Körfubolti

Goðsagnirnar í b-liði Keflvíkinga: Nú verðum við að taka æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keflvíkingar eiga tvö lið í 32 liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta eftir að b-lið félagsins komst í gegn undankeppnina í vikunni. Keflavík-b vann 80-77 sigur og tryggði sér leik á móti Njarðvík í næstu umferð.

Gunnar Einarsson skoraði 16 stig í leiknum og Falur Jóhann Harðarson var með 14 stig á 18 mínútum. Þá var Sverrir Þór Sverrisson, núverandi þjálfari Grindavíkurliðsins, með 5 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar, 5 stolna bolta og 2 varin skot.

Fleiri goðsagnir tóku þátt í þessum leik eins og Guðjón Skúlason og Albert Óskarsson en með liðinu léku líka menn sem eru nýhættir eins og Gunnar H. Stefánsson, Jón Jón Nordal Hafsteinsson, Elentínus Margeirsson og Sævar Sævarsson.

Strákarnir á Kefcity TV voru að sjálfsögðu á staðnum og hafa sett saman skemmtilegt myndband frá leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×