Vitnaleiðslum lokið í Vafningsmálinu Stígur Helgason skrifar 6. desember 2012 11:55 Lárus Welding er einn sakborninga í málinu. Mynd/ GVA. Vitnaleiðslum í Vafningsmáli sérstaks saksóknara er nú lokið. Alls komu 33 vitni fyrir dóminn þá þrjá daga sem vitnaleiðslur hafa staðið. Síðasta vitnið var Guðmundur Haukur Gunnarsson, annar mannanna sem kallaðir hafa verið aðalrannsakendur málsins. Guðmundur sætir nú rannsókn ríkissaksóknara ásamt Jóni Óttari Ólafssyni fyrir að hafa selt þrotabúi Milestone trúnaðarupplýsinga sem þeir öfluðu sér við rannsóknir sínar hjá sérstökum saksóknara. Guðmundur gerði raunar mjög lítið úr þætti sínum í rannsókninni og sagði hana fyrst og fremst hafa verið í höndum Jóns Óttars. Sjálfur hafi hann aðallega verið í öðrum málum og „á hliðarlínunni" í Vafningsmálinu. Það er í ósamræmi við framburð þeirra sem komið hafa fyrir dóminn og tilgreint bæði Guðmund og Jón Óttar sem aðalrannsakendur málsins. Guðmundur neitaði, eins og Jón Óttar gerði á þriðjudag, að svara spurningum um rannsóknina á hendur þeim. Hann staðfesti þó, líkt og Jón Óttar, að hann hefði einnig unnið fyrir þrotabú Glitnis eftir að störfum hans hjá sérstökum saksóknara lauk um síðustu áramót. Nú tekur við hlé á réttarhöldunum til mánudagsmorguns, þegar saksóknari og verjendur munu flytja málið. Gert er ráð fyrir að það muni taka um sex klukkustundir. Dómsmál Vafningsmálið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Vitnaleiðslum í Vafningsmáli sérstaks saksóknara er nú lokið. Alls komu 33 vitni fyrir dóminn þá þrjá daga sem vitnaleiðslur hafa staðið. Síðasta vitnið var Guðmundur Haukur Gunnarsson, annar mannanna sem kallaðir hafa verið aðalrannsakendur málsins. Guðmundur sætir nú rannsókn ríkissaksóknara ásamt Jóni Óttari Ólafssyni fyrir að hafa selt þrotabúi Milestone trúnaðarupplýsinga sem þeir öfluðu sér við rannsóknir sínar hjá sérstökum saksóknara. Guðmundur gerði raunar mjög lítið úr þætti sínum í rannsókninni og sagði hana fyrst og fremst hafa verið í höndum Jóns Óttars. Sjálfur hafi hann aðallega verið í öðrum málum og „á hliðarlínunni" í Vafningsmálinu. Það er í ósamræmi við framburð þeirra sem komið hafa fyrir dóminn og tilgreint bæði Guðmund og Jón Óttar sem aðalrannsakendur málsins. Guðmundur neitaði, eins og Jón Óttar gerði á þriðjudag, að svara spurningum um rannsóknina á hendur þeim. Hann staðfesti þó, líkt og Jón Óttar, að hann hefði einnig unnið fyrir þrotabú Glitnis eftir að störfum hans hjá sérstökum saksóknara lauk um síðustu áramót. Nú tekur við hlé á réttarhöldunum til mánudagsmorguns, þegar saksóknari og verjendur munu flytja málið. Gert er ráð fyrir að það muni taka um sex klukkustundir.
Dómsmál Vafningsmálið Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira