Næsta skref, takk Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. janúar 2012 06:00 Mér er sagt að sífellt fleiri meðallaunamenn, og þá einkum þeir eldri, gangi nú á lífeyrissparnað sinn til þess að standa í lánaskilum. Líklega er meirihlutinn ráðdeildarfólk sem alls ekki er unnt að gera samábyrgt hruninu eins og tíska er um þessar mundir. - Við berum öll sömu ábyrgð - ekki má benda á sökudólga -. Þessi setning heyrist ansi oft. Hún jaðrar við háð þegar þess er gætt að ótaldar þúsundir tóku hvorki lán umfram greiðslugetu né tóku þátt í lífsgæðakapphlaupi. Þessar tugþúsundir (?) lifðu svipuðu lífi fyrsta áratug aldarinnar og áður tíðkaðist hjá þeim. Þær gengu til sinna verka með sama jafnaðargeði og áður. Auðvitað má teygja ábyrgð allra í samfélaginu til þeirrar grunnmenningar og siðferðis sem þar er að finna á hverjum tíma en slíkri félagsábyrgð má ekki rugla saman við ábyrgð á þeirri firru að byggja upp efnahagspíramída sem stendur á haus. Mér er líka sagt að efnahagskerfið, jafngallað og það er, sé á leið upp úr dýpsta kreppudal íslenskrar sögu. Gott og vel, ef báðar þessar frásagnir eru sannar (og mér sýnist svo vera), er komið að því að stjórnvöld, bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður taki til við að ræða (með lausn í huga) hvernig koma megi í veg fyrir hundruð nýrra heimilisgjaldþrota árið 2012 og hvernig styrkja megi furðufyrirbærið hagvöxt með því að létta skuldabyrði íbúðareigenda í skilum svo lágmarkssanngirni sé gætt og kaupmáttur aukist. Þessi gjörð gæti líka minnkað brottflutning fólks. Engin þjóð hefur nokkru sinni staðið af sér úrvindingu (nýyrði!) fólks með meðaltekjur eða þar um bil (af launum, lífeyri eða eignasölu). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er sagt að sífellt fleiri meðallaunamenn, og þá einkum þeir eldri, gangi nú á lífeyrissparnað sinn til þess að standa í lánaskilum. Líklega er meirihlutinn ráðdeildarfólk sem alls ekki er unnt að gera samábyrgt hruninu eins og tíska er um þessar mundir. - Við berum öll sömu ábyrgð - ekki má benda á sökudólga -. Þessi setning heyrist ansi oft. Hún jaðrar við háð þegar þess er gætt að ótaldar þúsundir tóku hvorki lán umfram greiðslugetu né tóku þátt í lífsgæðakapphlaupi. Þessar tugþúsundir (?) lifðu svipuðu lífi fyrsta áratug aldarinnar og áður tíðkaðist hjá þeim. Þær gengu til sinna verka með sama jafnaðargeði og áður. Auðvitað má teygja ábyrgð allra í samfélaginu til þeirrar grunnmenningar og siðferðis sem þar er að finna á hverjum tíma en slíkri félagsábyrgð má ekki rugla saman við ábyrgð á þeirri firru að byggja upp efnahagspíramída sem stendur á haus. Mér er líka sagt að efnahagskerfið, jafngallað og það er, sé á leið upp úr dýpsta kreppudal íslenskrar sögu. Gott og vel, ef báðar þessar frásagnir eru sannar (og mér sýnist svo vera), er komið að því að stjórnvöld, bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður taki til við að ræða (með lausn í huga) hvernig koma megi í veg fyrir hundruð nýrra heimilisgjaldþrota árið 2012 og hvernig styrkja megi furðufyrirbærið hagvöxt með því að létta skuldabyrði íbúðareigenda í skilum svo lágmarkssanngirni sé gætt og kaupmáttur aukist. Þessi gjörð gæti líka minnkað brottflutning fólks. Engin þjóð hefur nokkru sinni staðið af sér úrvindingu (nýyrði!) fólks með meðaltekjur eða þar um bil (af launum, lífeyri eða eignasölu).
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun