Sport

Ásdís er frjálsíþróttamaður ársins 2012

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir með verðlaun sín.
Ásdís Hjálmsdóttir með verðlaun sín. Mynd/Heimasíða Ármanns
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur verið valin frjálsíþróttamaður ársins 2012 en þetta var tilkynnt á lokahófi Frjálsíþróttasambands Íslands á dögunum og kemur fram á heimasíðu Ármenninga í dag.

Ásdís Hjálmsdóttir var valin frjálsíþróttakona ársins og Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttakarl ársins en Ásdís var síðan valin frjálsíþróttamaður ársins 2012.

Ásdís setti Íslandsmet í spjótkasti í undankeppni á Ólympíuleikunum í London í ágúst síðastliðnum og varð í áttunda sæti inn í úrslitin með kasti upp á 62,77 metra. Hún varð síðan í ellefta sæti í lokakeppninni þegar hún kastaði 59,08 metra.

Kári Steinn Karlsson varð fyrsti Íslendingurinn til þess að klára maraþonhlaup á Ólympíuleikum en hann varð í 42. sæti á hlaupinu í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×