Lífið

Bjargaði Stiller úr sjónum

"Ég er með fínan díalóg og er í nokkrum senum, meðal annars einni tveggja manna með Ben Stiller," segir Ari Matthíasson, leikari og framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins. "Þetta er skemmtilegt hlutverk." Ari fer með hlutverk fyrsta stýrimanns á fiskiskipi sem bjargar persónu Bens Stiller úr sjónum og kemur honum í land nokkrum dögum síðar í nýjustu mynd Stillers, The Secret Life of Walter Mitty. Hollywood-stjarnan sendi Ara persónulegan tölvupóst eftir að tökum lauk þar sem hann hrósaði honum fyrir störf sín. "Ég vona að ég fái að vera með í myndinni og lendi ekki á gólfinu hjá klipparanum, eins og sumir hafa lent í," segir Ari. Meðal annarra íslenskra leikara sem fara með hlutverk í mynd Stillers eru Þórhallur Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson og Gunnar Helgason. - sv





Fleiri fréttir

Sjá meira


×