Lífið

Frægir mættu í konfektboð Nóa Sírius

Smelltu á mynd til að fletta albúmi.
Smelltu á mynd til að fletta albúmi. Myndir/Lífið
Það má segja að jólaundirbúningnum hafi verið ýtt úr vör í vikunni á umhverfisvæna veitingahúsinu Nauthóll þegar helstu súkkulaðiunnendur landsins söfnuðust saman í konfektboði Nóa Síríus.
Tilefnið var afhjúpun jólakonfektkassa en nýjar myndir prýða kassana hvert ár samkvæmt meira en hálfrar aldar gamalli hefð.
Þessum unga herramanni leiddist ekki með Ragnhildi Steinunni og Sigrúnu Ósk sjónvarpsstjörnum.
Fjöldi þekktra Íslendinga var viðstaddur þegar hulunni var svipt af nýju kössunum en margir tóku börnin sín með. Börn og fullorðnir nutu súkkulaðikræsinga í fljótandi og föstu formi við undirleik strengjakvartetts. Allir fengu svo góðgæti í nesti með sér heim.
Myndir/Lífið
Útvarpskonan Guðrún Dís Emilsdóttir og dóttir hennar Aðalheiður Helga.
Öllum gestum var boðið upp á Nóa konfekt. Stemningin var vægast sagt jólaleg.
Svanhildur Sigurðardóttir, María Sigrún Hilmarsdóttir sjónvarpskona og Hilmar Árni Pétursson.
Þórunn Antonía poppstjarna og móðir hennar Sjöfn Pálsdóttir.
Örlygur Smári lagahöfundur með meiru og eiginkona hans Svava Gunnarsdóttir.
Lilja Pálsdóttir og Manueal Ósk Harðardóttir með dætur sínar Elmu Rós og Ragnhildi Örnu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.