Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 23-24 | Átta stiga forskot Hauka Óskar Ófeigur Jónsson í Dirganesi skrifar 29. nóvember 2012 14:45 Haukar eru komnir með átta stiga forskot á toppnum eftir eins marka sigur á HK, 24-23, þegar liðin mættust í Digranesi í kvöld í 10. umferð N1 deildar karla í handbolta. Haukar voru búnir að leika fimm leiki í röð á móti HK án þess að vinna og jafnteflið í fyrri leiknum var eina stigið sem liðið var búið að tapa í deildinni í vetur. Haukar hristu var sér slyðruorðið í seinni hálfeik eftir dapra frammistöðu sóknarlega í þeim fyrri og tóku frumkvæðið í leiknum sem þeir héldu út leikinn þrátt fyrir spennandi lokamínútur. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 9 mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 21 skot í markinu þar á meðal lokaskot leiksins sem tryggði sigurinn. Haukar voru með frumkvæðið í upphafi leiks og tveimur mörkum yfir, 7-5, þegar Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, tók gott leikhlé eftir 18 mínútna leik. HK vann næstu níu mínútur 7-3 og komst í 12-10 en Haukar komu muninum í eitt mark, 13-12, fyrir hálfleik. Haukar skoruðu 7 af 12 mörkum sínum í fyrri hálfeiknum úr hraðaupphlaupum en uppsettur sóknarleikur liðsins gekk mjög illa. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, varði 8 af fyrstu 15 skotum HK í leiknum og átti einnig fjórar stoðsendingar fram völlinn á fyrstu 22 mínútum leiksins. Aron Rafn náði hinsvegar aðeins að verja 1 af 7 skotum HK á síðustu átta mínútunum í fyrri hálfleiknum. Haukaliðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og var komið tveimur mörkum yfir, 16-14, eftir aðeins fimm mínútur. Tjörvi Þorgeirsson gerði meira af viti á þessum fimm mínútum en allan fyrri hálfleikinn og það var allt annað að sjá sóknarleikinn. Haukar voru komnir með undirtökin og en annað leikhlé hjá Kristni, þegar Haukar voru komnir þremur mörkum yfir, náði að kveikja aftur í HK-liðinu. HK skoraði í framhaldinu þrjú mörk í röð og náði að jafna í 21-21 á meðan Haukar skoruðu ekki níu mínútur. Haukar náðu sér aftur á strik eftir leikhlé hjá Aroni og tókst að landa sigrinum í lokin. Aron Rafn Eðvarðsson varði lokaskot leiksins frá Atli Karli Bachmann Aron Kristjáns: Þetta hafa ekki verið neinir grísasigrarAron Kristjánsson, þjálfari Hauka, getur verið sáttur með stöðuna á liðinu en Haukar eru komnir með átta stiga forskot á toppnum eftir sigur á HK í kvöld. Þetta var þriðji eins marks sigurinn í röð hjá liðinu. „Í flestum leikjunum erum við að leiða frekar stórt þannig að þetta hafa ekki verið neinir grísasigrar. Við erum með frumkvæðið lengi vel og í síðasta leik á undan á móti ÍR vorum við komnir langt yfir á einum tímapunkti. Þessi leikur var svolítið öðruvísi. Við erum samt með frumkvæðið í leiknum og náðum þriggja marka forystu um miðjan seinni hálfleik. Við erum þá ennþá að spila góða vörn en erum að flýta okkur of mikið á þeim kafla, henda boltanum frá okkur í hraðaupphlaupum og velja ótímabær skot. Við náum að skrúfa okkur niður þegar þeir náð að jafna í 21-21. Við náðum að sýna góða sigurhugsun síðustu sjö til átta mínúturnar og ná þessum tveimur stigum í hús," sagði Aron Kristjánsson. „Þetta er mjög fín staða og það var gott að klára þennan leik í kvöld. Við erum með átta stiga forskot en núna snýst þetta um að klára okkar vinnu. Þetta snýst um okkur sjálfa því við erum okkur sjálfum verstir. Nú þurfum við að halda einbeitingunni, mæta klárir í hvern slag og sýna að við séum þess verðugir að vera með svona gott forskot á toppnum," sagði Aron sem gat rúllað vel á liðinu sínu þrátt fyrir að vera án sterkra leikmanna „Það vantar nokkra máttarstólpa inn í liðið. Beggi er ennþá farinn að spila, Elías Már úti og Jón fór útaf meiddur," sagði Aron en Elías Már Halldórsson er að glíma við meiðsli. „Hann meiddist á nára í síðasta leik og svo lenti hann í vinnuslysi. Ég vona að hann verði með á móti Aftureldingu. Það styttist í Sigurberg en ég veit ekki neitt. Hver dagur hefur sína þjáningu þar en hann er allur að koma til. Það fer vonandi að styttast í það að hann fari að æfa með okkur í sal," sagði Aron. Aron Rafn stóð sig vel í marki Hauka og varði lokaskotið annan leikinn í röð. „Aron Rafn sýnir góðan karakter og mér finnst hann vera að verja nokkuð vel í leiknum í dag. Það voru nokkrir boltar og þá sérstaklega í fyrri hálfleik sem hann hefði mátt að taka. Hann heldur samt haus og nær að klára leikinn á virkilega góðum nótum," sagði Aron um nafna sinn. Kristinn: Haukar eru langt frá því að vera ósigrandi en heilt yfir langsterkastirKristinn Guðmundsson, þjálfari HK, gat sé ljósa punkta í leik sinna manna þrátt fyrir tap á móti Haukum í kvöld. Kristinn tók tvö góð leikhlé í leiknum sem komu hans liði aftur inn í leikinn þegar Haukar virtust ætla að stinga af. „Við vorum búnir að fara vel yfir það hvernig það átti að spila og það þurfti bara aðeins að vinna menn á það hvaða leiðir þarf að fara til þess að vera inn í leikjum eða vinna Hauka. Við komum okkur aftur á sporið í þeim efnum. Það vantaði kannski örlítið frumkvæði í restina til þess að ná í stigið," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK. „Við lendum í vandræðum að vera að brenna inni með leikmenn of lengi inn á vellinum í bæði vörn og sókn. Það sýndi sig þegar þeir komast í 21-18 að þá þurftum við að fara hvíla leikmenn aðeins og safna kröftum. Við vorum ekki nógu klókir á þeim kafla," sagði Kristinn. „Við erum vel einbeittir á það sem við erum að gera. Þeir menn sem eru að spila og að fá tækifærið eru allir að gera sig gilda. Ég er stoltur af liðinu mínu fyrir það viðhorf sem er í gangi hjá þeim því þeir fara í alla leiki til þess að vinna þá. Við vitum að sumir leikir geta orðið okkur mjög erfiðir en heilt yfir þá eru þeir mjög einbeittir," sagði Kristinn en það vantaði bara örlítið upp á í leiknum í kvöld. „Það vantaði bara eitt skot en svona er þetta og það telur ekki neitt. Það telur samt kannski fyrir okkur upp á trú, samstöðu og leikskipulag. Við þurfum bara að skoða þetta og gera aðeins betur í næsta leik," sagði Kristinn en Haukarnir eru að sama skapi að stinga af. „Þetta var það sem maður átti von á fyrir tímabilið að myndi gerast. Þeir eru gríðarlega vel skipulagðir og frábærlega vel mannaðir. Við sjáum það á því hvað þeir geta rúllað rosalega á leikmannahópnum sínum. Það er ekki sami höfuðverkurinn hinum megin við ritaraborðið í svona leikjum. Þeir eru langt frá því að vera ósigrandi en heilt yfir langsterkastir," sagði Kristinn. Stefán Rafn: Verðum að passa okkur að sofna ekki á verðinumStefán Rafn Sigurmannsson átti flottan leik í kvöld og skoraði 9 mörk í eins marks sigri á HK. Stefán skoraði mikilvægt mark á lokakaflanum sem fór langt með það að tryggja sigurinn og Haukar hafa fyrir vikið yfirburðarforystu í deildinni. „Þetta er þægilegt en við verðum að passa okkur að sofna ekki á verðinum. Við erum reyndar búnir að landa nokkrum sigrum í röð með einu marki en það verður að vinna þá líka. Það er gott að hafa góða vörn og markmann á bak við sem bjargaði okkur í kvöld," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson sem var sáttur með markið sitt undir lok leiksins. „Ég var mjög ánægður með það. Ég sótti bara og tók af skarið. Þetta var bara flott," sagði Stefán Rafn sem hefur farið á kostum í vetur en finnur hann fyrir meiri pressu. „Ég er orðinn einn af þessum lykilmönnum og ég tilbúinn að stíga eitt skref upp og taka við þeirri ábyrgð," sagði Stefán. Haukarnir spiluðu allt annað en sannfærandi sóknarleik í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá þá eftir hlé. „Við þurftum bara að láta boltann ganga aðeins betur og sjá færin. Við vorum staðir fyrir utan og frosnuðum svolítið. Við þurftum bara að láta boltann ganga, fara í klippingarnar og sækja á markið af fullum krafti," sagði Stefán. Bjarki Már: Við verðum að gera betur sóknarlegaBjarki Már Elísson, vinstri hornamaður HK, var svekktur í leikslok en það vantaði lítið upp á að HK náði að krækja í stig á móti Haukum á lokamínútunum. Bjarki Már átti fínan leik og skoraði átta mörk mörg þeirra eftir að hafa farið inn úr mjög þröngu færi. „Við vorum fínir þegar við náðum að stilla upp varnarlega en við verðum að gera betur sóknarlega. Það hefur verið okkar akkilesarhæll í vetur því við erum ekki nógu grimmir sóknarlega," sagði Bjarki en HK-liðið gerði vel í að vinna sig inn í leikinn þegar Haukarnir virtust ætla að stinga af. „Við misstum ekki trúna á því sem við vorum að gera og 3-4 mörk í handbolta er ekki neitt. Þetta getur snúist á nokkrum mínútum. Við héldum bara trúnni en hefðum samt getað gert aðeins betur," sagði Bjarki, „Við vorum grimmir í þessum leik og góðir varnarlega en við verðum að gera betur sóknarlega. 23 mörk eru ekki nóg og við erum að skora það leik eftir leik," sagði Bjarki að lokum. Aron Rafn: Þetta lítur lygilega vel útAron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, átti mjög góðan leik í kvöld og náði því annan leikinn í röð að verja lokaskotið og tryggja Haukaliðinu eins marks sigur. „Þetta var erfið fæðing en við enduðum þetta með góðum eins marks sigri. Það venst vel að verja síðasta skotið og vinna með einu. Þetta er bara gaman," sagði Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, sem átti góðan leik í sigrinum á HK í kvöld. „Ég er búinn að vera frekar slakur upp á síðkastið. Mér finnst það persónulega en ég veit ekki hvað öðrum finnst. Mér fannst ég vera að stíga upp í dag og varði þarna nokkra bolta," sagði Aron Rafn varði 21 skot og átti auk þess fjórar stoðsendningar fram völlinn í fyrri hálfeik. „Loksins eru sendingarnar orðnar góðar eftir margar æfingar með Óskari Bjarna í landsliðinu. Það er frábært að geta grýtt boltanum fram," sagði Aron Rafn en eftir sigurinn eru Haukar með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. „Þetta lítur lygilega vel út en við erum ekkert að fara að gefa eftir núna. Við einbeitum okkur að næsta leik og næsti leikur er á móti Gróttu í bikarnum. Við ætlum að fara alla leið í bikarnum," sagði Aron Rafn sem gulltryggði sigurinn annan leikinn í röð með því að verja lokaskotið en það gerði hann líka í 27-26 sigri á ÍR um síðustu helgi. „Þá varði ég hann eftirminnilega í slána, í bakið á mér og einhvern veginn endaði hann ekki í markinu. Þetta venst vel og það er alltaf gaman að vinna með einu marki," sagði Aron Rafn að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Haukar eru komnir með átta stiga forskot á toppnum eftir eins marka sigur á HK, 24-23, þegar liðin mættust í Digranesi í kvöld í 10. umferð N1 deildar karla í handbolta. Haukar voru búnir að leika fimm leiki í röð á móti HK án þess að vinna og jafnteflið í fyrri leiknum var eina stigið sem liðið var búið að tapa í deildinni í vetur. Haukar hristu var sér slyðruorðið í seinni hálfeik eftir dapra frammistöðu sóknarlega í þeim fyrri og tóku frumkvæðið í leiknum sem þeir héldu út leikinn þrátt fyrir spennandi lokamínútur. Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 9 mörk fyrir Hauka og Aron Rafn Eðvarðsson varði 21 skot í markinu þar á meðal lokaskot leiksins sem tryggði sigurinn. Haukar voru með frumkvæðið í upphafi leiks og tveimur mörkum yfir, 7-5, þegar Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, tók gott leikhlé eftir 18 mínútna leik. HK vann næstu níu mínútur 7-3 og komst í 12-10 en Haukar komu muninum í eitt mark, 13-12, fyrir hálfleik. Haukar skoruðu 7 af 12 mörkum sínum í fyrri hálfeiknum úr hraðaupphlaupum en uppsettur sóknarleikur liðsins gekk mjög illa. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, varði 8 af fyrstu 15 skotum HK í leiknum og átti einnig fjórar stoðsendingar fram völlinn á fyrstu 22 mínútum leiksins. Aron Rafn náði hinsvegar aðeins að verja 1 af 7 skotum HK á síðustu átta mínútunum í fyrri hálfleiknum. Haukaliðið byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og var komið tveimur mörkum yfir, 16-14, eftir aðeins fimm mínútur. Tjörvi Þorgeirsson gerði meira af viti á þessum fimm mínútum en allan fyrri hálfleikinn og það var allt annað að sjá sóknarleikinn. Haukar voru komnir með undirtökin og en annað leikhlé hjá Kristni, þegar Haukar voru komnir þremur mörkum yfir, náði að kveikja aftur í HK-liðinu. HK skoraði í framhaldinu þrjú mörk í röð og náði að jafna í 21-21 á meðan Haukar skoruðu ekki níu mínútur. Haukar náðu sér aftur á strik eftir leikhlé hjá Aroni og tókst að landa sigrinum í lokin. Aron Rafn Eðvarðsson varði lokaskot leiksins frá Atli Karli Bachmann Aron Kristjáns: Þetta hafa ekki verið neinir grísasigrarAron Kristjánsson, þjálfari Hauka, getur verið sáttur með stöðuna á liðinu en Haukar eru komnir með átta stiga forskot á toppnum eftir sigur á HK í kvöld. Þetta var þriðji eins marks sigurinn í röð hjá liðinu. „Í flestum leikjunum erum við að leiða frekar stórt þannig að þetta hafa ekki verið neinir grísasigrar. Við erum með frumkvæðið lengi vel og í síðasta leik á undan á móti ÍR vorum við komnir langt yfir á einum tímapunkti. Þessi leikur var svolítið öðruvísi. Við erum samt með frumkvæðið í leiknum og náðum þriggja marka forystu um miðjan seinni hálfleik. Við erum þá ennþá að spila góða vörn en erum að flýta okkur of mikið á þeim kafla, henda boltanum frá okkur í hraðaupphlaupum og velja ótímabær skot. Við náum að skrúfa okkur niður þegar þeir náð að jafna í 21-21. Við náðum að sýna góða sigurhugsun síðustu sjö til átta mínúturnar og ná þessum tveimur stigum í hús," sagði Aron Kristjánsson. „Þetta er mjög fín staða og það var gott að klára þennan leik í kvöld. Við erum með átta stiga forskot en núna snýst þetta um að klára okkar vinnu. Þetta snýst um okkur sjálfa því við erum okkur sjálfum verstir. Nú þurfum við að halda einbeitingunni, mæta klárir í hvern slag og sýna að við séum þess verðugir að vera með svona gott forskot á toppnum," sagði Aron sem gat rúllað vel á liðinu sínu þrátt fyrir að vera án sterkra leikmanna „Það vantar nokkra máttarstólpa inn í liðið. Beggi er ennþá farinn að spila, Elías Már úti og Jón fór útaf meiddur," sagði Aron en Elías Már Halldórsson er að glíma við meiðsli. „Hann meiddist á nára í síðasta leik og svo lenti hann í vinnuslysi. Ég vona að hann verði með á móti Aftureldingu. Það styttist í Sigurberg en ég veit ekki neitt. Hver dagur hefur sína þjáningu þar en hann er allur að koma til. Það fer vonandi að styttast í það að hann fari að æfa með okkur í sal," sagði Aron. Aron Rafn stóð sig vel í marki Hauka og varði lokaskotið annan leikinn í röð. „Aron Rafn sýnir góðan karakter og mér finnst hann vera að verja nokkuð vel í leiknum í dag. Það voru nokkrir boltar og þá sérstaklega í fyrri hálfleik sem hann hefði mátt að taka. Hann heldur samt haus og nær að klára leikinn á virkilega góðum nótum," sagði Aron um nafna sinn. Kristinn: Haukar eru langt frá því að vera ósigrandi en heilt yfir langsterkastirKristinn Guðmundsson, þjálfari HK, gat sé ljósa punkta í leik sinna manna þrátt fyrir tap á móti Haukum í kvöld. Kristinn tók tvö góð leikhlé í leiknum sem komu hans liði aftur inn í leikinn þegar Haukar virtust ætla að stinga af. „Við vorum búnir að fara vel yfir það hvernig það átti að spila og það þurfti bara aðeins að vinna menn á það hvaða leiðir þarf að fara til þess að vera inn í leikjum eða vinna Hauka. Við komum okkur aftur á sporið í þeim efnum. Það vantaði kannski örlítið frumkvæði í restina til þess að ná í stigið," sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK. „Við lendum í vandræðum að vera að brenna inni með leikmenn of lengi inn á vellinum í bæði vörn og sókn. Það sýndi sig þegar þeir komast í 21-18 að þá þurftum við að fara hvíla leikmenn aðeins og safna kröftum. Við vorum ekki nógu klókir á þeim kafla," sagði Kristinn. „Við erum vel einbeittir á það sem við erum að gera. Þeir menn sem eru að spila og að fá tækifærið eru allir að gera sig gilda. Ég er stoltur af liðinu mínu fyrir það viðhorf sem er í gangi hjá þeim því þeir fara í alla leiki til þess að vinna þá. Við vitum að sumir leikir geta orðið okkur mjög erfiðir en heilt yfir þá eru þeir mjög einbeittir," sagði Kristinn en það vantaði bara örlítið upp á í leiknum í kvöld. „Það vantaði bara eitt skot en svona er þetta og það telur ekki neitt. Það telur samt kannski fyrir okkur upp á trú, samstöðu og leikskipulag. Við þurfum bara að skoða þetta og gera aðeins betur í næsta leik," sagði Kristinn en Haukarnir eru að sama skapi að stinga af. „Þetta var það sem maður átti von á fyrir tímabilið að myndi gerast. Þeir eru gríðarlega vel skipulagðir og frábærlega vel mannaðir. Við sjáum það á því hvað þeir geta rúllað rosalega á leikmannahópnum sínum. Það er ekki sami höfuðverkurinn hinum megin við ritaraborðið í svona leikjum. Þeir eru langt frá því að vera ósigrandi en heilt yfir langsterkastir," sagði Kristinn. Stefán Rafn: Verðum að passa okkur að sofna ekki á verðinumStefán Rafn Sigurmannsson átti flottan leik í kvöld og skoraði 9 mörk í eins marks sigri á HK. Stefán skoraði mikilvægt mark á lokakaflanum sem fór langt með það að tryggja sigurinn og Haukar hafa fyrir vikið yfirburðarforystu í deildinni. „Þetta er þægilegt en við verðum að passa okkur að sofna ekki á verðinum. Við erum reyndar búnir að landa nokkrum sigrum í röð með einu marki en það verður að vinna þá líka. Það er gott að hafa góða vörn og markmann á bak við sem bjargaði okkur í kvöld," sagði Stefán Rafn Sigurmannsson sem var sáttur með markið sitt undir lok leiksins. „Ég var mjög ánægður með það. Ég sótti bara og tók af skarið. Þetta var bara flott," sagði Stefán Rafn sem hefur farið á kostum í vetur en finnur hann fyrir meiri pressu. „Ég er orðinn einn af þessum lykilmönnum og ég tilbúinn að stíga eitt skref upp og taka við þeirri ábyrgð," sagði Stefán. Haukarnir spiluðu allt annað en sannfærandi sóknarleik í fyrri hálfleik en það var allt annað að sjá þá eftir hlé. „Við þurftum bara að láta boltann ganga aðeins betur og sjá færin. Við vorum staðir fyrir utan og frosnuðum svolítið. Við þurftum bara að láta boltann ganga, fara í klippingarnar og sækja á markið af fullum krafti," sagði Stefán. Bjarki Már: Við verðum að gera betur sóknarlegaBjarki Már Elísson, vinstri hornamaður HK, var svekktur í leikslok en það vantaði lítið upp á að HK náði að krækja í stig á móti Haukum á lokamínútunum. Bjarki Már átti fínan leik og skoraði átta mörk mörg þeirra eftir að hafa farið inn úr mjög þröngu færi. „Við vorum fínir þegar við náðum að stilla upp varnarlega en við verðum að gera betur sóknarlega. Það hefur verið okkar akkilesarhæll í vetur því við erum ekki nógu grimmir sóknarlega," sagði Bjarki en HK-liðið gerði vel í að vinna sig inn í leikinn þegar Haukarnir virtust ætla að stinga af. „Við misstum ekki trúna á því sem við vorum að gera og 3-4 mörk í handbolta er ekki neitt. Þetta getur snúist á nokkrum mínútum. Við héldum bara trúnni en hefðum samt getað gert aðeins betur," sagði Bjarki, „Við vorum grimmir í þessum leik og góðir varnarlega en við verðum að gera betur sóknarlega. 23 mörk eru ekki nóg og við erum að skora það leik eftir leik," sagði Bjarki að lokum. Aron Rafn: Þetta lítur lygilega vel útAron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, átti mjög góðan leik í kvöld og náði því annan leikinn í röð að verja lokaskotið og tryggja Haukaliðinu eins marks sigur. „Þetta var erfið fæðing en við enduðum þetta með góðum eins marks sigri. Það venst vel að verja síðasta skotið og vinna með einu. Þetta er bara gaman," sagði Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, sem átti góðan leik í sigrinum á HK í kvöld. „Ég er búinn að vera frekar slakur upp á síðkastið. Mér finnst það persónulega en ég veit ekki hvað öðrum finnst. Mér fannst ég vera að stíga upp í dag og varði þarna nokkra bolta," sagði Aron Rafn varði 21 skot og átti auk þess fjórar stoðsendningar fram völlinn í fyrri hálfeik. „Loksins eru sendingarnar orðnar góðar eftir margar æfingar með Óskari Bjarna í landsliðinu. Það er frábært að geta grýtt boltanum fram," sagði Aron Rafn en eftir sigurinn eru Haukar með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. „Þetta lítur lygilega vel út en við erum ekkert að fara að gefa eftir núna. Við einbeitum okkur að næsta leik og næsti leikur er á móti Gróttu í bikarnum. Við ætlum að fara alla leið í bikarnum," sagði Aron Rafn sem gulltryggði sigurinn annan leikinn í röð með því að verja lokaskotið en það gerði hann líka í 27-26 sigri á ÍR um síðustu helgi. „Þá varði ég hann eftirminnilega í slána, í bakið á mér og einhvern veginn endaði hann ekki í markinu. Þetta venst vel og það er alltaf gaman að vinna með einu marki," sagði Aron Rafn að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira