westwood mátti einnig sjá skeggjaðar fyrirsætur. Tískubólan einskorðast því ekki við götur Reykjavíkur. Tíska „Ég hef predikað fyrir skeggvexti í mörg ár og finnst að allir karlmenn ættu að bera skegg," segir Stjúri sem rekur rakarastofu í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. „Ég segi frekar að andlitsrakstur sé tískubóla enda varð rakstur ekki vinsæll fyrr en rétt fyrir iðnbyltingu og ég vona að sú tískubóla fari að deyja út," Sjálfur rakaði hann sig síðast árið 1996 og hefur skartað einhvers konar skeggi allar götur síðan. Að hans sögn eru til margar ólíkar útgáfur af skeggjum og ber þar helst að nefna Skógarhöggsmanninn, svokallað mánaðarskegg og hökutopp. Það er persónubundið hvað hverjum þykir fallegt og fer valið mikið eftir andlitslagi. Stjúri segir kosti skeggsins marga og nefnir sem dæmi að það veiti góða vörn fyrir bæði hita og kulda. „Það skiptir litlu máli hvernig þú lítur út undir því, þannig að maður getur falið sig á bak við skeggið. Svo þegar maður tekur sopa af bjór festist froðan oft í skegginu og þá þarf maður að sjúga hana úr. Það er bæði karlmannleg og góð tilfinning." En ókostir fylgja líka skegginu. „Mörgum klæjar undan skegginu í fyrstu," segir Stjúri. „Svo eiga matarleifar til að festast í því, en maður verður að vera duglegur að þrífa sig og forðast að borða eins og dýr." Aðspurður segir Stjúri eiginkonu sína hrifna af skeggvexti hans enda hafi hann verið skeggjaður alveg frá því að þau kynntust fyrst. „Hún vill ekki sjá mig skegglausan. Ég veit ekki hvað það þýðir, kannski þorir hún ekki að sjá það sem býr undir skegginu." Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Vel hært skegg er vinsælt um þessar mundir. Á tískusýningum fatahönnuðanna Henrik Vibskov og Vivienne Westwood mátti einnig sjá skeggjaðar fyrirsætur. Tískubólan einskorðast því ekki við götur Reykjavíkur. Tíska „Ég hef predikað fyrir skeggvexti í mörg ár og finnst að allir karlmenn ættu að bera skegg," segir Stjúri sem rekur rakarastofu í Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar. „Ég segi frekar að andlitsrakstur sé tískubóla enda varð rakstur ekki vinsæll fyrr en rétt fyrir iðnbyltingu og ég vona að sú tískubóla fari að deyja út," Sjálfur rakaði hann sig síðast árið 1996 og hefur skartað einhvers konar skeggi allar götur síðan. Að hans sögn eru til margar ólíkar útgáfur af skeggjum og ber þar helst að nefna Skógarhöggsmanninn, svokallað mánaðarskegg og hökutopp. Það er persónubundið hvað hverjum þykir fallegt og fer valið mikið eftir andlitslagi. Stjúri segir kosti skeggsins marga og nefnir sem dæmi að það veiti góða vörn fyrir bæði hita og kulda. „Það skiptir litlu máli hvernig þú lítur út undir því, þannig að maður getur falið sig á bak við skeggið. Svo þegar maður tekur sopa af bjór festist froðan oft í skegginu og þá þarf maður að sjúga hana úr. Það er bæði karlmannleg og góð tilfinning." En ókostir fylgja líka skegginu. „Mörgum klæjar undan skegginu í fyrstu," segir Stjúri. „Svo eiga matarleifar til að festast í því, en maður verður að vera duglegur að þrífa sig og forðast að borða eins og dýr." Aðspurður segir Stjúri eiginkonu sína hrifna af skeggvexti hans enda hafi hann verið skeggjaður alveg frá því að þau kynntust fyrst. „Hún vill ekki sjá mig skegglausan. Ég veit ekki hvað það þýðir, kannski þorir hún ekki að sjá það sem býr undir skegginu."
Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira