Viðskiptavinurinn er og verður alltaf í fyrsta sæti 23. janúar 2012 11:00 Sigurlaug Gissurardóttir og Íris Gunnarsdóttir eru eigendur femin.is og ganga báðar í öll verk. Mynd/GVA Við höfum aukið mikið vöruúrvalið á undanförnum mánuðum, meðal annars bætt við íslenskri hönnun," segir Íris Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri femin.is. Hún segir vefinn fyrst og fremst netverslun með sérvaldar vörur fyrir konur. „Við höfum alltaf skilgreint okkur sem femin – fyrir allar konur – þó auðvitað séum við líka með ýmislegt fyrir karlmenn, vörur sem konurnar geta gefið körlum og ekki síður vörur sem karlar geta gefið konum." Í netverslun femin eru um sex þúsund vörutegundir, að sögn Írisar. Það eru heilsu- og snyrtivörur, vörur fyrir verðandi mæður og börn, ýmsar vörur sem bæta útlit, vellíðan og lífsgæði kvenna sem og unaðssvörur ástarlífsins. „Einnig er mikið úrval af gjafavörum og vörum fyrir heimilið, þar á meðal eftir íslenska hönnuði," bendir hún á. Talsvert er af tímalausum greinum á femin.is, um málefni sem höfða til fólks í daglegu lífi. „Við skrifum þær sjálfar og höfum líka verið með pistlahöfunda," segir Íris. Íris stofnaði femin.is fyrir ellefu árum í félagi við aðra. Nú rekur hún fyrirtækið ásamt Sigurlaugu Gissurardóttur sem hefur starfað þar í átta ár. „Það er heilmikið að gera hjá okkur tveimur en það er alltaf gaman hjá okkur í vinnunni," segir Íris. „Viðskiptavinurinn er og verður alltaf í fyrsta sæti og við göngum báðar í öll verk. Það gekk ekki að skipta fyrirtækinu upp í fjármáladeild, söludeild, lager og bókhaldsdeild," bætir hún við hlæjandi og kveðst stundum fara með tölvuna upp í rúm á kvöldin. Netverslun er alltaf að aukast að mati Írisar og hún segir viðskiptavinahóp femin.is skiptast nokkuð jafnt á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. „Fólk úr næsta nágrenni pantar vörur af vefnum því tíminn er svo dýrmætur og svo er bensínlítrinn alltaf að hækka í verði. Kauphegðun fólks hefur líka breyst mikið undanfarin ár. Fólk er svo mikið að vafra á netinu í þægilegheitum í sínu umhverfi. Í raun hefst kaupferlið þar. Það eru allir með tölvur, bæði í vinnunni og heima og með tilkomu netsímanna eru svona vefverslanir líka orðnar aðgengilegar alls staðar. Við njótum góðs af því." Femin.is endurnýjaði heimasíðuna í júní á síðasta ári og þar er mikil áhersla lögð á myndgæði. „Það liggur við að fólk geti snert vöruna," segir Íris glaðlega. Hún segir um 20 þúsund konur á póstlista hjá fyrirtækinu. Þær fá reglulega upplýsingar um nýjar vörur og nýja pistla. Greiðsla fyrir vörur af femin.is fara fram með millifærslu eða með greiðslukorti. „Fólk borgar um leið og það pantar og afgreiðslufrestur er að jafnaði einn til þrír dagar," segir Íris og getur þess að sendingarkostnaður sé felldur niður nú í janúar og vonandi geti fólk nýtt sér það. „Við gefum líka verðandi mæðrum barnabox sem þær sækja um á femin.is," segir hún. Spurð hvort hún vilji segja eitthvað að lokum svarar Íris. „Netið er framtíðin!" Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Við höfum aukið mikið vöruúrvalið á undanförnum mánuðum, meðal annars bætt við íslenskri hönnun," segir Íris Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri femin.is. Hún segir vefinn fyrst og fremst netverslun með sérvaldar vörur fyrir konur. „Við höfum alltaf skilgreint okkur sem femin – fyrir allar konur – þó auðvitað séum við líka með ýmislegt fyrir karlmenn, vörur sem konurnar geta gefið körlum og ekki síður vörur sem karlar geta gefið konum." Í netverslun femin eru um sex þúsund vörutegundir, að sögn Írisar. Það eru heilsu- og snyrtivörur, vörur fyrir verðandi mæður og börn, ýmsar vörur sem bæta útlit, vellíðan og lífsgæði kvenna sem og unaðssvörur ástarlífsins. „Einnig er mikið úrval af gjafavörum og vörum fyrir heimilið, þar á meðal eftir íslenska hönnuði," bendir hún á. Talsvert er af tímalausum greinum á femin.is, um málefni sem höfða til fólks í daglegu lífi. „Við skrifum þær sjálfar og höfum líka verið með pistlahöfunda," segir Íris. Íris stofnaði femin.is fyrir ellefu árum í félagi við aðra. Nú rekur hún fyrirtækið ásamt Sigurlaugu Gissurardóttur sem hefur starfað þar í átta ár. „Það er heilmikið að gera hjá okkur tveimur en það er alltaf gaman hjá okkur í vinnunni," segir Íris. „Viðskiptavinurinn er og verður alltaf í fyrsta sæti og við göngum báðar í öll verk. Það gekk ekki að skipta fyrirtækinu upp í fjármáladeild, söludeild, lager og bókhaldsdeild," bætir hún við hlæjandi og kveðst stundum fara með tölvuna upp í rúm á kvöldin. Netverslun er alltaf að aukast að mati Írisar og hún segir viðskiptavinahóp femin.is skiptast nokkuð jafnt á milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. „Fólk úr næsta nágrenni pantar vörur af vefnum því tíminn er svo dýrmætur og svo er bensínlítrinn alltaf að hækka í verði. Kauphegðun fólks hefur líka breyst mikið undanfarin ár. Fólk er svo mikið að vafra á netinu í þægilegheitum í sínu umhverfi. Í raun hefst kaupferlið þar. Það eru allir með tölvur, bæði í vinnunni og heima og með tilkomu netsímanna eru svona vefverslanir líka orðnar aðgengilegar alls staðar. Við njótum góðs af því." Femin.is endurnýjaði heimasíðuna í júní á síðasta ári og þar er mikil áhersla lögð á myndgæði. „Það liggur við að fólk geti snert vöruna," segir Íris glaðlega. Hún segir um 20 þúsund konur á póstlista hjá fyrirtækinu. Þær fá reglulega upplýsingar um nýjar vörur og nýja pistla. Greiðsla fyrir vörur af femin.is fara fram með millifærslu eða með greiðslukorti. „Fólk borgar um leið og það pantar og afgreiðslufrestur er að jafnaði einn til þrír dagar," segir Íris og getur þess að sendingarkostnaður sé felldur niður nú í janúar og vonandi geti fólk nýtt sér það. „Við gefum líka verðandi mæðrum barnabox sem þær sækja um á femin.is," segir hún. Spurð hvort hún vilji segja eitthvað að lokum svarar Íris. „Netið er framtíðin!"
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira