Körfubolti

Uppaldir KR-ingar skoruðu 96 af 102 stigum liðsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Martin Hermannsson átti fínan leik með KR í gærkvöldi.
Martin Hermannsson átti fínan leik með KR í gærkvöldi. Mynd/Daníel
Karlalið KR í körfubolta vann góðan útisigur á Skallagrími í Domino's-deildinni í gærkvöldi 102-90. Athyglisvert er að af 102 stigum KR-inga skoruðu uppaldir leikmenn Vesturbæjarliðsins 96 þeirra.

Afar fátítt er að jafnhátt hlutfall stiga liða í efstu deildum karla og kvenna komi frá íslenskum leikmönnum, hvað þá uppöldum leikmönnum. Mikilvægi bandarískra leikmanna og annarra erlendra leikmanna hefur dulist engum.

Þessir sáu um stigaskor KR-inga í gær:

Brynjar Þór Björnsson 35 stig

Martin Hermannsson 20 stig

Helgi Már Magnússon 15 stig

Finnur Atli Magnússon 15 stig

Kristófer Acox 11 stig

Jón Orri Kristjánsson 5 stig

Emil Þór Jóhannsson 1 stig

Aðeins Emil og Jón Orri spiluðu ekki með KR í yngri flokkum. Emil er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi en Jón Orri er uppalinn á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×