Lífið

Fyrsta umhverfisvæna veitingahúsið á Íslandi

Smelltu á mynd til að skoða albúm.
Smelltu á mynd til að skoða albúm.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á veitingahúsinu Nauthól í dag þegar veitingahúsið fékk afhenta umhverfisvottunina Svaninn. Veitingahúsið er það fyrsta á Íslandi sem fær slíka vottun en það þurfti að gangast undir strangt ferli og uppfylla marga þætti til að öðlast þessa eftirsóttu vottun norræna Svansmerkisins.



"Ferlið hefur gengið vel fyrir sig og mín tilfinning er að við munum eiga auðvelt með að framfylgja ferlum vottunarinnar í framhaldinu. Vottunin hefur mjög mikla þýðingu fyrir okkur og ekki síst þar sem Nauthóll er brautryðjandi á veitingahúsamarkaðnum á Íslandi. Það er von mín að þetta verði öðrum veiitngahúsum til eftirbreytni," sagði Guðríður María framkvæmdastjóri Nauthóls eftir að hún tók við vottuninni í dag.

Nauthóll á Facebook.

Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra afhenti Guðríði Maríu Jóhannesdóttur framkvæmdastjóra Nauthóls umhverfisvottun Svansins.
Boðið var upp á kjúklingarétt og íslenskt vatn í tilefni dagsins.
Mikil gleði ríkti á Nauthól í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.