Brees brást og snertimarksmetið tók enda 30. nóvember 2012 14:15 Brees í leiknum í nótt. Það varð nokkuð ljóst í nótt að New Orleans Saints mun ekki spila Super Bowl-leik á heimavelli sínum á þessu tímabili. Saints tapaði, 23-13, gegn Atlanta Falcons og vonir liðsins um sæti í úrslitakeppninni eru nánast orðnar að engu. Hinn stórkostlegi leikstjórnandi liðsins, Drew Brees, brást aldrei þessu vant. Hann kastaði boltanum fimm sinnum í hendur andstæðinganna í leiknum og fann aldrei sinn takt. Hann setti ótrúlegt met í vetur er hann kastaði bolta fyrir snertimarki í 48 leikjum í röð. Hann var kominn upp í 54 leiki fyrir leikinn í nótt en honum tókst ekki að kasta fyrir snertimarki að þessu sinni. Þetta met er eitt af þeim glæsilegri í deildinni. Tímabilið hefur verið skrautlegt hjá Saints. Liðið mátti þola miklar refsingar fyrir tímabilið er upp komst að leikmenn liðsins hefðu sett fé til höfuðs andstæðinganna. Þeir sem náðu að meiða lykilmenn fengu greitt aukalega. Þjálfari liðsins, Sean Payton, var dæmdur í ársleikbann og fleiri fengu bönn. Þetta hafði mikil áhrif á liðið sem tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum í vetur. Þrátt fyrir góða rispu eftir það voru þessir fjórir tapleikir einfaldlega of dýrkeyptir. Saints er búið að vinna fimm leiki og tapa sjö. Atlanta er aftur á móti á leið í úrslitakeppnina enda búið að vinna ellefu leiki og aðeins tapa einum. NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Sport Fleiri fréttir McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira
Það varð nokkuð ljóst í nótt að New Orleans Saints mun ekki spila Super Bowl-leik á heimavelli sínum á þessu tímabili. Saints tapaði, 23-13, gegn Atlanta Falcons og vonir liðsins um sæti í úrslitakeppninni eru nánast orðnar að engu. Hinn stórkostlegi leikstjórnandi liðsins, Drew Brees, brást aldrei þessu vant. Hann kastaði boltanum fimm sinnum í hendur andstæðinganna í leiknum og fann aldrei sinn takt. Hann setti ótrúlegt met í vetur er hann kastaði bolta fyrir snertimarki í 48 leikjum í röð. Hann var kominn upp í 54 leiki fyrir leikinn í nótt en honum tókst ekki að kasta fyrir snertimarki að þessu sinni. Þetta met er eitt af þeim glæsilegri í deildinni. Tímabilið hefur verið skrautlegt hjá Saints. Liðið mátti þola miklar refsingar fyrir tímabilið er upp komst að leikmenn liðsins hefðu sett fé til höfuðs andstæðinganna. Þeir sem náðu að meiða lykilmenn fengu greitt aukalega. Þjálfari liðsins, Sean Payton, var dæmdur í ársleikbann og fleiri fengu bönn. Þetta hafði mikil áhrif á liðið sem tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum í vetur. Þrátt fyrir góða rispu eftir það voru þessir fjórir tapleikir einfaldlega of dýrkeyptir. Saints er búið að vinna fimm leiki og tapa sjö. Atlanta er aftur á móti á leið í úrslitakeppnina enda búið að vinna ellefu leiki og aðeins tapa einum.
NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Sport Fleiri fréttir McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Sjá meira