„Leiðinleg“ staða á Íslandi - danskir bankar voru á barmi hruns Magnús Halldórsson skrifar 5. desember 2012 20:50 „Ég myndi segja að það væri frekar leiðinleg staða á Íslandi núna, þ.e. að efnahagslífið einkennist af ákveðnum stöðugleika, en um leið óvissu. Þetta svona á vissan hátt frekar líflítil og leiðinleg staða," segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske bank, stærsta banka Danmerkur. Hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um viðskipti og efnahagsmál, sem aðgengilegur er hér á Vísi. Lars er hér á landi til þess að kynna nýjustu greiningu Danske Bank á stöðu efnahagsmála hér á landi, og tók hann meðal annars þátt í opnum fundi á vegum Íslandsbanka í dag, þar sem hann fór yfir forsendur greiningar sinnar og niðurstöður. Samkvæmt henni verður 2,2 til 2,9 prósent hagvöxtur hér á landi næstu þrjú árin, verðbólga muni lækka en þó vera fyrir ofan 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Atvinnuleysi verður um 5 prósent árið 2014 samkvæmt spánni. Lars birti greiningu um stöðu Íslands árið 2006, þar sem hann sagði mikið ójafnvægi einkenna íslenskan þjóðarbúskap, og að það væru fyrir hendi merki um ofhitnun. Greiningin féll í grýttan jarðveg hjá íslenskum stjórnmálamönnum, eftirlitsstofnunum og bönkum, sem mótmæltu mati Lars, en fjallað er um viðbrögð við greiningu Lars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. „Það hefur margt verið vel gert, og erfiðar ákvarðanir verið teknar sem hafa styrkt stöðu Íslands eftir að bankakerfið hrundi haustið 2008," segir Lars. Í viðtalinu tjáir hann sig meðal annars um stöðu efnahagsmála í Evrópu, það sem honum finnst hafa verið alvarlegastu afleiðingar hrunsins á Íslandi og ekki síst stöðu mála í Danmörku.Sp. blm. Það hafa birst fréttir og ítarlegar frásagnir í dönskum fjölmiðlum af því, að danska bankakerfið hafi verið á allt á barmi hruns haustið 2008, og stoðir þess séu enn mjög veikburða. Var bankakerfinu ekki bara bjargað af skattgreiðendum, og má búast við því að bankar fari þrot í Danmörkum á næstunni? „Björgunaráætlun stjórnvalda í Danmörku miðaðist við að lána bönkunum fé, á tiltölulega háum vöxtum. Þetta fé hefur danska ríkið fengið til baka með vöxtum, og hefur því í reynd hagnast á þessum lánum. En á haustmánuðum 2008 var alþjóðlegur fjármálamarkaður í heild sinni á barmi hruns, og víða mikil ringulreið."Sp. blm. Björgunin og lánin til danskra banka voru veitt á grundvelli allsherjar ríkisábyrgðar á öllu danska bankakerfinu, sem á þessum tíma hefur væntanlega skipt miklu máli. „Það hefur verið pólitísk umræða um þetta í Danmörku að undanförnu, þ.e. hvort ríkið hefði átt að taka yfir hlutafé í bönkunum þegar þetta var gert, og hvort vextirnir á lánunum til bankanna hefðu átt að vera enn hærri, sem er fullkomlega eðlilegt að sé rætt um þegar kemur að málum sem þessum," segir Lars meðal annars, um þessi mál. Þá segir hann að það hafi verið „sláandi" að upplifa það vantraust sem einkenndi íslenskt samfélag eftir hrunið. „Mér fannst óhuggulegt að upplifa það, að fólk treysti ekki hvort öðru, rökræður gátu illa átt sér stað, og fólk vantreysti ýmsum stofnunum hér á landi. Ég fann sterkt fyrir þessu, og ég held að þetta hafi haft víðtækari afleiðingar en margir halda við fyrstu sýn," segir Lars. Ítarlegt viðtal við Lars í Klinkinu, má sjá hér. Viðtalið er á ensku, og er