Sport

Aníta bætti elsta Íslandsmetið innanhúss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir, hlaupakonan stórefnilega úr ÍR, setti í dag glæsilegt Íslandsmet í þúsund metra hlaupi á Aðventumóti Ármanns í Laugardalshöll.

Aníta hljóp á tímanum 2:43,22 mínútum og sló Aníta út met Lilju Guðmundsdóttur um rétt um níu sekúndur en gamla metið var 2:52,1 mínútur og sett árið 1978.

Elsta metið innanhúss nú er met Ragnheiðar Ólafsdóttur í 1500 metra hlaupi frá árinu 1982. Líklegt er að Aníta geri einnig atlögu að því meti næstu árin.

Viktor Orri Pétursson úr Ármanni setti tvö aldursflokkamet á sama móti þegar hann hljóp 1000 metra hlaup á tímanum 2:45,33 mínútum og í einnar mílu hlaupi þar sem hann hljóp á 4:59,05 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×