Körfubolti

Þór hafði betur gegn KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Þór frá Þorlákshöfn vann í kvöld góðan sigur á KR, 102-88, í frestuðum leik í Domino's-deild karla.

Jafnræði var með liðunum framan af en Þór náði ágætri forystu í lok annars leikhluta. Staðan í hálfleik var 53-46, heimamönnum í vil.

Þór hélt undirtökunum allan seinni hálfleikinn. KR náði þó að minnka muninn í sjö stig, 82-75, þegar tæpar átta mínútur voru eftir og fékk nokkur tækifæri til að brúa bilið enn frekar.

Heimamenn gengu þá á lagið og kláruðu leikinn með góðum sóknarleik síðustu mínúturnar. Þess ber þó að geta að fjórir leikmenn - Helgi Már Magnússon, Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Martin Hermannsson - KR fengu fimm villur í kvöld sem reyndist þeim dýrkeypt.

Robert Diggs og Guðmundur Jónsson voru stigahæstir í liði Þórs en Benjamin Smith skilaði einnig góðum tölum. Hjá KR var þjálfarinn Helgi Már atkvæðamestur en Brynjar Þór og Martin voru ekki langt undan.

Þór Þ.-KR 102-88 (26-30, 27-16, 27-25, 22-17)

Þór Þ.: Robert Diggs 20/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 19, Benjamin Curtis Smith 14/6 fráköst/6 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 13/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 13/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 9/6 fráköst, Darrell Flake 8/4 fráköst/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 5, Vilhjálmur Atli Björnsson 1.

KR: Helgi Már Magnússon 20/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17/4 fráköst/6 stoðsendingar, Martin Hermannsson 16, Finnur Atli Magnusson 12/6 fráköst, Danero Thomas 8/4 fráköst, Kristófer Acox 6/7 fráköst, Ágúst Angantýsson 4/4 fráköst, Keagan Bell 2, Jón Orri Kristjánsson 2, Darri Freyr Atlason 1..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×