Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 30-30 Benedikt Grétarsson í Vodafonehöllinni skrifar 28. nóvember 2012 14:08 Valur og Afturelding skildu jöfn í hörkuleik á Hlíðarenda í kvöld. Mikil spenna var nær allan leikinn og jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Valsmenn sitja áfram í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Mosfellingar verma enn botnsætið með sex stig eftir tíu leiki. Leikmenn voru meðvitaðir um að taplið leiksins í kvöld myndi sitja eitt og yfirgefið á botni deildarinnar og það var ljóst frá fyrstu mínútu að um baráttuleik yrði að ræða. Valsmenn byrjuðu af krafti og komust í 3-0 á skömmum tíma. Þeir héldu svo undirtökunum fram í miðjan fyrri hálfleik en þá bitu gestirnir frá sér og eftir góðan kafla frá Mosfellingum, komust þeir í fyrsta skipti yfir. Patrekur Jóhannesson, þjálfi Vals, tók leikhlé í stöðunni 7-9 og það leikhlé kveikti heldur betur í hans mönnum. Valsarar skoruðu fjögur mörk gegn einu á næstu sex mínútum leiksins og breyttu stöðunni í 11-10. Þá var Reyni Þór Reynissyni, þjálfara Aftureldingar, nóg boðið og tók leikhlé. Mikil barátta einkenndi leikinn til leikhlés og liðin skiptust á að skora. Sverrir Hermansson skoraði síðasta mark hálfleiksins og jafnaði leikinn 16-16. Sanngjörn staða í hálfleik og útlit fyrir æsispennandi leik allt til loka. Sú spá rættist heldur betur. Liðin skiptust á að komast yfir allt til leiksloka en náðu aldrei að klóra sig í þægilegt forskot. Lokamínútan var æsispennandi. Hinn bráðefnilegi Gunnar Malmquist Þórsson stal sendingu Sverris Hermanssonar hálfri mínútu fyrir leikslok, brunaði upp völlinn og kom Val yfir 30-29. Afturelding hélt í síðustu sókn sína og það var gamla kempan, Hilmar Stefánsson sem sveif inn úr hægra horninu og reyndi að tryggja sínum mönnum eitt stig. Lárus Helgi Ólafsson sá við Hilmari og varði skotið en línumaðurinn sterki, Pétur Júníusson hirti frákastið og jafnaði leikinn 30-30. Valsmenn höfðu 6 sekúndur til að tryggja sér bæði stigin en náðu ekki að nýta síðustu sókn leiksins og jafntefli því niðurstaðan.Patrekur Jóhannesson: Getum ekki keypt kanónur eins og FH Patrekur Jóhannesson var á því að hans menn hefðu átt sigurinn skilið í kvöld. „Mér fannst við eiga sigurinn skilið en dómararnir voru að reka menn út af í fyrri hálfleik fyrir mjög litlar sakir en sleppa þeim fyrir nákvæmlega sömu hlutina. Ég var ekki alveg að skilja línuna sem þeir lögðu.“ Patrekur var ósáttur við öll sóknarfráköstin sem andstæðingarnir fengu. „Við erum að spila vel í síðari hálfleik og ég er sáttur við sókina en okkur vantaði að klára varnarleikinn til fulls. Það er ekki nóg að standa bara í vörninni, það verður að hirða upp boltann eftir misheppnuð skot og við létum þá taka alltof mikið af fráköstum.“ Patrekur var sammála þeim viskuorðum Þorbjörns Jenssonar að menn þyrftu einfaldlega að ná fráköstum ólöglega ef löglega leiðin væri ekki fær. „Já, Tobbi er náttúrulega legend hér á Hlíðarenda og þetta hefði átt ágætlega við hér í kvöld.“ Miklar breytingar urðu á liði Vals fyrir tímabilið. „Það fór náttúrulega kjarninn úr liðinu og það var áfall fyrir mig sem þjálfara. Ég var þannig séð, fenginn í allt annað verkefni hérna en ég ákvað bara að taka því og vinna mína vinnu.“ Patrekur leggur áherslu á að hans ungu leikmenn þurfi tíma. „Við getum ekkert gert eins og FH, keypt Ásbjörn frá Svíþjóð og atvinnumanna-Loga, það er bara ekkert svoleiðis í boði. Ég er í raun ánægður með okkar gengi miðað við allt, við þurfum bara að gefa þessum strákum smá tíma,“ sagði Patrekur.Reynir Þór Reynisson: Jafntefli sanngjörn úrslit Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, var nokkuð sáttur með eitt stig. „Ég held að jafnteflið sé sanngjarnt. Við vorum kannski klaufar að klára þetta ekki í lokin þegar við reynum sendingu á gapandi frían línumann en þeir gerðu vel og hefðu getað tekið þetta í restina.“ Reynir var sérstaklega ánægður með sóknarleik sinna manna. „Sóknarleikurinn og tempóið var í fínu lagi og ég er sáttur við að gera 30 mörk hér í kvöld. Við skorum 28 mörk í síðasta leik, þannig að sókin er að batna hjá okkur. Við þurfum hins vegar að bæta okkur í vörninni.