Íslenski boltinn

Mist til liðs við Avaldsnes

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mist (til vinstri) ásamt liðsfélaga sínum í íslenska landsliðinu, Söndru Maríu Jessen.
Mist (til vinstri) ásamt liðsfélaga sínum í íslenska landsliðinu, Söndru Maríu Jessen. Mynd/Daníel
Miðvörðurinn Mist Edvardsdóttir er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagins Avaldsnes. Norskir miðlar greina frá þessu í dag.

Að sögn norska miðilsins Fotballmagasinet hefur Mist verið á óskalista norska félagsins síðan í haust. Hún fór út á reynslu og stóð sig vel.

Mist, sem leikið hefur með Val undanfarin ár ásamt því að eiga átta A-landsleiki að baki, átti ár eftir af samningi sínum við Val.

Hjá Avaldsnes hittir Mist fyrir markvörðinn Björk Björnsdóttur og landsliðskonurnar Hólmfríði Magnúsdóttur, Kristínu Ýr Bjarnadóttur og Þórunni Helgu Jónsdóttur.

Avaldsnes var yfirburðarlið í næstefstu deild á síðustu leiktíð þar sem Hólmfríður og Kristín voru iðnar við kolann við markaskorun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×