Stórkostlegt sjónarspil 28. janúar 2012 06:00 Vel leikin Leikararnir í The Artist fara á kostum án þess að nota hljóð eða orð. The Artist Leikstjórn: Michel Hazanavicius Leikarar: Jean Dujardin, Bérénice Bejo, John Goodman, James Cromwell, Penelope Ann Miller, Malcolm McDowell Auðvitað býst maður við miklu af kvikmynd sem tilnefnd er til 10 Óskarsverðlauna og 12 BAFTA-verðlauna. The Artist þykir sigurstrangleg í öllum helstu flokkum og væntingarnar til hennar því gífurlegar. Það er auðvitað eilítið ósanngjarnt en engu að síður skiljanlegt. Myndin segir frá George Valentin, kvikmyndastjörnu í Hollywood á tímum þöglu myndanna. Árið er 1927 og talmyndirnar eru að yfirtaka iðnaðinn. Valentin þráast hins vegar við að skipta um leikvang og er honum því á endanum bolað burt úr bransanum. Við þetta fléttast svo þráhyggjukennd ást Valentin á ungri leikkonu, Peppy Miller, sem verður fljótlega ein skærasta stjarna talmyndanna. Það vekur auðvitað athygli að The Artist er sjálf að mestu leyti þögul mynd. Það þjónar ákveðnum frásagnarlegum tilgangi, auk þess sem það styður við nostalgískt yfirbragðið og þvingar leikarana til að tjá sig eins myndrænt og þeir geta. Áður en langt um líður er áhorfandinn það djúpt sokkinn í frábæra söguna að tali eða umhverfishljóðum væri ofaukið, og gætu jafnvel truflað hið mikla sjónarspil sem myndin er. Aðalleikarinn (Jean Dujardin) er stórkostlegur og með hvert einasta smáatriði á hreinu, hvort sem það er dans, skylmingar eða myndun míkróskópískra hrukkna í námunda við yfirskeggið, sem öll gera hann svo aðlaðandi og aumkunarverðan í senn. Aðrir leikarar fara einnig á kostum og gaman er að sjá öll þessi kunnuglegu andlit tjá sig án notkunar hljóða og orða. The Artist er sannkallað listaverk og stendur fyllilega undir öllum þeim væntingum sem til hennar eru bornar. Þær kvikmyndir sem etja við hana kappi á væntanlegum verðlaunahátíðum eru ekki öfundsverðar. Þegar maður sér hvernig hún notar myndmálið rennur það upp fyrir manni að stór hluti þeirra mynda sem út koma nú á dögum gætu eins verið útvarpsleikrit. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Ein allra besta mynd síðasta árs og nýtur sín best í kvikmyndahúsi. Nú er tækifærið. Ekki gera ekki neitt. Lífið Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
The Artist Leikstjórn: Michel Hazanavicius Leikarar: Jean Dujardin, Bérénice Bejo, John Goodman, James Cromwell, Penelope Ann Miller, Malcolm McDowell Auðvitað býst maður við miklu af kvikmynd sem tilnefnd er til 10 Óskarsverðlauna og 12 BAFTA-verðlauna. The Artist þykir sigurstrangleg í öllum helstu flokkum og væntingarnar til hennar því gífurlegar. Það er auðvitað eilítið ósanngjarnt en engu að síður skiljanlegt. Myndin segir frá George Valentin, kvikmyndastjörnu í Hollywood á tímum þöglu myndanna. Árið er 1927 og talmyndirnar eru að yfirtaka iðnaðinn. Valentin þráast hins vegar við að skipta um leikvang og er honum því á endanum bolað burt úr bransanum. Við þetta fléttast svo þráhyggjukennd ást Valentin á ungri leikkonu, Peppy Miller, sem verður fljótlega ein skærasta stjarna talmyndanna. Það vekur auðvitað athygli að The Artist er sjálf að mestu leyti þögul mynd. Það þjónar ákveðnum frásagnarlegum tilgangi, auk þess sem það styður við nostalgískt yfirbragðið og þvingar leikarana til að tjá sig eins myndrænt og þeir geta. Áður en langt um líður er áhorfandinn það djúpt sokkinn í frábæra söguna að tali eða umhverfishljóðum væri ofaukið, og gætu jafnvel truflað hið mikla sjónarspil sem myndin er. Aðalleikarinn (Jean Dujardin) er stórkostlegur og með hvert einasta smáatriði á hreinu, hvort sem það er dans, skylmingar eða myndun míkróskópískra hrukkna í námunda við yfirskeggið, sem öll gera hann svo aðlaðandi og aumkunarverðan í senn. Aðrir leikarar fara einnig á kostum og gaman er að sjá öll þessi kunnuglegu andlit tjá sig án notkunar hljóða og orða. The Artist er sannkallað listaverk og stendur fyllilega undir öllum þeim væntingum sem til hennar eru bornar. Þær kvikmyndir sem etja við hana kappi á væntanlegum verðlaunahátíðum eru ekki öfundsverðar. Þegar maður sér hvernig hún notar myndmálið rennur það upp fyrir manni að stór hluti þeirra mynda sem út koma nú á dögum gætu eins verið útvarpsleikrit. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Ein allra besta mynd síðasta árs og nýtur sín best í kvikmyndahúsi. Nú er tækifærið. Ekki gera ekki neitt.
Lífið Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira