Byggðaþróun og samgöngustefna Hjálmar Sveinsson skrifar 11. janúar 2012 06:00 Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspítalalóðinni við Hringbraut „stórslys 21. aldarinnar“. Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögðum annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og samgöngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir. Guðjón er ekki hrifinn af staðarvalinu, og hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða samgöngustefnu nýja spítalans. Sú stefna gerir kröfu um að þeim starfsmönnum spítalans sem koma gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum fari fjölgandi en þeim sem koma einir á einkabílum fækki. Umhverfis- og samgönguráð og skipulagsráð borgarinnar hafa lagt áherslu á að þessi stóri vinnustaður taki upp vistvæna samgöngustefnu. Guðjón spyr vantrúaður hvort vænta megi „byltingar í ferðamáta Íslendinga“ og hvort menn muni fara hér „hjólandi í öllum veðrum“? Guðjón fullyrðir að vegalengd milli heimilis og vinnustaðar muni aukast á næstum árum sem þýði að starfsfólk spítalans muni búa æ dreifðar í borginni. Byggðaþróunin, segir Guðjón, leiðir „augljóslega“ til að þess að borgin byggist í austur og norður. Það muni á endanum leiða til þess að Hringbrautin verði jaðarsvæði. Fullyrðing Guðjóns kann að vera nærtæk ef horft er til byggðaþróunar síðustu áratuga en hún er engu að síður röng. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sú endurskoðun hófst fyrir nokkrum misserum, er gert ráð fyrir að borgin hætti að þenjast út og vaxi þess í stað öll inn á við. Gert er ráð fyrir byggingu 14.500 íbúða til ársins 2030, þar af tæplega 12 þúsund í Vatnsmýri, við Mýrargötusvæði og í miðborg og inn við Elliðaárósa. Með öðrum orðum sagt: Það verða engin ný úthverfi skipulögð eða byggð í Reykjavík næstu áratugina. Við eigum nú þegar mikið af ágætum úthverfum. En síhækkandi bensínverð og gríðarlegur samfélagslegur kostnaður sem hlýst af dreifðri og gisinni byggð er þegar farinn að skapa mikla eftirspurn eftir íbúðum sem eru miðsvæðis í þéttri byggð. Byggðaþróunin verður sú að fjarlægðin milli heimilis og vinnustaðar minnkar frá því sem nú er. Hringbrautin er og verður þungamiðja í borginni. Raunar er það svo nú þegar að helmingurinn af starfsfólki Landspítalans býr í hjólafjarlægð (innan við 14 mínútur á hjóli) frá Landspítalanum og fjórðungur er innan við 14 mínútur á tveimur jafnfljótum. Því yrði ekki til að dreifa ef spítalinn yrði byggður í Keldnaholti eða við Vífilsstaði. Þangað þyrfti næstum hver einasti starfsmaður að koma á bíl. Starfsmennirnir munu vera um 4.500 Samkvæmt ítarlegri ferðavenjukönnun meðal starfsmanna Landspítalans sem gerð var í október og nóvember síðastliðnum finnst 87% starfsfólksins auðvelt að komast til og frá vinnu. 73% starfsmanna koma ein á bíl en þeir voru um 80% árið 2008. Um 60% starfsmanna geta hugsað sér að nota annan samgöngumáta, svo sem hjól, strætó eða vera fótgangandi. Þetta eru merkilegar tölur. Ég tel að sú samgöngustefna sem er verið að móta fyrir nýja Landspítalann svari kalli tímans og komi til móts við óskir 60% starfsmanna sem geta hugsað sér aðra samgöngumáta en að vera alltaf á sínum einkabíl. Ef borgaryfirvöld nýta ekki þetta tækifæri til að setja fram kröfur um vistvæna samgöngustefnu, verða öll orð um vistvænt skipulag i Reykjavík hjómið eitt. Ég minni líka á, að gefnu tilefni, að æ fleiri sérfræðingar á sviði lýðheilsu vekja athygli á því að vel skipulagt borgarumhverfi, aukin hreyfing og vistvænn ferðamáti bæta lýðheilsu. Það er því til mikils að vinna þegar samgöngustefna stærsta fyrirtækisins í borginni er mótuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspítalalóðinni við Hringbraut „stórslys 21. aldarinnar“. Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögðum annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og samgöngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir. Guðjón er ekki hrifinn af staðarvalinu, og hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða samgöngustefnu nýja spítalans. Sú stefna gerir kröfu um að þeim starfsmönnum spítalans sem koma gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum fari fjölgandi en þeim sem koma einir á einkabílum fækki. Umhverfis- og samgönguráð og skipulagsráð borgarinnar hafa lagt áherslu á að þessi stóri vinnustaður taki upp vistvæna samgöngustefnu. Guðjón spyr vantrúaður hvort vænta megi „byltingar í ferðamáta Íslendinga“ og hvort menn muni fara hér „hjólandi í öllum veðrum“? Guðjón fullyrðir að vegalengd milli heimilis og vinnustaðar muni aukast á næstum árum sem þýði að starfsfólk spítalans muni búa æ dreifðar í borginni. Byggðaþróunin, segir Guðjón, leiðir „augljóslega“ til að þess að borgin byggist í austur og norður. Það muni á endanum leiða til þess að Hringbrautin verði jaðarsvæði. Fullyrðing Guðjóns kann að vera nærtæk ef horft er til byggðaþróunar síðustu áratuga en hún er engu að síður röng. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi borgarinnar, sú endurskoðun hófst fyrir nokkrum misserum, er gert ráð fyrir að borgin hætti að þenjast út og vaxi þess í stað öll inn á við. Gert er ráð fyrir byggingu 14.500 íbúða til ársins 2030, þar af tæplega 12 þúsund í Vatnsmýri, við Mýrargötusvæði og í miðborg og inn við Elliðaárósa. Með öðrum orðum sagt: Það verða engin ný úthverfi skipulögð eða byggð í Reykjavík næstu áratugina. Við eigum nú þegar mikið af ágætum úthverfum. En síhækkandi bensínverð og gríðarlegur samfélagslegur kostnaður sem hlýst af dreifðri og gisinni byggð er þegar farinn að skapa mikla eftirspurn eftir íbúðum sem eru miðsvæðis í þéttri byggð. Byggðaþróunin verður sú að fjarlægðin milli heimilis og vinnustaðar minnkar frá því sem nú er. Hringbrautin er og verður þungamiðja í borginni. Raunar er það svo nú þegar að helmingurinn af starfsfólki Landspítalans býr í hjólafjarlægð (innan við 14 mínútur á hjóli) frá Landspítalanum og fjórðungur er innan við 14 mínútur á tveimur jafnfljótum. Því yrði ekki til að dreifa ef spítalinn yrði byggður í Keldnaholti eða við Vífilsstaði. Þangað þyrfti næstum hver einasti starfsmaður að koma á bíl. Starfsmennirnir munu vera um 4.500 Samkvæmt ítarlegri ferðavenjukönnun meðal starfsmanna Landspítalans sem gerð var í október og nóvember síðastliðnum finnst 87% starfsfólksins auðvelt að komast til og frá vinnu. 73% starfsmanna koma ein á bíl en þeir voru um 80% árið 2008. Um 60% starfsmanna geta hugsað sér að nota annan samgöngumáta, svo sem hjól, strætó eða vera fótgangandi. Þetta eru merkilegar tölur. Ég tel að sú samgöngustefna sem er verið að móta fyrir nýja Landspítalann svari kalli tímans og komi til móts við óskir 60% starfsmanna sem geta hugsað sér aðra samgöngumáta en að vera alltaf á sínum einkabíl. Ef borgaryfirvöld nýta ekki þetta tækifæri til að setja fram kröfur um vistvæna samgöngustefnu, verða öll orð um vistvænt skipulag i Reykjavík hjómið eitt. Ég minni líka á, að gefnu tilefni, að æ fleiri sérfræðingar á sviði lýðheilsu vekja athygli á því að vel skipulagt borgarumhverfi, aukin hreyfing og vistvænn ferðamáti bæta lýðheilsu. Það er því til mikils að vinna þegar samgöngustefna stærsta fyrirtækisins í borginni er mótuð.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar