Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 34-29 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 6. desember 2012 15:02 FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en þegar staðan var 7-6 fyrir FH-ingum eftir rúmlega tíu mínútna leik þá stungu heimamenn af. Næstu mínútur voru FH-ingar ívið sterkari og sýndu lipra takta í sóknarleik sínum. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru FH-ingar komnir í 12-9 og ÍR-ingar brugðu á það ráð að taka leikhlé. ÍR-ingar græddur ekkert á leikhléinu og var spilamennska þeirra alveg skelfilega í fyrri hálfleiknum. FH komust fljótlega í 17-9 og ÍR-ingum var fyrirmunað að koma boltanum í netið. Staðan var síðan 19-12 fyrir FH í hálfleik og ÍR-ingar þurftu því heldur betur að taka sinn leik í gegn í hálfleiknum til að komast aftur inn í leikinn. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega níu mörkum yfir, 22-13, en þá tóku ÍR-ingar aðeins við sér og minnkuðu muninn niður í fimm mörk, 24-19. Eftir það var munurinn svipaður næstu mínútur og ÍR-ingar neituði að gefast upp. Gestirnir náðu að þétta vörnina og FH-ingar voru oft á tíðum í vandræðum að komast í gegn. FH-ingar voru samt aldrei á því að gefa leikinn frá sér og héldu sama muni nánast út allan leikinn en honum lauk með þægilegum sigri heimamanna, 34-29. Bjarki: Ekki boðlegt að fá á sig 19 mörk í fyrri hálfleik„Að fá 34 mörk á sig í svona leik er mjög slæmt," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í kvöld. „Leikurinn var nokkuð jafn alveg þangað til að staðan var 9-9 og þá virðist eitthvað gerast í kollinum á mönnum." „Varnarleikurinn hrinur hjá okkur og sóknarleikurinn var alltof einstaklingsmiðaður. Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleiknum og það er einfaldlega ekki boðlegt." „Við vörum loksins í gang undir lokin þegar korter er eftir af leiknum og þá átta strákarnir sig á því að við eigum möguleika. Það var bara fyrir mörg byrjenda mistök í lok leiksins sem leikurinn fer alfarið frá okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Einar Andri: Sýndum frábæran sóknarleik í 60 mínútur„Ég er bara gríðarlega ánægður með liðið, við spiluðum virkilega vel," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Liðið spilaði sérstaklega vel sóknarlega enda skorum við 34 mörk. Við erum að keyra upp hraðann í leiknum allan tímann og mikið af mörkum koma eftir hröð upphlaup. Síðan er liðið að fá mörk úr öllum stöðum og þetta leit virkilega vel út í kvöld." „Það var ekki mikil markvarsla hjá liðinu til að byrja með en síðan kemur Sigurður (Örn Arnarson) inná völlinn, tekur nokkrar mikilvæga bolta og það svona skóp þessa forystu sem liðið náði í fyrri hálfleiknum." „Sigurður er búinn að vera brjálaður á bekknum í allan vetur að bíða eftir tækifærinu, það kom í kvöld og hann sýndi heldur betur að hann er traustsins verður."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en þegar staðan var 7-6 fyrir FH-ingum eftir rúmlega tíu mínútna leik þá stungu heimamenn af. Næstu mínútur voru FH-ingar ívið sterkari og sýndu lipra takta í sóknarleik sínum. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru FH-ingar komnir í 12-9 og ÍR-ingar brugðu á það ráð að taka leikhlé. ÍR-ingar græddur ekkert á leikhléinu og var spilamennska þeirra alveg skelfilega í fyrri hálfleiknum. FH komust fljótlega í 17-9 og ÍR-ingum var fyrirmunað að koma boltanum í netið. Staðan var síðan 19-12 fyrir FH í hálfleik og ÍR-ingar þurftu því heldur betur að taka sinn leik í gegn í hálfleiknum til að komast aftur inn í leikinn. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega níu mörkum yfir, 22-13, en þá tóku ÍR-ingar aðeins við sér og minnkuðu muninn niður í fimm mörk, 24-19. Eftir það var munurinn svipaður næstu mínútur og ÍR-ingar neituði að gefast upp. Gestirnir náðu að þétta vörnina og FH-ingar voru oft á tíðum í vandræðum að komast í gegn. FH-ingar voru samt aldrei á því að gefa leikinn frá sér og héldu sama muni nánast út allan leikinn en honum lauk með þægilegum sigri heimamanna, 34-29. Bjarki: Ekki boðlegt að fá á sig 19 mörk í fyrri hálfleik„Að fá 34 mörk á sig í svona leik er mjög slæmt," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í kvöld. „Leikurinn var nokkuð jafn alveg þangað til að staðan var 9-9 og þá virðist eitthvað gerast í kollinum á mönnum." „Varnarleikurinn hrinur hjá okkur og sóknarleikurinn var alltof einstaklingsmiðaður. Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleiknum og það er einfaldlega ekki boðlegt." „Við vörum loksins í gang undir lokin þegar korter er eftir af leiknum og þá átta strákarnir sig á því að við eigum möguleika. Það var bara fyrir mörg byrjenda mistök í lok leiksins sem leikurinn fer alfarið frá okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Einar Andri: Sýndum frábæran sóknarleik í 60 mínútur„Ég er bara gríðarlega ánægður með liðið, við spiluðum virkilega vel," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Liðið spilaði sérstaklega vel sóknarlega enda skorum við 34 mörk. Við erum að keyra upp hraðann í leiknum allan tímann og mikið af mörkum koma eftir hröð upphlaup. Síðan er liðið að fá mörk úr öllum stöðum og þetta leit virkilega vel út í kvöld." „Það var ekki mikil markvarsla hjá liðinu til að byrja með en síðan kemur Sigurður (Örn Arnarson) inná völlinn, tekur nokkrar mikilvæga bolta og það svona skóp þessa forystu sem liðið náði í fyrri hálfleiknum." „Sigurður er búinn að vera brjálaður á bekknum í allan vetur að bíða eftir tækifærinu, það kom í kvöld og hann sýndi heldur betur að hann er traustsins verður."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira