Kynlífsvandi - 3 mínútur og búið! Sigga Dögg skrifar 15. nóvember 2012 08:45 Myndir/Cover media Ég er sautján ára gutti og á við smá vandamál að stríða (að mér finnst). Eins og flestir á þessum aldri er ég byrjaður að sofa hjá en vandamálið er að ég fæ það svo alltof, alltof fljótt! Það er bara í svona þrjár mínútur og mér finnst það bara allt of stutt! Ég var þess vegna að velta því fyrir mér hvort þú gætir gefið mér einhver góð ráð? Svar Siggu Daggar kynlífsfræðings Fréttablaðins: Mér þykir það óendanlega áhugavert hversu mikið karlmenn eiga það til að spá í endingu. Ég fæ þessa spurningu gjarnan frá jafnöldrum þínum svo ekki hafa miklar áhyggjur, þú ert ekki aleinn í heiminum, það eru margir að pæla í þessu.Skrifast á kynfræðsluna Ætli það megi ekki skrifast á kynfræðsluna (eins og svo margt annað) enda ómögulegt að sjá út frá bíómyndum hversu lengi samfarir standa og fáir sem tala af hreinskilni um endingu. Bara eitt áður en við höldum lengra; í kynlífi þýðir lengri ending ekki endilega betri gæði. Annað sem gleymist stundum er hvar kynlífið byrjar og hvar það endar. Kynlíf er meira en bara inn-út og þá má alveg vera heillengi í sleik og að putta, runka, sleikja og sjúga. Oftar en ekki er mikil áhersla lögð á þetta inn-út og það látið skilgreina gæði kynlífisins þegar það er minnsti hlutinn af því.Forleikur mikilvægur Forleikur er kjörinn tími til að fá sína fyrstu fullnægingu. Svo má hvíla sig aðeins og byrja aftur eða jafnvel láta keleríið nægja, það getur verið jafn fullnægjandi fyrir báða aðila. Fæstar konur fá fullnægingu í beinum samförum án beinnar örvunar sníps svo ef þú ert að stunda kynlíf með konu þá er gott að gefa henni nægt kelerí fyrir samfarir og í samförum.Hægðu á þér Spurningin um að endast lengur er spurning um æfingu og að fara sér hægt. Ef þú finnur að þú ert að fara að fá fullnægingu, hægðu þá á þér, jafnvel taktu hann út og farðu að kela við bólfélagann. Endingin byggist svo smám saman upp en það er gott að hafa í huga að samfarir endast sjaldnast lengur en 10 mínútur, hafðu það endilega á bak við eyrað á meðan.Sinntu bólfélaganum Passaðu að sinna bólfélaganum í forleiknum og á meðan samförum stendur og ekki gleyma að tala saman. Finnið út hvað hentar ykkur og ef báðir aðilar óska eftir lengri endingu í samförum þá getið þið þjálfað það í sameiningu.Hægt er að senda Siggu fyrirspurn: kynlif@frettabladid.is. Sigga Dögg Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Ég er sautján ára gutti og á við smá vandamál að stríða (að mér finnst). Eins og flestir á þessum aldri er ég byrjaður að sofa hjá en vandamálið er að ég fæ það svo alltof, alltof fljótt! Það er bara í svona þrjár mínútur og mér finnst það bara allt of stutt! Ég var þess vegna að velta því fyrir mér hvort þú gætir gefið mér einhver góð ráð? Svar Siggu Daggar kynlífsfræðings Fréttablaðins: Mér þykir það óendanlega áhugavert hversu mikið karlmenn eiga það til að spá í endingu. Ég fæ þessa spurningu gjarnan frá jafnöldrum þínum svo ekki hafa miklar áhyggjur, þú ert ekki aleinn í heiminum, það eru margir að pæla í þessu.Skrifast á kynfræðsluna Ætli það megi ekki skrifast á kynfræðsluna (eins og svo margt annað) enda ómögulegt að sjá út frá bíómyndum hversu lengi samfarir standa og fáir sem tala af hreinskilni um endingu. Bara eitt áður en við höldum lengra; í kynlífi þýðir lengri ending ekki endilega betri gæði. Annað sem gleymist stundum er hvar kynlífið byrjar og hvar það endar. Kynlíf er meira en bara inn-út og þá má alveg vera heillengi í sleik og að putta, runka, sleikja og sjúga. Oftar en ekki er mikil áhersla lögð á þetta inn-út og það látið skilgreina gæði kynlífisins þegar það er minnsti hlutinn af því.Forleikur mikilvægur Forleikur er kjörinn tími til að fá sína fyrstu fullnægingu. Svo má hvíla sig aðeins og byrja aftur eða jafnvel láta keleríið nægja, það getur verið jafn fullnægjandi fyrir báða aðila. Fæstar konur fá fullnægingu í beinum samförum án beinnar örvunar sníps svo ef þú ert að stunda kynlíf með konu þá er gott að gefa henni nægt kelerí fyrir samfarir og í samförum.Hægðu á þér Spurningin um að endast lengur er spurning um æfingu og að fara sér hægt. Ef þú finnur að þú ert að fara að fá fullnægingu, hægðu þá á þér, jafnvel taktu hann út og farðu að kela við bólfélagann. Endingin byggist svo smám saman upp en það er gott að hafa í huga að samfarir endast sjaldnast lengur en 10 mínútur, hafðu það endilega á bak við eyrað á meðan.Sinntu bólfélaganum Passaðu að sinna bólfélaganum í forleiknum og á meðan samförum stendur og ekki gleyma að tala saman. Finnið út hvað hentar ykkur og ef báðir aðilar óska eftir lengri endingu í samförum þá getið þið þjálfað það í sameiningu.Hægt er að senda Siggu fyrirspurn: kynlif@frettabladid.is.
Sigga Dögg Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira