Sport

Leikmenn í NFL-deildinni farnir að nota Viagra

Brandon Marshall hress.
Brandon Marshall hress.
Ólögleg lyfjanotkun í NFL-deildinni er engin nýlunda en leikmenn deildarinnar eru farnir að ganga ansi langt í því að bæta árangur sinn á vellinum.

Í vetur hafa þrír leikmenn fallið á lyfjaprófi og þar af einn fyrir að nota lyfið Adderall. Það er meðal annars gefið fólki með ADHD. Amfetamín er í lyfinu þannig að leikmenn mega ekki nota það.

Brandon Marshall, útherji Chicago Bears, segir að það sé orðin bilun hvað leikmenn séu að gera þessa dagana.

"Ég veit nú ekki mikið um Adderall en ég veit að sumir af strákunum í deildinni eru svo kappsamir að þeir gera allt til þess að verða aðeins beittari og skarpari. Ég er sem betur fer nógu stór og gáfaður til að láta allt slíkt eiga sig," sagði Marshall við Chicago Tribune.

"Sumir gera allt. Ég hef heyrt margar brjálaðar sögur. Í fullri alvöru hef ég heyrt af mönnum sem nota Viagra. Menn verða að fara að passa sig."

Viagra er stinningarlyf eins og flestir ættu að vita. Það hefur þó verið sannað að það geti hjálpað íþróttamönnum á ýmsan hátt. Meðal annars varðandi úthald.

Það getur þó haft sína augljósu ókosti en leikmenn deildarinnar spila allir með punghlíf þannig að erfitt getur verið að greina hver hafi fengið sér viagra fyrir leik og hver ekki.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×