Sport

Fiffó gerður að heiðursfélaga FRÍ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/FRÍ
Friðrik Þór Óskarsson var fyrr í mánuðinum gerður að heiðursfélaga Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir framlag sitt til íþróttanna hér á landi.

Friðrik Þór, eða Fiffó eins og hann er nefndur í daglegu tali, hefur haldið utan um afrekaskrá FRÍ og annarra félaga undanfari ár og smíðaði hann sérstakt forrit til þess.

Fiffó hefur starfað við fjölmörg mót og fært inn úrslit jafnóðum. Hann er sem dæmi orðinn hluti af undirbúnings- og framkvæmdateymi Reykjavíkurmaraþons þar sem hann hefur yfirumsjón með úrslitavinnslunni.

Í tilkynningu frá Frjálsíþróttasambandinu kemur fram að Friðrik Þór hafi aldrei skorast undan að vera öðrum til aðstoðar í íþróttum eða á öðrum sviðum svo fremi sem aðstæður leyfi..

Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í íslensku íþróttalífi en nánari umfjöllun um störf Friðriks Þórs má sjá á heimasíðu FRÍ, smellið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×