“ Afturelding byrjaði mótið mjög illa en hefur verið á uppleið undanfarið. „Ef við tökum frá fyrstu fjóra leikina, þá er þetta bara ágætt hjá okkur. Við erum byrjaðir að safna stigum og þetta er allt saman að koma. Mér fannst við höndla pressuna ágætlega hérna í kvöld, eitthvað sem við höfum ekki gert hingað til,“ sagði Reynir að lokum Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Valur og Afturelding skildu jöfn í hörkuleik á Hlíðarenda í kvöld. Mikil spenna var nær allan leikinn og jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Valsmenn sitja áfram í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Mosfellingar verma enn botnsætið með sex stig eftir tíu leiki. Leikmenn voru meðvitaðir um að taplið leiksins í kvöld myndi sitja eitt og yfirgefið á botni deildarinnar og það var ljóst frá fyrstu mínútu að um baráttuleik yrði að ræða. Valsmenn byrjuðu af krafti og komust í 3-0 á skömmum tíma. Þeir héldu svo undirtökunum fram í miðjan fyrri hálfleik en þá bitu gestirnir frá sér og eftir góðan kafla frá Mosfellingum, komust þeir í fyrsta skipti yfir. Patrekur Jóhannesson, þjálfi Vals, tók leikhlé í stöðunni 7-9 og það leikhlé kveikti heldur betur í hans mönnum. Valsarar skoruðu fjögur mörk gegn einu á næstu sex mínútum leiksins og breyttu stöðunni í 11-10. Þá var Reyni Þór Reynissyni, þjálfara Aftureldingar, nóg boðið og tók leikhlé. Mikil barátta einkenndi leikinn til leikhlés og liðin skiptust á að skora. Sverrir Hermansson skoraði síðasta mark hálfleiksins og jafnaði leikinn 16-16. Sanngjörn staða í hálfleik og útlit fyrir æsispennandi leik allt til loka. Sú spá rættist heldur betur. Liðin skiptust á að komast yfir allt til leiksloka en náðu aldrei að klóra sig í þægilegt forskot. Lokamínútan var æsispennandi. Hinn bráðefnilegi Gunnar Malmquist Þórsson stal sendingu Sverris Hermanssonar hálfri mínútu fyrir leikslok, brunaði upp völlinn og kom Val yfir 30-29. Afturelding hélt í síðustu sókn sína og það var gamla kempan, Hilmar Stefánsson sem sveif inn úr hægra horninu og reyndi að tryggja sínum mönnum eitt stig. Lárus Helgi Ólafsson sá við Hilmari og varði skotið en línumaðurinn sterki, Pétur Júníusson hirti frákastið og jafnaði leikinn 30-30. Valsmenn höfðu 6 sekúndur til að tryggja sér bæði stigin en náðu ekki að nýta síðustu sókn leiksins og jafntefli því niðurstaðan.Patrekur Jóhannesson: Getum ekki keypt kanónur eins og FH Patrekur Jóhannesson var á því að hans menn hefðu átt sigurinn skilið í kvöld. „Mér fannst við eiga sigurinn skilið en dómararnir voru að reka menn út af í fyrri hálfleik fyrir mjög litlar sakir en sleppa þeim fyrir nákvæmlega sömu hlutina. Ég var ekki alveg að skilja línuna sem þeir lögðu.“ Patrekur var ósáttur við öll sóknarfráköstin sem andstæðingarnir fengu. „Við erum að spila vel í síðari hálfleik og ég er sáttur við sókina en okkur vantaði að klára varnarleikinn til fulls. Það er ekki nóg að standa bara í vörninni, það verður að hirða upp boltann eftir misheppnuð skot og við létum þá taka alltof mikið af fráköstum.“ Patrekur var sammála þeim viskuorðum Þorbjörns Jenssonar að menn þyrftu einfaldlega að ná fráköstum ólöglega ef löglega leiðin væri ekki fær. „Já, Tobbi er náttúrulega legend hér á Hlíðarenda og þetta hefði átt ágætlega við hér í kvöld.“ Miklar breytingar urðu á liði Vals fyrir tímabilið. „Það fór náttúrulega kjarninn úr liðinu og það var áfall fyrir mig sem þjálfara. Ég var þannig séð, fenginn í allt annað verkefni hérna en ég ákvað bara að taka því og vinna mína vinnu.“ Patrekur leggur áherslu á að hans ungu leikmenn þurfi tíma. „Við getum ekkert gert eins og FH, keypt Ásbjörn frá Svíþjóð og atvinnumanna-Loga, það er bara ekkert svoleiðis í boði. Ég er í raun ánægður með okkar gengi miðað við allt, við þurfum bara að gefa þessum strákum smá tíma,“ sagði Patrekur.Reynir Þór Reynisson: Jafntefli sanngjörn úrslit Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, var nokkuð sáttur með eitt stig. „Ég held að jafnteflið sé sanngjarnt. Við vorum kannski klaufar að klára þetta ekki í lokin þegar við reynum sendingu á gapandi frían línumann en þeir gerðu vel og hefðu getað tekið þetta í restina.“ Reynir var sérstaklega ánægður með sóknarleik sinna manna. „Sóknarleikurinn og tempóið var í fínu lagi og ég er sáttur við að gera 30 mörk hér í kvöld. Við skorum 28 mörk í síðasta leik, þannig að sókin er að batna hjá okkur. Við þurfum hins vegar að bæta okkur í vörninni.“ Afturelding byrjaði mótið mjög illa en hefur verið á uppleið undanfarið. „Ef við tökum frá fyrstu fjóra leikina, þá er þetta bara ágætt hjá okkur. Við erum byrjaðir að safna stigum og þetta er allt saman að koma. Mér fannst við höndla pressuna ágætlega hérna í kvöld, eitthvað sem við höfum ekki gert hingað til,“ sagði Reynir að lokum
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira