Körfubolti

Njarðvík fór létt með B-lið Keflavíkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikstjórnandinn Elvar Már Friðriksson skoraði tólf stig og gaf sjö stoðsendingar.
Leikstjórnandinn Elvar Már Friðriksson skoraði tólf stig og gaf sjö stoðsendingar.
Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á B-liði Keflavíkur í 32liða úrslitum Fyrirtækjabikars karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 130-64 gestunum úr Njarðvík í vil.

Njarðvíkingar skoraðu 69 stig í fyrri hálfleik og leiddu með 41 stigi í hálfleik. Stigaskorun gestanna dreifðist nokkuð jafnt en Hjörtur Einarsson skoraði flest eða 22.

Hjá B-liði Keflavíkur, sem að mestu er skipað gömlum kempum sem spiluðu með aðalliði félagsins á sínum tíma, skoraði Elentínus Margeirsson mest eða 15 stig.

Keflavík b: Elentínus Margeirsson 15, Albert Óskarsson 13/7 fráköst, Guðjón Skúlason 8, Falur Jóhann Harðarson 6, Sigurður Ingimundarson 5/4 fráköst, Gunnar Einarsson 4/6 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Gunnar H. Stefánsson 3, Sverrir Þór Sverrisson 3/5 fráköst, Davíð Þór Jónsson 2/4 fráköst, Hjörtur Harðarson 1.

Njarðvík: Hjörtur Hrafn Einarsson 22/5 fráköst, Marcus Van 17/12 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 16/4 fráköst, Nigel Moore 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ágúst Orrason 15, Elvar Már Friðriksson 12/7 stoðsendingar, Friðrik E. Stefánsson 6/9 fráköst, Magnús Már Traustason 6/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 5/5 fráköst/5 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×