Fótbolti

Fjórða tapið í röð hjá Aroni og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson. Mynd/Anton
AGF er heldur betur að gefa eftir í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið tapaði fjórða deildarleiknum í röð í kvöld. AGF tapaði þá 0-2 á heimavelli á móti FC Nordsjælland í 17. umferð deildarinnar.

Aron Jóhannsson, markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, hefur verið að koma til baka eftir meiðsli en hann kom inn á sem varamaður í kvöld. Aron er búinn að skora tólf mörk á tímabilinu en hefur ekki skorað síðan í byrjun október.

Aroni var skipt inn á völlinn á 61. mínútu en FC Nordsjælland var þá nýbúið að komast í 1-0 í leiknum. Nordsjælland-menn bættu við öðru marki fjórum mínútum síðar og þannig urði lokatölurnar í þessum leik.

FC Nordsjælland er í 2. sæti deildarinnar en AGF er enn í 4. sætinu þrátt fyrir ógöngurnar á síðustu vikum. OB, Randers og Horsens geta hinsvegar öll komist upp fyrir AGF vinni þau leiki sína í þessari umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×