Innlent

Ekki útilokað að taka upp fangabúninga

BBI skrifar

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir ekki útilokað að notkun fangabúninga verði tekin upp á Litla Hrauni. Páll var spurður hvort rétt sé að hafa fanga í sérstökum búningum til að gera þeim erfiðara að strjúka úr fangelsum.



„Ég myndi segja, verði það niðurstaðan að það skipti miklu máli, að þá sé það skoðandi," svarar Páll en bendir þó á að fangabúningar hafi ekki mikið verið notaðir í löndunum í kringum okkur.



Páll var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag þar sem hann svaraði spurningum sem hafa leitað á landsmenn og verið skeggræddar í jólaboðum eftir flótta Matthíasar Mána af Litla Hrauni á dögunum, m.a. hvers vegna Matthías hafi verið settur í einangrun yfir hátíðarnar o.fl.



„Það sem við á Íslandi þurfum að gera er að gera okkur grein fyrir því að öryggismál í fangelsum eru stórt atriði. Fjárveitingavaldið hefur til langs tíma ekki haft nokkurn áhuga á því," segir Páll. „Öryggi er það sem skiptir máli auk þess að menn hafi það þolanlegt þarna inn."



Páll segir að aðbúnaður í fangelsum hafi ekki fengið nægilega athygli fjárveitingavaldsins fyrr en nú. Viðtalið í heild sinni má nálgast á hlekknum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×