ótextað. Klinkið Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Ég myndi segja að það væri frekar leiðinleg staða á Íslandi núna, þ.e. að efnahagslífið einkennist af ákveðnum stöðugleika, en um leið óvissu. Þetta svona á vissan hátt frekar líflítil og leiðinleg staða," segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske bank, stærsta banka Danmerkur. Hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um viðskipti og efnahagsmál, sem aðgengilegur er hér á Vísi. Lars er hér á landi til þess að kynna nýjustu greiningu Danske Bank á stöðu efnahagsmála hér á landi, og tók hann meðal annars þátt í opnum fundi á vegum Íslandsbanka í dag, þar sem hann fór yfir forsendur greiningar sinnar og niðurstöður. Samkvæmt henni verður 2,2 til 2,9 prósent hagvöxtur hér á landi næstu þrjú árin, verðbólga muni lækka en þó vera fyrir ofan 2,5 prósent verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Atvinnuleysi verður um 5 prósent árið 2014 samkvæmt spánni. Lars birti greiningu um stöðu Íslands árið 2006, þar sem hann sagði mikið ójafnvægi einkenna íslenskan þjóðarbúskap, og að það væru fyrir hendi merki um ofhitnun. Greiningin féll í grýttan jarðveg hjá íslenskum stjórnmálamönnum, eftirlitsstofnunum og bönkum, sem mótmæltu mati Lars, en fjallað er um viðbrögð við greiningu Lars í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. „Það hefur margt verið vel gert, og erfiðar ákvarðanir verið teknar sem hafa styrkt stöðu Íslands eftir að bankakerfið hrundi haustið 2008," segir Lars. Í viðtalinu tjáir hann sig meðal annars um stöðu efnahagsmála í Evrópu, það sem honum finnst hafa verið alvarlegastu afleiðingar hrunsins á Íslandi og ekki síst stöðu mála í Danmörku.Sp. blm. Það hafa birst fréttir og ítarlegar frásagnir í dönskum fjölmiðlum af því, að danska bankakerfið hafi verið á allt á barmi hruns haustið 2008, og stoðir þess séu enn mjög veikburða. Var bankakerfinu ekki bara bjargað af skattgreiðendum, og má búast við því að bankar fari þrot í Danmörkum á næstunni? „Björgunaráætlun stjórnvalda í Danmörku miðaðist við að lána bönkunum fé, á tiltölulega háum vöxtum. Þetta fé hefur danska ríkið fengið til baka með vöxtum, og hefur því í reynd hagnast á þessum lánum. En á haustmánuðum 2008 var alþjóðlegur fjármálamarkaður í heild sinni á barmi hruns, og víða mikil ringulreið."Sp. blm. Björgunin og lánin til danskra banka voru veitt á grundvelli allsherjar ríkisábyrgðar á öllu danska bankakerfinu, sem á þessum tíma hefur væntanlega skipt miklu máli. „Það hefur verið pólitísk umræða um þetta í Danmörku að undanförnu, þ.e. hvort ríkið hefði átt að taka yfir hlutafé í bönkunum þegar þetta var gert, og hvort vextirnir á lánunum til bankanna hefðu átt að vera enn hærri, sem er fullkomlega eðlilegt að sé rætt um þegar kemur að málum sem þessum," segir Lars meðal annars, um þessi mál. Þá segir hann að það hafi verið „sláandi" að upplifa það vantraust sem einkenndi íslenskt samfélag eftir hrunið. „Mér fannst óhuggulegt að upplifa það, að fólk treysti ekki hvort öðru, rökræður gátu illa átt sér stað, og fólk vantreysti ýmsum stofnunum hér á landi. Ég fann sterkt fyrir þessu, og ég held að þetta hafi haft víðtækari afleiðingar en margir halda við fyrstu sýn," segir Lars. Ítarlegt viðtal við Lars í Klinkinu, má sjá hér. Viðtalið er á ensku, og er ótextað.
Klinkið Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira