Fótbolti

Misvísandi fregnir frá Ástralíu um Beckham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Beckham í leik með LA Galaxy.
Beckham í leik með LA Galaxy. Mynd/AP
Fulltrúar David Beckham harðneita því að kappinn hafi nokkrar áætlanir um að spila í Ástralíu en forráðamenn knattspyrnusambandsins þar í landi hafa haldið því fram.

Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem því var haldið fram að Beckham hefði lýst yfir áhuga sínum að spila sem lánsmaður í ástralska boltanum til skamms tíma.

Beckham skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við LA Galaxy í janúar síðastliðnum.

Talsmaður Beckham sagði þetta hins vegar algjöran þvætting. „Það er alltaf gríðarlega mikill áhugi á að semja við David," sagði talsmaðurinn.

„Það eru engar áætlanir um að hann spili í Ástralíu. Hann er eingöngu að hugsa um úrslitakeppnina í MLS-deildinni og að vinna annan titil með LA Galaxy."

LA Galaxy hafði betur gegn Seattle, 3-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni MLS-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×